Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. desember 2017 20:00 Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. Líkt og fréttastofa Stöðvar 2 hefur fjallað um að undanförnu hefur vandi heimilislausra í Reykjavík magnast á liðnum árum. Í júní taldi hópurinn 349 manns samanborið við 179 fyrir fimm árum. Samkvæmt úttekt velferðarsviðs borgarinnar búa í dag átján manns á tjaldstæðinu í Laugardal. Þá hafa þrír einstaklingar komið sér fyrir í tjöldum í Öskjuhlíð. Tjöldin eru ekki á tjaldsvæði og er því engin þjónusta til staðar. Fólkið hefur þó komið sér upp eigin þvotta- og salernisaðstöðu. Vildu þau ekki veita viðtal er fréttastofu bar að garði. Maður sem hefur gist í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í þrjá til fjóra mánuði segir lætin sem stundum eru í gistiskýlinu á Lindagötu ekki eiga við sig. „Það er gistiskýli á Lindagötu, en það er fyrir fólk sem er að drekka og er í eiturlyfjum. Aftur á móti fyrir þá sem eru alveg hreinir, þá er ekkert pláss," segir hann. Hann segir starfsmenn ráðhússins hafa gert nokkrar athugasemdir við búsetuna í bílakjallaranum en þeir hafa einnig fært honum ýmislegt. „Þeir koma með teppi handa manni og ég er búinn að fá hérna sæng og svo annað teppi hérna," segir hann.Hefur verið gerð athugasemd við að þú sért hér? „Já já, það er búið að gera nokkrar. Það er búið að keyra á mig tvisvar og keyra á dótið mitt þrisvar til fjórum sinnum," segir hann. Helgi Þorkell Eyjólfsson hefur búið á götunni í þrjú ár og leitar oft í gistiskýli borgarinnar við Lindargötu. Í gær brá Helgi sér frá eftir miðnætti en það er brot á húsreglum þar sem ró skal vera komin á klukkan tólf. Honum var því vísað frá en laumaði sér síðan inn með því að þykjast þurfa á klósettið. „Ég skreið þá upp í næsta rúm af því ég var bara gjörsamlega búinn á því. Það leið svona hálftími þangað til það var búið að hringja á lögregluna. Það mættu fimm lögreglumenn til þess að taka heimilislausan mann og setja hann út í frostið," segir Helgi. Helgi varði því nóttinni í ruslageymslu og tróð inn á sig dagblöðum til að halda á sér hita. „Ég meina ég er ekki að kenna öðrum um vandamálin mín en þetta er fáránlegt. Það voru fullt af rúmum laus," segir Helgi. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. Líkt og fréttastofa Stöðvar 2 hefur fjallað um að undanförnu hefur vandi heimilislausra í Reykjavík magnast á liðnum árum. Í júní taldi hópurinn 349 manns samanborið við 179 fyrir fimm árum. Samkvæmt úttekt velferðarsviðs borgarinnar búa í dag átján manns á tjaldstæðinu í Laugardal. Þá hafa þrír einstaklingar komið sér fyrir í tjöldum í Öskjuhlíð. Tjöldin eru ekki á tjaldsvæði og er því engin þjónusta til staðar. Fólkið hefur þó komið sér upp eigin þvotta- og salernisaðstöðu. Vildu þau ekki veita viðtal er fréttastofu bar að garði. Maður sem hefur gist í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í þrjá til fjóra mánuði segir lætin sem stundum eru í gistiskýlinu á Lindagötu ekki eiga við sig. „Það er gistiskýli á Lindagötu, en það er fyrir fólk sem er að drekka og er í eiturlyfjum. Aftur á móti fyrir þá sem eru alveg hreinir, þá er ekkert pláss," segir hann. Hann segir starfsmenn ráðhússins hafa gert nokkrar athugasemdir við búsetuna í bílakjallaranum en þeir hafa einnig fært honum ýmislegt. „Þeir koma með teppi handa manni og ég er búinn að fá hérna sæng og svo annað teppi hérna," segir hann.Hefur verið gerð athugasemd við að þú sért hér? „Já já, það er búið að gera nokkrar. Það er búið að keyra á mig tvisvar og keyra á dótið mitt þrisvar til fjórum sinnum," segir hann. Helgi Þorkell Eyjólfsson hefur búið á götunni í þrjú ár og leitar oft í gistiskýli borgarinnar við Lindargötu. Í gær brá Helgi sér frá eftir miðnætti en það er brot á húsreglum þar sem ró skal vera komin á klukkan tólf. Honum var því vísað frá en laumaði sér síðan inn með því að þykjast þurfa á klósettið. „Ég skreið þá upp í næsta rúm af því ég var bara gjörsamlega búinn á því. Það leið svona hálftími þangað til það var búið að hringja á lögregluna. Það mættu fimm lögreglumenn til þess að taka heimilislausan mann og setja hann út í frostið," segir Helgi. Helgi varði því nóttinni í ruslageymslu og tróð inn á sig dagblöðum til að halda á sér hita. „Ég meina ég er ekki að kenna öðrum um vandamálin mín en þetta er fáránlegt. Það voru fullt af rúmum laus," segir Helgi.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira