Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2017 12:00 Birgitta Jónsdóttir segist skammast sín fyrir að hafa ekki staðið betur með Steinunni Valdísi á sínum tíma. Vísir/Laufey Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, segist reglulega hafa fengið yfir sig morðhótanir og verið talin réttdræp. Á hana hafi verið ráðist þegar hún fór út að kaupa í matinn. Yngri sonur hennar hafi orðið vitni að því. Píratinn greinir frá þessu á Facebook í dag í framhaldi af frásögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar, í Silfrinu í gær. Þar tjáði Steinunn sig meðal annars um mótmæli fyrir utan heimili hennar vorið 2010. Krafðist fólkið afsagnar hennar vegna styrkja sem hún þáði á árunum 2006-2007.Steinunn Valdís í ræðustól Alþingis. Hún var sextán ár í stjórnmálum.vísir/gvaSkammast sín Steinunn hélt því fram á sínum tíma að Birgitta hefði hvatt til mótmæla við heimili sitt vegna styrkjamálsins. Birgitta þvertók fyrir það á sínum tíma og gerir enn. „Ég vil halda því til haga að ég hef ALLTAF verið því mótfallinn að fólk mótmæli fyrir utan heimili fólks. Ég lét þá sem stóðu fyrir því heyra það á sínum tíma. Það er ekkert sem réttlætir slíka aðför að friðhelgi fólks alveg sama hvar í flokki það stendur. Á Íslandi er aðgengi að stjórnmálafólki með því besta sem gerist í heiminum vegna hefða og fámennis.“ Hún segist skammast sín fyrir að hafa ekki gert meira til að standa með Steinunni Valdísi á sínum tíma, og biður hana afsökunar. „Ég hef sjálf lent í því að ég hef fengið yfir mig morðhótanir reglulega og talin réttdræp. Á mig var t.d. ráðist í matvöruverslun á þann veg á eldri kona klessti á mig hressilega og viljandi með innkaupakerru sinni og hrópaði að mér níð í viðurvist yngri sonar míns, en það er í engu sambærilegt við það sem Steinunn Valdís varð fyrir og er sú aðför að henni smánarblettur á stjórnmálasögu okkar.“Egill Einarsson í líkamsræktarsalnum.Vísir/GVAKölluð portkona Steinunn Valdís varð einnig fyrir aðkasti á vefsíðu Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, þar sem skrifað var um Steinunni á eftirfarandi hátt: „Steinunn Valdís Óskarsdóttir, alþingismaður. Steinunn er portkonan sem vildi breyta orðinu ráðherra í ráðfrú fyrir konur. Steinunn þarf lim og það strax. Á hana Steinunni Valdísi dugar ekkert annað en lágmark tveir harðir og munu Buka og Yao taka þetta verkefni að sér.“”gefa þessum leiðinda rauðsokkum einn granítharðan“ ”þessar dömur eru flestallar ógeðslegar auk þess að vera geðsjúklingar“ um feminista ”Steinunn (Valdís) er portkona“.. ”á hana dugar ekkert minna en lágmark tveir harðir“ um Steinunni Valdísi Óskarsdóttur.“ Egill sagðist í viðtali við Vísi árið 2010, þegar hávær gagnrýni var vegna samstarfs hans og Já um ritun símaskrárinnar, hafa tekið færsluna út daginn eftir. Um gróan einkahúmor hafi verið að ræða og hann beðist afsökunar. „Það mál var afgreitt þá og skil ekki tilganginn að vera að rifja þetta upp núna. Mér er líka gróflega misboðið að þessar konur skuli segja að ég hafi verið að hvetja til nauðgana. Að þær skuli lesa það út úr þessum vitleysisgangi er út hött og í raun ekki svaravert.” Auk þessa hefur Steinunn greint frá því að Ásgeir Davíðsson, betur þekktur sem Geiri á Goldfinger, hafi hvatt til þess að „karlar tækju sig saman og nauðguðu mér“. Þannig komst Steinunn Valdís að orði þegar hún sagði sögu sína í Facebook-hópi stjórnmálakvenna á dögunum. Steinunn barðist gegn súlustöðum á árum sínum í stjórnmálum.Vill skoðun innan flokksins Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist á Facebook ætla að skoða það hvernig forysta flokksins hefði getað brugðist við á sínum tíma þegar setið var um heimili Steinunnar Valdísar. Mótmælin stóðu yfir í tvær til þrjár vikur að sögn Steinunnar og voru nafntogaðir menn meðal mótmælenda. „Forstjóri Matís, Sveinn Margeirsson og bræður hans Hlaupagarpar voru fyrir framan gluggana hjá mér í þrjár vikur. Þar var einnig Björn Þorri Viktorsson lögmaður kvöld eftir kvöld vel klæddur í kraftgalla með marga af sínum skjólstæðingum. Til viðbótar voru margir skjólstæðingar Útvarps Sögu o.fl.,“ sagði Steinunn í viðtali við Morgunblaðið á sínum tíma.Sveinn baðst síðar afsökunar á því að hafa tekið þátt í mótmælunum. Hann sagðist skammast sín fyrir það. „Ég hef beðið hana afsökunar. Mér finnst leiðinlegt ef fólk heldur eitthvað ranglega um mig en ég ætla ekki að vera í einhverri pólitík með það.“Steinunn Valdís ræddi um afsögn sína úr stjórnmálum og mótmælin 2010 í viðtali í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2. Tengdar fréttir Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00 Gillz: „Ég elska konur og hef alltaf gert - mamma mín er kona!“ „Daginn eftir tók ég færsluna út og baðst afsökunar enda grófur einkahúmor þarna á ferð. Það mál var afgreitt þá og skil ekki tilganginn að vera að rifja þetta upp núna. Mér er líka gróflega misboðið að þessar konur skuli segja að ég hafi verið að hvetja til nauðgana. Að þær skuli lesa það út úr þessum vitleysisgangi er út hött og í raun ekki svaravert,“ segir Egill Einarsson, oft kallaður Gillzenegger. 25. október 2010 13:00 Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Innlent Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Erlent Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Innlent Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Innlent Fleiri fréttir Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, segist reglulega hafa fengið yfir sig morðhótanir og verið talin réttdræp. Á hana hafi verið ráðist þegar hún fór út að kaupa í matinn. Yngri sonur hennar hafi orðið vitni að því. Píratinn greinir frá þessu á Facebook í dag í framhaldi af frásögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar, í Silfrinu í gær. Þar tjáði Steinunn sig meðal annars um mótmæli fyrir utan heimili hennar vorið 2010. Krafðist fólkið afsagnar hennar vegna styrkja sem hún þáði á árunum 2006-2007.Steinunn Valdís í ræðustól Alþingis. Hún var sextán ár í stjórnmálum.vísir/gvaSkammast sín Steinunn hélt því fram á sínum tíma að Birgitta hefði hvatt til mótmæla við heimili sitt vegna styrkjamálsins. Birgitta þvertók fyrir það á sínum tíma og gerir enn. „Ég vil halda því til haga að ég hef ALLTAF verið því mótfallinn að fólk mótmæli fyrir utan heimili fólks. Ég lét þá sem stóðu fyrir því heyra það á sínum tíma. Það er ekkert sem réttlætir slíka aðför að friðhelgi fólks alveg sama hvar í flokki það stendur. Á Íslandi er aðgengi að stjórnmálafólki með því besta sem gerist í heiminum vegna hefða og fámennis.“ Hún segist skammast sín fyrir að hafa ekki gert meira til að standa með Steinunni Valdísi á sínum tíma, og biður hana afsökunar. „Ég hef sjálf lent í því að ég hef fengið yfir mig morðhótanir reglulega og talin réttdræp. Á mig var t.d. ráðist í matvöruverslun á þann veg á eldri kona klessti á mig hressilega og viljandi með innkaupakerru sinni og hrópaði að mér níð í viðurvist yngri sonar míns, en það er í engu sambærilegt við það sem Steinunn Valdís varð fyrir og er sú aðför að henni smánarblettur á stjórnmálasögu okkar.“Egill Einarsson í líkamsræktarsalnum.Vísir/GVAKölluð portkona Steinunn Valdís varð einnig fyrir aðkasti á vefsíðu Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, þar sem skrifað var um Steinunni á eftirfarandi hátt: „Steinunn Valdís Óskarsdóttir, alþingismaður. Steinunn er portkonan sem vildi breyta orðinu ráðherra í ráðfrú fyrir konur. Steinunn þarf lim og það strax. Á hana Steinunni Valdísi dugar ekkert annað en lágmark tveir harðir og munu Buka og Yao taka þetta verkefni að sér.“”gefa þessum leiðinda rauðsokkum einn granítharðan“ ”þessar dömur eru flestallar ógeðslegar auk þess að vera geðsjúklingar“ um feminista ”Steinunn (Valdís) er portkona“.. ”á hana dugar ekkert minna en lágmark tveir harðir“ um Steinunni Valdísi Óskarsdóttur.“ Egill sagðist í viðtali við Vísi árið 2010, þegar hávær gagnrýni var vegna samstarfs hans og Já um ritun símaskrárinnar, hafa tekið færsluna út daginn eftir. Um gróan einkahúmor hafi verið að ræða og hann beðist afsökunar. „Það mál var afgreitt þá og skil ekki tilganginn að vera að rifja þetta upp núna. Mér er líka gróflega misboðið að þessar konur skuli segja að ég hafi verið að hvetja til nauðgana. Að þær skuli lesa það út úr þessum vitleysisgangi er út hött og í raun ekki svaravert.” Auk þessa hefur Steinunn greint frá því að Ásgeir Davíðsson, betur þekktur sem Geiri á Goldfinger, hafi hvatt til þess að „karlar tækju sig saman og nauðguðu mér“. Þannig komst Steinunn Valdís að orði þegar hún sagði sögu sína í Facebook-hópi stjórnmálakvenna á dögunum. Steinunn barðist gegn súlustöðum á árum sínum í stjórnmálum.Vill skoðun innan flokksins Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist á Facebook ætla að skoða það hvernig forysta flokksins hefði getað brugðist við á sínum tíma þegar setið var um heimili Steinunnar Valdísar. Mótmælin stóðu yfir í tvær til þrjár vikur að sögn Steinunnar og voru nafntogaðir menn meðal mótmælenda. „Forstjóri Matís, Sveinn Margeirsson og bræður hans Hlaupagarpar voru fyrir framan gluggana hjá mér í þrjár vikur. Þar var einnig Björn Þorri Viktorsson lögmaður kvöld eftir kvöld vel klæddur í kraftgalla með marga af sínum skjólstæðingum. Til viðbótar voru margir skjólstæðingar Útvarps Sögu o.fl.,“ sagði Steinunn í viðtali við Morgunblaðið á sínum tíma.Sveinn baðst síðar afsökunar á því að hafa tekið þátt í mótmælunum. Hann sagðist skammast sín fyrir það. „Ég hef beðið hana afsökunar. Mér finnst leiðinlegt ef fólk heldur eitthvað ranglega um mig en ég ætla ekki að vera í einhverri pólitík með það.“Steinunn Valdís ræddi um afsögn sína úr stjórnmálum og mótmælin 2010 í viðtali í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2.
Tengdar fréttir Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00 Gillz: „Ég elska konur og hef alltaf gert - mamma mín er kona!“ „Daginn eftir tók ég færsluna út og baðst afsökunar enda grófur einkahúmor þarna á ferð. Það mál var afgreitt þá og skil ekki tilganginn að vera að rifja þetta upp núna. Mér er líka gróflega misboðið að þessar konur skuli segja að ég hafi verið að hvetja til nauðgana. Að þær skuli lesa það út úr þessum vitleysisgangi er út hött og í raun ekki svaravert,“ segir Egill Einarsson, oft kallaður Gillzenegger. 25. október 2010 13:00 Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Innlent Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Erlent Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Innlent Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Innlent Fleiri fréttir Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Sjá meira
Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00
Gillz: „Ég elska konur og hef alltaf gert - mamma mín er kona!“ „Daginn eftir tók ég færsluna út og baðst afsökunar enda grófur einkahúmor þarna á ferð. Það mál var afgreitt þá og skil ekki tilganginn að vera að rifja þetta upp núna. Mér er líka gróflega misboðið að þessar konur skuli segja að ég hafi verið að hvetja til nauðgana. Að þær skuli lesa það út úr þessum vitleysisgangi er út hött og í raun ekki svaravert,“ segir Egill Einarsson, oft kallaður Gillzenegger. 25. október 2010 13:00