Stóri Sam fær íþróttasálfræðing til að hjálpa Gylfa Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. desember 2017 07:30 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Everton, telur að Gylfi Þór Sigurðsson hafi átt erfitt með að ráða við pressuna sem fylgir því að spila fyrir Everton og ætlar að fá íþróttasálfræðing til að hjálpa íslenska landsliðsmanninum að komast í gegnum sína erfiðleika sem og aðra leikmenn liðsins. Þetta kemur fram í frétt á vef The Guardian þar sem Allardyce tjáir sig um málin en Gylfi varð dýrasti leikmaður Everton í sumar þegar að félagið keypti hann frá Swansea fyrir 45 milljónir punda. Hann skoraði aðeins sitt þriðja mark fyrir Everton um helgina þegar að Stóri Sam hóf ferilinn á Goodison Park með sigri en Gylfi fór á kostum með Swansea áður en hann var keyptur yfir. Allardyce telur að Gylfi hafi lent á smá vegg þegar að hann var gerður að dýrasta leikmanni félagsins en hlutirnir gengu heldur ekki alveg upp hjá Gylfa þegar að hann var keyptur til Tottenham á sínum tíma. „Everton er stórt félag. Ég er ekki að gera lítið úr Swansea en nú er hann að spila á stærra sviði þannig menn verða að vera sterkari andlega og skila sínu inn á vellinum. Það eru gerðar meiri kröfur á leikmenn Everton,“ segir Allardyce. „Gylfi kom svo seint út af þessari sögu um hvort að Swansea myndi láta hann fara eða ekki. Hann var ekkert að æfa með aðalliðinu á þessum tíma þannig hann var eftir á í undirbúningi.“ Allardyce hefur alltaf verið duglegur að nýta sér sérþekkingu annarra til að hjálpa sér að ná árangri og nú ætlar hann að leita til íþróttasálfræðings vegna slæmrar byrjunar Everton-liðsins. „Ég ætla að reyna að finna íþróttasálfræðing því ég held að það verði mjög mikilvægt fyrir liðið. Ef menn eru með hausinn í lagi þá geta þeir staðið sig inn á vellinum,“ segir Sam Allardyce. Enski boltinn Tengdar fréttir Stóri Sam ánægður með mark „Guðna“ Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrir Everton sem sigraði Huddersfield 2-0 í fyrsta leik Sam Allardyce með félagið. 2. desember 2017 20:00 Sjáðu mark Gylfa, ótrúleg tilþrif De Gea og mörkin fimm hjá Liverpool Það var stór dagur í ensku úrvalsdeildinni í gær. 3. desember 2017 10:30 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Everton, telur að Gylfi Þór Sigurðsson hafi átt erfitt með að ráða við pressuna sem fylgir því að spila fyrir Everton og ætlar að fá íþróttasálfræðing til að hjálpa íslenska landsliðsmanninum að komast í gegnum sína erfiðleika sem og aðra leikmenn liðsins. Þetta kemur fram í frétt á vef The Guardian þar sem Allardyce tjáir sig um málin en Gylfi varð dýrasti leikmaður Everton í sumar þegar að félagið keypti hann frá Swansea fyrir 45 milljónir punda. Hann skoraði aðeins sitt þriðja mark fyrir Everton um helgina þegar að Stóri Sam hóf ferilinn á Goodison Park með sigri en Gylfi fór á kostum með Swansea áður en hann var keyptur yfir. Allardyce telur að Gylfi hafi lent á smá vegg þegar að hann var gerður að dýrasta leikmanni félagsins en hlutirnir gengu heldur ekki alveg upp hjá Gylfa þegar að hann var keyptur til Tottenham á sínum tíma. „Everton er stórt félag. Ég er ekki að gera lítið úr Swansea en nú er hann að spila á stærra sviði þannig menn verða að vera sterkari andlega og skila sínu inn á vellinum. Það eru gerðar meiri kröfur á leikmenn Everton,“ segir Allardyce. „Gylfi kom svo seint út af þessari sögu um hvort að Swansea myndi láta hann fara eða ekki. Hann var ekkert að æfa með aðalliðinu á þessum tíma þannig hann var eftir á í undirbúningi.“ Allardyce hefur alltaf verið duglegur að nýta sér sérþekkingu annarra til að hjálpa sér að ná árangri og nú ætlar hann að leita til íþróttasálfræðings vegna slæmrar byrjunar Everton-liðsins. „Ég ætla að reyna að finna íþróttasálfræðing því ég held að það verði mjög mikilvægt fyrir liðið. Ef menn eru með hausinn í lagi þá geta þeir staðið sig inn á vellinum,“ segir Sam Allardyce.
Enski boltinn Tengdar fréttir Stóri Sam ánægður með mark „Guðna“ Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrir Everton sem sigraði Huddersfield 2-0 í fyrsta leik Sam Allardyce með félagið. 2. desember 2017 20:00 Sjáðu mark Gylfa, ótrúleg tilþrif De Gea og mörkin fimm hjá Liverpool Það var stór dagur í ensku úrvalsdeildinni í gær. 3. desember 2017 10:30 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Stóri Sam ánægður með mark „Guðna“ Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrir Everton sem sigraði Huddersfield 2-0 í fyrsta leik Sam Allardyce með félagið. 2. desember 2017 20:00
Sjáðu mark Gylfa, ótrúleg tilþrif De Gea og mörkin fimm hjá Liverpool Það var stór dagur í ensku úrvalsdeildinni í gær. 3. desember 2017 10:30