Hermenn íslensku þjóðarinnar Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. desember 2017 11:00 Steinar J. Lúðvíksson skráir alla þá sjómenn sem hafa farist. Hann hóf að skrifa um sjóslys fyrir mörgum árum fyrir tilviljun og ákvað að taka verkefnið föstum tökum. Visir/Vilhelm Steinar J. Lúðvíksson er höfundur ritraðarinnar Þrautgóðir á raunastund sem kom út í nítján bindum á árunum 1969–1988. Steinar hefur tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið og fjallar nú um síðasta fjórðung tuttugustu aldarinnar og níutíu sjóslys sem áttu sér stað á þeim tíma. Steinar fjallar meðal annars um það þegar Suðurlandið fórst langt úti í hafi 1986, Helliseyjarslysið 1984, strand Pelagusar árið 1982, hetjudáðina 1993 og frækilega björgun þyrluáhafnar TF LÍF sem bjargaði 39 mönnum úr sjávarháska á nokkrum dögum árið 1997. Steinar er blaðamaður að upplagi, hóf störf á Morgunblaðinu árið 1965 og starfaði seinna hjá útgáfufyrirtækinu Fróða sem ritstjóri. „Ég hef í mörg ár haft það í hjáverkum að skrifa um sjómenn og sjóslys. Þessi nýja bók er ekki eins og fyrri bækur, þar voru allir atburðir teknir fyrir en nú eru þeir allmargir. Þetta hefur verið gífurleg vinna í langan tíma og það var tilviljun að ég byrjaði á þessu. En verkefnið tók ég alvarlega, föstum tökum. Ég vildi gera mitt allra besta því það hefur oft verið sagt um sjómenn að þeir hafi verið hermenn íslensku þjóðarinnar. Íslenska þjóðin á þessum mönnum ótrúlega mikið að þakka. Ég hef reynt að vekja athygli á því hvað sjómennska er mikill hluti af íslenskri samtímasögu sem mér finnst þurfa að skrá.“ Steinar vinnur nú að endurútgáfu fyrri ára og hann er einnig með enn stærra verkefni í smíðum sem er virðingarvert. „Hugmyndin er að endurútgefa gömlu bækurnar og ég hef verið að vinna í því að laga og betrumbæta þær. Ég tók mér það líka fyrir hendur að finna nöfn allra þeirra sem hafa látist í sjóslysum á öldinni. Það eru ekki mikil frávik í því hjá mér. Ég hef skráð aldur þeirra og hvaðan þeir voru,“ segir Steinar frá. Heimildarvinnan er ítarleg. „Hún er byggð á skýrslum og heimildum. Ég hef líka rætt við marga aðila sem komu við sögu, ekki í öllum atburðum en frásagnirnar eru byggðar á traustum og góðum heimildum.“ En hvernig tóku þeir því sem hringt var í, þeir sem lifðu af. „Af mikilli yfirvegun og rósemi. Eins og sjómenn hafa alltaf gert.“Hefur margt breyst? „Á öldinni hefur nánast orðið bylting í slysavörnum og tækni í útgerð. Hér áður fyrr þótti það óhjákvæmilegt að það færu margir menn í sjóinn. Á annað hundrað menn fórust á einu ári hér áður fyrr. Það eru ótrúlegar tölur. Í dag er mannfallið miklu, miklu minna.“ Hér er gripið niður í frásögn af því þegar Ásrún GK 204 frá Hafnarfirði fórst árið 1984.Mynd við bókakaflaVélbáturinn Ásrún ferst Ásrún var 22 feta trefjaplastbátur af Flugfiskagerð og hugðust mennirnir fara á honum frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði. Lögðu þeir af stað snemma morguns 12. maí og gekk ferð þeirra framan af að óskum. Eftir sólarhrings siglingu eða klukkan 8 að morgni 13. maí tilkynnti báturinn sig til Tilkynningaskyldunnar og um svipað leyti hafði hann samband við Höfn í Hornafirði og bjóst við að vera þar um hádegisbil. Eftir það spurðist ekkert til Ásrúnar sem svaraði ekki þótt ítrekað væri reynt að ná sambandi. Þegar það dróst að báturinn kæmi til Hafnar var farið að spyrjast fyrir um hann og Slysavarnafélaginu var gert aðvart. Þyrla Landhelgisgæslunnar var stödd á Höfn og hélt hún til leitar og flugvél Flugmálastjórnar var einnig send á vettvang. Flaug hún yfir stórt svæði en þyrlan leitaði með landi frá Höfn og vestur að Ingólfshöfða. Sást hvergi neitt sem bent gæti til afdrifa Ásrúnar. Um klukkan fimm hófst leit á sjó. Guðbrandur Jóhannsson formaður björgunarsveitarinnar á Höfn hafði þá samband við bátaflotann þar og fóru sex bátar þegar út til leitar jafnframt því sem farið var að ganga fjörur. Um klukkan 19:30 tilkynnti vélbáturinn Sigurður Ólafsson frá Höfn að hann hefði fundið gúmmíbjörgunarbát Ásrúnar. Í honum hefði verið annar bátsverjinn en hinn væri týndur. Hélt Sigurður Ólafsson þegar til Hafnar en hinir bátarnir héldu leit áfram. Maðurinn sem bjargaðist, Agnar Daðason, skýrði svo frá að þegar báturinn var á siglingu hefði allt í einu verið sem eitthvað brysti í stefni hans. Var Agnar þá í káetunni sem fylltist samstundis af sjó. Taldi hann að báturinn hefði sokkið á 2–3 mínútum. Náðu Agnar og Eiríkur í gúmmíbátinn en fóru síðan í sjóinn. Báturinn var óútblásinn og var sama hvað mennirnir reyndu. Báturinn blés sig ekki upp en hafði flotmagn og héldu þeir sér dauðahaldi í hann. Töluverður kaldi var og öldugangur. Fór brátt að draga af mönnunum í köldum sjónum og eftir drykklanga stund missti Eiríkur tök sín og rak frá bátnum og hvarf Agnari sjónum. Enn leið drjúgur tími. Agnar var algjörlega að gefast upp og var búinn að sætta sig við að þetta yrðu endalokin. Allt í einu varð eins og sprenging í bátnum og hann blés sig upp. Neytti Agnar síðustu krafta sinna við að komast upp í bátinn. Var hann búinn að súpa sjó og algjörlega magnþrota. Reyndi hann að draga yfirbreiðsluna yfir bátinn en tókst það ekki. Greip hann til þess ráðs að skríða niður í álpoka sem var í bátnum og reyna þannig að hlýja sér. Agnar taldi að hann hefði verið í sjónum í hartnær klukkutíma áður en báturinn blés sig upp. Síðan tók við löng bið áður en Sigurður Ólafsson fann bátinn og bjargaði Agnari sem þá var aðframkominn af kulda og vosbúð en tók fljótt að jafna sig. Mikil leit var gerð að Eiríki en hún bar ekki árangur. Eiríkur Gíslason var 57 ára að aldri og átti heima í Reykjavík. Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Steinar J. Lúðvíksson er höfundur ritraðarinnar Þrautgóðir á raunastund sem kom út í nítján bindum á árunum 1969–1988. Steinar hefur tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið og fjallar nú um síðasta fjórðung tuttugustu aldarinnar og níutíu sjóslys sem áttu sér stað á þeim tíma. Steinar fjallar meðal annars um það þegar Suðurlandið fórst langt úti í hafi 1986, Helliseyjarslysið 1984, strand Pelagusar árið 1982, hetjudáðina 1993 og frækilega björgun þyrluáhafnar TF LÍF sem bjargaði 39 mönnum úr sjávarháska á nokkrum dögum árið 1997. Steinar er blaðamaður að upplagi, hóf störf á Morgunblaðinu árið 1965 og starfaði seinna hjá útgáfufyrirtækinu Fróða sem ritstjóri. „Ég hef í mörg ár haft það í hjáverkum að skrifa um sjómenn og sjóslys. Þessi nýja bók er ekki eins og fyrri bækur, þar voru allir atburðir teknir fyrir en nú eru þeir allmargir. Þetta hefur verið gífurleg vinna í langan tíma og það var tilviljun að ég byrjaði á þessu. En verkefnið tók ég alvarlega, föstum tökum. Ég vildi gera mitt allra besta því það hefur oft verið sagt um sjómenn að þeir hafi verið hermenn íslensku þjóðarinnar. Íslenska þjóðin á þessum mönnum ótrúlega mikið að þakka. Ég hef reynt að vekja athygli á því hvað sjómennska er mikill hluti af íslenskri samtímasögu sem mér finnst þurfa að skrá.“ Steinar vinnur nú að endurútgáfu fyrri ára og hann er einnig með enn stærra verkefni í smíðum sem er virðingarvert. „Hugmyndin er að endurútgefa gömlu bækurnar og ég hef verið að vinna í því að laga og betrumbæta þær. Ég tók mér það líka fyrir hendur að finna nöfn allra þeirra sem hafa látist í sjóslysum á öldinni. Það eru ekki mikil frávik í því hjá mér. Ég hef skráð aldur þeirra og hvaðan þeir voru,“ segir Steinar frá. Heimildarvinnan er ítarleg. „Hún er byggð á skýrslum og heimildum. Ég hef líka rætt við marga aðila sem komu við sögu, ekki í öllum atburðum en frásagnirnar eru byggðar á traustum og góðum heimildum.“ En hvernig tóku þeir því sem hringt var í, þeir sem lifðu af. „Af mikilli yfirvegun og rósemi. Eins og sjómenn hafa alltaf gert.“Hefur margt breyst? „Á öldinni hefur nánast orðið bylting í slysavörnum og tækni í útgerð. Hér áður fyrr þótti það óhjákvæmilegt að það færu margir menn í sjóinn. Á annað hundrað menn fórust á einu ári hér áður fyrr. Það eru ótrúlegar tölur. Í dag er mannfallið miklu, miklu minna.“ Hér er gripið niður í frásögn af því þegar Ásrún GK 204 frá Hafnarfirði fórst árið 1984.Mynd við bókakaflaVélbáturinn Ásrún ferst Ásrún var 22 feta trefjaplastbátur af Flugfiskagerð og hugðust mennirnir fara á honum frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði. Lögðu þeir af stað snemma morguns 12. maí og gekk ferð þeirra framan af að óskum. Eftir sólarhrings siglingu eða klukkan 8 að morgni 13. maí tilkynnti báturinn sig til Tilkynningaskyldunnar og um svipað leyti hafði hann samband við Höfn í Hornafirði og bjóst við að vera þar um hádegisbil. Eftir það spurðist ekkert til Ásrúnar sem svaraði ekki þótt ítrekað væri reynt að ná sambandi. Þegar það dróst að báturinn kæmi til Hafnar var farið að spyrjast fyrir um hann og Slysavarnafélaginu var gert aðvart. Þyrla Landhelgisgæslunnar var stödd á Höfn og hélt hún til leitar og flugvél Flugmálastjórnar var einnig send á vettvang. Flaug hún yfir stórt svæði en þyrlan leitaði með landi frá Höfn og vestur að Ingólfshöfða. Sást hvergi neitt sem bent gæti til afdrifa Ásrúnar. Um klukkan fimm hófst leit á sjó. Guðbrandur Jóhannsson formaður björgunarsveitarinnar á Höfn hafði þá samband við bátaflotann þar og fóru sex bátar þegar út til leitar jafnframt því sem farið var að ganga fjörur. Um klukkan 19:30 tilkynnti vélbáturinn Sigurður Ólafsson frá Höfn að hann hefði fundið gúmmíbjörgunarbát Ásrúnar. Í honum hefði verið annar bátsverjinn en hinn væri týndur. Hélt Sigurður Ólafsson þegar til Hafnar en hinir bátarnir héldu leit áfram. Maðurinn sem bjargaðist, Agnar Daðason, skýrði svo frá að þegar báturinn var á siglingu hefði allt í einu verið sem eitthvað brysti í stefni hans. Var Agnar þá í káetunni sem fylltist samstundis af sjó. Taldi hann að báturinn hefði sokkið á 2–3 mínútum. Náðu Agnar og Eiríkur í gúmmíbátinn en fóru síðan í sjóinn. Báturinn var óútblásinn og var sama hvað mennirnir reyndu. Báturinn blés sig ekki upp en hafði flotmagn og héldu þeir sér dauðahaldi í hann. Töluverður kaldi var og öldugangur. Fór brátt að draga af mönnunum í köldum sjónum og eftir drykklanga stund missti Eiríkur tök sín og rak frá bátnum og hvarf Agnari sjónum. Enn leið drjúgur tími. Agnar var algjörlega að gefast upp og var búinn að sætta sig við að þetta yrðu endalokin. Allt í einu varð eins og sprenging í bátnum og hann blés sig upp. Neytti Agnar síðustu krafta sinna við að komast upp í bátinn. Var hann búinn að súpa sjó og algjörlega magnþrota. Reyndi hann að draga yfirbreiðsluna yfir bátinn en tókst það ekki. Greip hann til þess ráðs að skríða niður í álpoka sem var í bátnum og reyna þannig að hlýja sér. Agnar taldi að hann hefði verið í sjónum í hartnær klukkutíma áður en báturinn blés sig upp. Síðan tók við löng bið áður en Sigurður Ólafsson fann bátinn og bjargaði Agnari sem þá var aðframkominn af kulda og vosbúð en tók fljótt að jafna sig. Mikil leit var gerð að Eiríki en hún bar ekki árangur. Eiríkur Gíslason var 57 ára að aldri og átti heima í Reykjavík.
Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira