VR og Jón Þór Ólafsson stefna kjararáði Daníel Freyr Birkisson skrifar 4. desember 2017 10:12 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Stefán Stéttarfélag VR, ásamt Jóni Þór Ólafssyni, alþingismanni Pírata, hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna ákvörðunar kjararáðs um hækkun á launum alþingismanna og ráðherra á síðasta ári. Þetta kemur fram á vefsíðu VR. VR telur að nóg sé komið af aðgerðarleysi stjórnvalda, eins og það er orðað, og hefur því ákveðið að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Launahækkun þingmanna og ráðherra nemur um 36 til 44 prósent. Stéttarfélagið telur að hækkunin sé ekki í takti við almennar hækkanir á vinnumarkaði og er þess krafist að ákvörðunin verði ógild með dómi. Í tilkynningunni segir: „Þegar fréttir bárust af ákvörðun kjararáðs var hún strax fordæmd um allt þjóðfélagið, jafnvel þannig að sjálfur forseti Íslands neitaði að taka við hækkuninni. Þjóðin vænti þess að stjórnvöld myndu strax láta afturkalla ákvörðunina með öllum tiltækum ráðum og lagasetningu ef á þyrfti að halda.“ „VR telur að kjararáð hafi ekki farið að lögum við ákvörðun sína enda standi það skýrum stöfum í 2. mgr. 8. gr. laga nr. 47/2006 um kjararáð að ráðið skuli við ákvarðanatöku „ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði.“ Í ákvörðun kjararáðs er hvergi minnst á hver þróun kjaramála á vinnumarkaði hafi verið þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli um það. Rökstuðningur kjararáðs getur því ekki talist annað en geðþóttaákvörðun um laun æðstu handhafa löggjafar- og framkvæmdavalds á Íslandi.“ Vísir greindi frá því í október á þessu ári að Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, vildi kæra kjararáð fyrir hækkun á launum þingmanna og ráðherra. „Það er góð regla að ráðamenn fái aðeins kjarabætur ef landsmenn hafa fengið þær fyrst.“Tilkynninguna má lesa í heild á síðu VR. Tengdar fréttir Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29 Jón Þór Ólafsson vill kæra kjararáð Hækkaði laun ráðamanna tvöfalt meira en 70 prósent launafólks hafa mátt sætta sig við. 24. október 2017 15:41 Kæran á kjararáð er tilbúin 24. október 2017 15:35 Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Stéttarfélag VR, ásamt Jóni Þór Ólafssyni, alþingismanni Pírata, hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna ákvörðunar kjararáðs um hækkun á launum alþingismanna og ráðherra á síðasta ári. Þetta kemur fram á vefsíðu VR. VR telur að nóg sé komið af aðgerðarleysi stjórnvalda, eins og það er orðað, og hefur því ákveðið að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Launahækkun þingmanna og ráðherra nemur um 36 til 44 prósent. Stéttarfélagið telur að hækkunin sé ekki í takti við almennar hækkanir á vinnumarkaði og er þess krafist að ákvörðunin verði ógild með dómi. Í tilkynningunni segir: „Þegar fréttir bárust af ákvörðun kjararáðs var hún strax fordæmd um allt þjóðfélagið, jafnvel þannig að sjálfur forseti Íslands neitaði að taka við hækkuninni. Þjóðin vænti þess að stjórnvöld myndu strax láta afturkalla ákvörðunina með öllum tiltækum ráðum og lagasetningu ef á þyrfti að halda.“ „VR telur að kjararáð hafi ekki farið að lögum við ákvörðun sína enda standi það skýrum stöfum í 2. mgr. 8. gr. laga nr. 47/2006 um kjararáð að ráðið skuli við ákvarðanatöku „ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði.“ Í ákvörðun kjararáðs er hvergi minnst á hver þróun kjaramála á vinnumarkaði hafi verið þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli um það. Rökstuðningur kjararáðs getur því ekki talist annað en geðþóttaákvörðun um laun æðstu handhafa löggjafar- og framkvæmdavalds á Íslandi.“ Vísir greindi frá því í október á þessu ári að Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, vildi kæra kjararáð fyrir hækkun á launum þingmanna og ráðherra. „Það er góð regla að ráðamenn fái aðeins kjarabætur ef landsmenn hafa fengið þær fyrst.“Tilkynninguna má lesa í heild á síðu VR.
Tengdar fréttir Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29 Jón Þór Ólafsson vill kæra kjararáð Hækkaði laun ráðamanna tvöfalt meira en 70 prósent launafólks hafa mátt sætta sig við. 24. október 2017 15:41 Kæran á kjararáð er tilbúin 24. október 2017 15:35 Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29
Jón Þór Ólafsson vill kæra kjararáð Hækkaði laun ráðamanna tvöfalt meira en 70 prósent launafólks hafa mátt sætta sig við. 24. október 2017 15:41
Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38