Segir kunningsskap ráða för við skipan dómara Kristín Ólafsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 4. desember 2017 22:54 Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, segir að núverandi aðferð við skipun dómara sé stórgölluð, enda sé veitingarvaldið í reynd hjá dómurunum sjálfum. Dómsmálaráðherra ætlar að breyta reglum um störf nefndar sem fjallar um hæfni dómara. Jón Steinar Gunnlaugsson fjallar um það sem hann telur aflaga hafa farið í starfsemi Hæstaréttar Íslands í nýrri bók sinni Með lognið í fangið. Jón Steinar var dómari við réttinn í átta ár og lét af embætti árið 2012. Bókin fjallar þó ekki eingöngu um Hæstarétt. Meðal þess sem Jón Steinar gagnrýnir er aðferðafræði við skipun dómara hér á landi.Jón Steinar Gunnlaugsson segir að núverandi aðferð við skipun dómara sé stórgölluð.Skjáskot/Stöð 2Sérstök dómnefnd metur hæfni umsækjenda um dómaraembætti við héraðsdómstólana, Landsrétt og Hæstarétt Íslands samkvæmt lögum um dómstóla. Ef dómsmálaráðherra vill ekki una niðurstöðu nefndarinnar þarf hann að bera ákvörðun sína undir Alþingi. Dæmin sýna að dómsmálaráðherra fer nær aldrei gegn niðurstöðum nefndarinnar. Það gerðist þó fyrr á þessu ári þegar dómsmálaráðherra skipaði dómara við Landsrétt. „Þessi nefnd á að raða mönnum upp í hæfnisröð og ráðherra er óheimilt að skipa þann sem nefndin setur í efsta sæti, nema þá að fara með málið fyrir Alþingi. Og þetta þýðir í raun og veru það að ráðherra er mjög þröngur stakkur skorinn, og tekur ekki einhvern pólitískan slag um þetta nema eitthvað meira en lítið sé að,“ segir Jón Steinar. Formaður dómnefndarinnar er tilnefndur af Hæstarétti. Jón Steinar segir að veitingarvaldið sé í reynd hjá dómurunum sjálfum. Það hafi gerst að hæfustu umsækjendurnir um dómaraembætti hafi ekki fengið framgang því þeir hafi ekki verið nægilega tengdir núverandi dómurum Hæstaréttar. Hann nefnir Davíð Þór Björgvinsson fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu sem dæmi en Davíð sótti um dómaraembætti við Hæstarétt árið 2015.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.vísir/ernir„Þá var Karl Axelsson einn svona úr vinahópnum þarna, hann var bara settur í efsta sætið, þótt allir sæju að það væri ranglát niðurröðun. Karl er mjög fínum hæfileikum gæddur, ég er ekkert að gera lítið úr því, en hinn maðurinn stóð honum greinilega framar,“ segir Jón Steinar. „Þetta er bara dæmi um það hvernig þetta virkar, rétturinn virðist helst vilja ráða því hverjir koma inn og þá eru valdir einhverjir vinir, gamlir skólabræður og kunningjar.“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að ekki standi til að breyta aðferð við skipun dómara. „Það er nú ekki forgangsatriði að endurskoða þessa skipunarhætti dómara, enda er, eins og menn þekkja, ráðherra heimilt að víkja frá tillögum nefndarinnar. En það liggur hins vegar alveg fyrir að það þarf mögulega að endurskoða eitthvað verklag hæfnisnefndarinnar sem vinnur lögum samkvæmt.“Ítarlegt viðtal Þorbjarnar Þórðarsonar við Jón Steinar Gunnlaugsson má horfa á í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, segir að núverandi aðferð við skipun dómara sé stórgölluð, enda sé veitingarvaldið í reynd hjá dómurunum sjálfum. Dómsmálaráðherra ætlar að breyta reglum um störf nefndar sem fjallar um hæfni dómara. Jón Steinar Gunnlaugsson fjallar um það sem hann telur aflaga hafa farið í starfsemi Hæstaréttar Íslands í nýrri bók sinni Með lognið í fangið. Jón Steinar var dómari við réttinn í átta ár og lét af embætti árið 2012. Bókin fjallar þó ekki eingöngu um Hæstarétt. Meðal þess sem Jón Steinar gagnrýnir er aðferðafræði við skipun dómara hér á landi.Jón Steinar Gunnlaugsson segir að núverandi aðferð við skipun dómara sé stórgölluð.Skjáskot/Stöð 2Sérstök dómnefnd metur hæfni umsækjenda um dómaraembætti við héraðsdómstólana, Landsrétt og Hæstarétt Íslands samkvæmt lögum um dómstóla. Ef dómsmálaráðherra vill ekki una niðurstöðu nefndarinnar þarf hann að bera ákvörðun sína undir Alþingi. Dæmin sýna að dómsmálaráðherra fer nær aldrei gegn niðurstöðum nefndarinnar. Það gerðist þó fyrr á þessu ári þegar dómsmálaráðherra skipaði dómara við Landsrétt. „Þessi nefnd á að raða mönnum upp í hæfnisröð og ráðherra er óheimilt að skipa þann sem nefndin setur í efsta sæti, nema þá að fara með málið fyrir Alþingi. Og þetta þýðir í raun og veru það að ráðherra er mjög þröngur stakkur skorinn, og tekur ekki einhvern pólitískan slag um þetta nema eitthvað meira en lítið sé að,“ segir Jón Steinar. Formaður dómnefndarinnar er tilnefndur af Hæstarétti. Jón Steinar segir að veitingarvaldið sé í reynd hjá dómurunum sjálfum. Það hafi gerst að hæfustu umsækjendurnir um dómaraembætti hafi ekki fengið framgang því þeir hafi ekki verið nægilega tengdir núverandi dómurum Hæstaréttar. Hann nefnir Davíð Þór Björgvinsson fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu sem dæmi en Davíð sótti um dómaraembætti við Hæstarétt árið 2015.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.vísir/ernir„Þá var Karl Axelsson einn svona úr vinahópnum þarna, hann var bara settur í efsta sætið, þótt allir sæju að það væri ranglát niðurröðun. Karl er mjög fínum hæfileikum gæddur, ég er ekkert að gera lítið úr því, en hinn maðurinn stóð honum greinilega framar,“ segir Jón Steinar. „Þetta er bara dæmi um það hvernig þetta virkar, rétturinn virðist helst vilja ráða því hverjir koma inn og þá eru valdir einhverjir vinir, gamlir skólabræður og kunningjar.“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að ekki standi til að breyta aðferð við skipun dómara. „Það er nú ekki forgangsatriði að endurskoða þessa skipunarhætti dómara, enda er, eins og menn þekkja, ráðherra heimilt að víkja frá tillögum nefndarinnar. En það liggur hins vegar alveg fyrir að það þarf mögulega að endurskoða eitthvað verklag hæfnisnefndarinnar sem vinnur lögum samkvæmt.“Ítarlegt viðtal Þorbjarnar Þórðarsonar við Jón Steinar Gunnlaugsson má horfa á í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira