Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vandi heimilislausra í borginni virðist mun víðtækari en almennt er talið. Fólk býr í bílakjöllurum, ruslageymslum og tjöldum. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og ræðum við mann sem hefur búið sér heimili í bílakjallaranum undir ráðhúsi Reykjavíkurborgar við tjörnina.

Í fréttatímanum fjöllum við líka um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu en Svandís Svavarsdóttir ætlar að láta það verða sitt fyrsta verk í embætti að láta vinna úttekt á stöðu einkavæðingar í kerfinu á síðustu árum. Milli áranna 2007 og 2016 jukust útgjöld ríkisins til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja og sjálfstætt starfandi lækna um 40 prósent á sama tíma og útgjöld til ríkisrekna kerfisins stóðu nær í stað með hliðsjón af verðlagsbreytingum.

Við fjöllum líka um lokun Kostar í Kópavogi en Jón Gerald Sullenberger, eigandi verslunarinnar, telur að bandaríski verslunarrisinn Costco hafi nýtt sér viðskiptagögn í viðskiptum þeirra á milli til að átta sig á íslenska markaðnum áður en tekin var ákvörðun um opnun verslunar hér á landi.

Í fréttatímanum verður einnig umfjöllun um jarðhræringar undir Kötlu en sérfræðingar telja að síðata kötlugos hafi verið árið 2011, þegar brúin yfir Múlakvísl sópaðist burt, en ekki árið 1918, eins og hingað til hefur verið talið. Þá munum við skoða sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi en henni hefur verið slitið vegna áhugaleysis.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×