Annar mannanna tveggja sem voru stungnir á Austurvelli í Reykjavík snemma á sunnudagsmorgun er enn þungt haldinn. Þetta segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi.
Hinn maðurinn sem fyrir árásinni hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.
Þeir sem urðu fyrir árásinni eru á þrítugsaldri og frá Albaníu en sá sem á að hafa beitt eggvopninu er Íslendingur í þrítugsaldri. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði hann í gæsluvarðhald til 15. desember næstkomandi á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Lögreglan er búinn að yfirheyra manninn sem grunaður er um árásina en erfiðlega gekk í fyrsta að ná af manninum skýrslu vegna vímuástands.
Maðurinn flúði af vettvangi eftir árásina en lögreglan fékk greinargóða lýsingu á honum frá vitnum og var hann handtekinn nokkru síðar í Garðabæ.
Enn þungt haldinn eftir stunguárás á Austurvelli

Tengdar fréttir

Einn alvarlega særður eftir stunguárás á Austurvelli
Maður hefur verið handtekinn fyrir að stinga tvo menn á Austurvelli snemma í morgun. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn í Garðabæ skömmu síðar.

Lögreglan styðst við myndbandsupptökur af Austurvelli í morgun
Tvísýnt með albanskan karlmann sem særðist í hnífstunguárás í morgun

Úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald
Maðurinn, sem er íslenskur og á þrítugsaldri, er grunaður um að um að hafa stungið tvo menn með hnífi á Austurvelli í nótt.

Í lífshættu eftir hnífsstungu á Austurvelli
Hinir særðu eru frá Albaníu.