Úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2017 19:39 Átökin eru sögð hafa átt sér stað fyrir framan styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli um fimm leytið í morgun. Vísir/GVA Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Maðurinn, sem er íslenskur og á þrítugsaldri, er grunaður um að um að hafa stungið tvo menn með hnífi á Austurvelli í nótt. Brotaþolarnir, sem báðir eru frá Albaníu, voru báðir fluttir á bráðamóttöku Landspítalans, en annar þeirra er mjög alvarlega slasaður.Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.vísir/Anton BrinkÍ samtali við Vísi segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar, að líðan mannsins sé óbreytt. „Hann er áfram þungt haldinn og í lífshættu,“ segir Grímur. Hinn maðurinn, sem slasaðist minna, var með áverka meðal annars á fótum, baki og kvið. Ekki var farið fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum en tólf daga, að sögn Gríms. Þá náðist einnig að yfirheyra hinn grunaða í dag en áður kom fram að erfiðlega hafi gengið að ná af manninum skýrslu vegna vímuástands.„Núna höldum við bara áfram að yfirheyra vitni og safna gögnum,“ segir Grímur enn fremur um næstu skref rannsóknarinnar.Stuðst við myndbandsupptökur af Austurvelli við rannsókninaVitni gátu gefið greinargóðar lýsingar sem leiddu til handtöku hins grunaða í Garðabæ nokkru eftir árásina á Austurvelli. Hann var vistaður í fangageymslu. Grímur staðfesti einnig við fréttamann Stöðvar 2 í dag að stuðst sé við myndbandsupptökur af Austurvelli frá því í morgun við rannsókn málsins en lögreglan hefur beinan aðgang að myndavélum þar. Hann sagði að einnig væri unnið að því að fá myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum veitingastaða í nágrenninu. Þá sagði Grímur að tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi rannsakað vettvang í morgun. Tildrög eða ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé unnt að veita nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.Frétt Stöðvar 2 um árásina má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Einn alvarlega særður eftir stunguárás á Austurvelli Maður hefur verið handtekinn fyrir að stinga tvo menn á Austurvelli snemma í morgun. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn í Garðabæ skömmu síðar. 3. desember 2017 11:41 Lögreglan styðst við myndbandsupptökur af Austurvelli í morgun Tvísýnt með albanskan karlmann sem særðist í hnífstunguárás í morgun 3. desember 2017 19:30 Í lífshættu eftir hnífsstungu á Austurvelli Hinir særðu eru frá Albaníu. 3. desember 2017 15:18 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Maðurinn, sem er íslenskur og á þrítugsaldri, er grunaður um að um að hafa stungið tvo menn með hnífi á Austurvelli í nótt. Brotaþolarnir, sem báðir eru frá Albaníu, voru báðir fluttir á bráðamóttöku Landspítalans, en annar þeirra er mjög alvarlega slasaður.Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.vísir/Anton BrinkÍ samtali við Vísi segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar, að líðan mannsins sé óbreytt. „Hann er áfram þungt haldinn og í lífshættu,“ segir Grímur. Hinn maðurinn, sem slasaðist minna, var með áverka meðal annars á fótum, baki og kvið. Ekki var farið fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum en tólf daga, að sögn Gríms. Þá náðist einnig að yfirheyra hinn grunaða í dag en áður kom fram að erfiðlega hafi gengið að ná af manninum skýrslu vegna vímuástands.„Núna höldum við bara áfram að yfirheyra vitni og safna gögnum,“ segir Grímur enn fremur um næstu skref rannsóknarinnar.Stuðst við myndbandsupptökur af Austurvelli við rannsókninaVitni gátu gefið greinargóðar lýsingar sem leiddu til handtöku hins grunaða í Garðabæ nokkru eftir árásina á Austurvelli. Hann var vistaður í fangageymslu. Grímur staðfesti einnig við fréttamann Stöðvar 2 í dag að stuðst sé við myndbandsupptökur af Austurvelli frá því í morgun við rannsókn málsins en lögreglan hefur beinan aðgang að myndavélum þar. Hann sagði að einnig væri unnið að því að fá myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum veitingastaða í nágrenninu. Þá sagði Grímur að tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi rannsakað vettvang í morgun. Tildrög eða ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé unnt að veita nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.Frétt Stöðvar 2 um árásina má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Einn alvarlega særður eftir stunguárás á Austurvelli Maður hefur verið handtekinn fyrir að stinga tvo menn á Austurvelli snemma í morgun. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn í Garðabæ skömmu síðar. 3. desember 2017 11:41 Lögreglan styðst við myndbandsupptökur af Austurvelli í morgun Tvísýnt með albanskan karlmann sem særðist í hnífstunguárás í morgun 3. desember 2017 19:30 Í lífshættu eftir hnífsstungu á Austurvelli Hinir særðu eru frá Albaníu. 3. desember 2017 15:18 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Einn alvarlega særður eftir stunguárás á Austurvelli Maður hefur verið handtekinn fyrir að stinga tvo menn á Austurvelli snemma í morgun. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn í Garðabæ skömmu síðar. 3. desember 2017 11:41
Lögreglan styðst við myndbandsupptökur af Austurvelli í morgun Tvísýnt með albanskan karlmann sem særðist í hnífstunguárás í morgun 3. desember 2017 19:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent