Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2017 10:45 Svona sjá arkitektar fyrir sér að svæðið við áburðarverksmiðjuna muni líta út MYND/ARKITEKTASTOFAN JVANTSPIJKER + FELIXX Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. Verðlaunatillaga í hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Gufunessvæðisins gerir ráð fyrir að svæðið verði einskonar „fríríki frumkvöðla.“ RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasar Kormáks, og Kukl ehf. hafa nú þegar komið sér fyrir á svæðinu. Athygli vakti á síðasta ári þegar samið var við RVK Studios um kaup fyrirtækisins á fjórum fasteignum á svæðinu en markmið fyrirtækisins er að byggja upp svokallað svokallað menningar- og/eða kvikmyndaþorp.Í umsókn Sonik um lóð á svæðinu var óskað eftir 3-4 þúsund fermetra þar sem reisa mætti 1.500-1.800 fermetra hús. Sonik er tækjaleiga sem leigir meðal annars út hljóð- og ljósabúnað í fjölmörgum verkefnum. Segir að starfsemi fyrirtækisins fari vaxandi og því sé viðbúið að fyrirtækið þurfi stærra húsnæði undir starfsemi sína.Rauði hringurinn merkir svæðið þar sem fyrirtækin tvo hafa fengið vilyrði fyrir lóðaúthlutun.Exton er fyrirtæki sem sérhæfir sig í leigja búnað sem tengist meðal annars kvikmyndaverkefnum og ráðgjöf því tengdu. Í umsókn fyrirtækisins til Reykjavíkurborgar segir að fyrirtækið sé í örum vexti og hafi sprengt af sér núverandi húsnæði. Óskar fyrirtækið eftir að fá vilyrði fyrir lóð sem rúmi byggingu sem er 2.500 fermetrar að grunnfleti. Í greinargerð skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar segir að starfsemi fyrirtækjanna falli vel að þróun kvikmyndaþorps í Gufunesi þar sem fyrir séu kjölfestufyrirtækin RVK Studios og Kukl.Borgarráð samþykkti vilyrði fyrir lóðaúthlutun til beggja fyrirtækja. Gilda vilyrðin í tvö ár eftir að deiliskipulag hefur tekið gildi en unnið er að gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Á þessum tíma geta fyrirtækin óskað eftir úthlutun lóðarinnar, ella falli það niður. Verð byggingarréttarins verður ákveðið með mati tveggja löggiltra fasteignasala þegar úthlutun lóðarinnar fer fram. Stefnt að er töluverðri uppbyggingu á svæðinu en starfshópur á vegum borgarinnar skoðar nú til dæmis möguleikann á ylströndum við Gufunes og Skarfaklett. Tengdar fréttir Gufunes verði „fríríki frumkvöðla“ samkvæmt verðlaunatillögu Úrslit í hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðis liggja fyrir. 8. desember 2016 14:01 Starfshópur kannar möguleikann á ylströndum við Gufunes og Skarfaklett Borgarráð samþykkti í morgun tillögu borgarstjóra um að stofnaður verði starfshópur til að kanna möguleikann á að nýta heitt umframvatn til að búa til ylstrandir við Gufunes og Skarfaklett. 19. október 2017 17:15 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. Verðlaunatillaga í hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Gufunessvæðisins gerir ráð fyrir að svæðið verði einskonar „fríríki frumkvöðla.“ RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasar Kormáks, og Kukl ehf. hafa nú þegar komið sér fyrir á svæðinu. Athygli vakti á síðasta ári þegar samið var við RVK Studios um kaup fyrirtækisins á fjórum fasteignum á svæðinu en markmið fyrirtækisins er að byggja upp svokallað svokallað menningar- og/eða kvikmyndaþorp.Í umsókn Sonik um lóð á svæðinu var óskað eftir 3-4 þúsund fermetra þar sem reisa mætti 1.500-1.800 fermetra hús. Sonik er tækjaleiga sem leigir meðal annars út hljóð- og ljósabúnað í fjölmörgum verkefnum. Segir að starfsemi fyrirtækisins fari vaxandi og því sé viðbúið að fyrirtækið þurfi stærra húsnæði undir starfsemi sína.Rauði hringurinn merkir svæðið þar sem fyrirtækin tvo hafa fengið vilyrði fyrir lóðaúthlutun.Exton er fyrirtæki sem sérhæfir sig í leigja búnað sem tengist meðal annars kvikmyndaverkefnum og ráðgjöf því tengdu. Í umsókn fyrirtækisins til Reykjavíkurborgar segir að fyrirtækið sé í örum vexti og hafi sprengt af sér núverandi húsnæði. Óskar fyrirtækið eftir að fá vilyrði fyrir lóð sem rúmi byggingu sem er 2.500 fermetrar að grunnfleti. Í greinargerð skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar segir að starfsemi fyrirtækjanna falli vel að þróun kvikmyndaþorps í Gufunesi þar sem fyrir séu kjölfestufyrirtækin RVK Studios og Kukl.Borgarráð samþykkti vilyrði fyrir lóðaúthlutun til beggja fyrirtækja. Gilda vilyrðin í tvö ár eftir að deiliskipulag hefur tekið gildi en unnið er að gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Á þessum tíma geta fyrirtækin óskað eftir úthlutun lóðarinnar, ella falli það niður. Verð byggingarréttarins verður ákveðið með mati tveggja löggiltra fasteignasala þegar úthlutun lóðarinnar fer fram. Stefnt að er töluverðri uppbyggingu á svæðinu en starfshópur á vegum borgarinnar skoðar nú til dæmis möguleikann á ylströndum við Gufunes og Skarfaklett.
Tengdar fréttir Gufunes verði „fríríki frumkvöðla“ samkvæmt verðlaunatillögu Úrslit í hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðis liggja fyrir. 8. desember 2016 14:01 Starfshópur kannar möguleikann á ylströndum við Gufunes og Skarfaklett Borgarráð samþykkti í morgun tillögu borgarstjóra um að stofnaður verði starfshópur til að kanna möguleikann á að nýta heitt umframvatn til að búa til ylstrandir við Gufunes og Skarfaklett. 19. október 2017 17:15 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Gufunes verði „fríríki frumkvöðla“ samkvæmt verðlaunatillögu Úrslit í hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðis liggja fyrir. 8. desember 2016 14:01
Starfshópur kannar möguleikann á ylströndum við Gufunes og Skarfaklett Borgarráð samþykkti í morgun tillögu borgarstjóra um að stofnaður verði starfshópur til að kanna möguleikann á að nýta heitt umframvatn til að búa til ylstrandir við Gufunes og Skarfaklett. 19. október 2017 17:15
Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00