Innlent

Segjast út undan í flugvallamálum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Á Sauðárkróki.
Á Sauðárkróki. vísir/pjetur
Sveitarstjórn Skagafjarðar segist gera alvarlegar athugasemdir við að Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki sé ekki meðal áætlunarflugvalla í heildarendurskoðun um rekstur flugvalla.

Sveitarstjórnin segir að eftir langa baráttu fyrir reglubundnu áætlunarflugi til og frá Skagafirði hafi ríkið ákveðið að styrkja áætlunarflug til og frá Alexandersflugvelli frá og með deginum í dag, 1. desember.

„Það verður því að teljast afar sérstakt að á sama tíma og reglubundið áætlunarflug sé að hefjast til og frá Alexandersflugvelli sé völlurinn ekki tekinn með í heildarendurskoðun.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×