Flynn sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2017 16:42 Flynn gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi. Vísir/AFP ABC-fréttastofan leiðrétti frétt sína sem Vísir byggði fréttina hér að neðan á. Heimildarmaður ABC sagði að Trump hefði sagt Flynn að hafa samskipti við Rússa eftir að hann var kjörinn forseti en ekki í kosningabaráttunni. Fréttamaður ABC hefur verið settur í launalaust leyfi vegna mistakanna.Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hefur verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni um fundi með Rússum er sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump, fjölskyldu hans og öðrum í Hvíta húsinu. Fréttastofa ABC-fréttastöðvarinnar segist hafa heimildir fyrir því að Michael Flynn, sem var ráðgjafi Trump í kosningabaráttunni og starfaði stuttlega sem þjóðaröryggisráðgjafi hans, sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi sem forsetaframbjóðandi beðið sig um að hafa samband við Rússa. Greint var frá því í dag að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hefði ákært Flynn fyrir að ljúga um samskipti sín við rússneskan sendiherra á bak við tjöldin í fyrra. Flynn hefði jafnframt játað sekt með samningi sem hann gerði við saksóknara.JUST IN: @BrianRoss on @ABC News Special Report: Michael Flynn promised "full cooperation to the Mueller team" and is prepared to testify that as a candidate, Donald Trump "directed him to make contact with the Russians." https://t.co/aiagnvr8eS pic.twitter.com/r8u2LWAd0O— ABC News (@ABC) December 1, 2017 Flynn er nú sagður vinna með rannsakendum Mueller. Ákvörðun um það hafi hann tekið á síðasta sólahringum, meðal annars vegna vaxandi lögfræðikostnaðar. Hann hafi meðal annars selt húsið sitt til að standa undir kostnaðinum. Vísbendingar hafa komið fram um að Flynn gæti hafa gerst sekur um fleiri brot en Mueller hefur nú ákært hann fyrir. Þannig hafi hann ekki gert greint fyrir störfum sínum í þágu erlendra ríkja, meðal annars fyrir tyrknesk stjórnvöld. Ákæra Flynn er sú markverðasta sem hefur komið út úr rannsókn Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði þeirra við framboð Trump fram að þessu. Áður hafði Mueller ákært þrjá starfsmenn framboðsins, þar á meðal Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Flynn steig til hliðar sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump innan við mánuði eftir að hann tók við starfinu eftir að í ljós kom að hann hefði ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við Sergei Kislyak, sendiherra Rússa. Það er um þau samskipti sem Flynn er ákærður fyrir að hafa logið. Sé það rétt að Flynn ætli að bera vitni um að Trump hafi persónulega gefið skipun um að koma á samskiptum milli framboðsins og Rússa varpar það nýju ljósi á ákvörðun Trump um að reka James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í vor. Trump hafði beðið Comey um að láta rannsóknina á Flynn falla niður. Eftir að Trump rak Comey sagði hann ástæðuna hafa verið Rússarannsókn FBI.Uppfært 2.12.2017 ABC leiðrétti upphaflegu frétt sína. Heimildarmaður stöðvarinnar segði að það hefði verið eftir að Trump var kjörinn en áður en hann tók við embætti sem Trump bað Flynn um að setja sig í samband við Rússa, ekki í kosningabaráttunni eins og upphaflega sagði í frétt ABC. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Vísbendingar um að fyrrum bandamaður Trump vinni með rannsakendum Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump er sagður hafa slitið tengslin við forsetann og gæti verið að vinna með Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á Rússatengslum. 23. nóvember 2017 21:33 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Sjá meira
ABC-fréttastofan leiðrétti frétt sína sem Vísir byggði fréttina hér að neðan á. Heimildarmaður ABC sagði að Trump hefði sagt Flynn að hafa samskipti við Rússa eftir að hann var kjörinn forseti en ekki í kosningabaráttunni. Fréttamaður ABC hefur verið settur í launalaust leyfi vegna mistakanna.Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hefur verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni um fundi með Rússum er sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump, fjölskyldu hans og öðrum í Hvíta húsinu. Fréttastofa ABC-fréttastöðvarinnar segist hafa heimildir fyrir því að Michael Flynn, sem var ráðgjafi Trump í kosningabaráttunni og starfaði stuttlega sem þjóðaröryggisráðgjafi hans, sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi sem forsetaframbjóðandi beðið sig um að hafa samband við Rússa. Greint var frá því í dag að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hefði ákært Flynn fyrir að ljúga um samskipti sín við rússneskan sendiherra á bak við tjöldin í fyrra. Flynn hefði jafnframt játað sekt með samningi sem hann gerði við saksóknara.JUST IN: @BrianRoss on @ABC News Special Report: Michael Flynn promised "full cooperation to the Mueller team" and is prepared to testify that as a candidate, Donald Trump "directed him to make contact with the Russians." https://t.co/aiagnvr8eS pic.twitter.com/r8u2LWAd0O— ABC News (@ABC) December 1, 2017 Flynn er nú sagður vinna með rannsakendum Mueller. Ákvörðun um það hafi hann tekið á síðasta sólahringum, meðal annars vegna vaxandi lögfræðikostnaðar. Hann hafi meðal annars selt húsið sitt til að standa undir kostnaðinum. Vísbendingar hafa komið fram um að Flynn gæti hafa gerst sekur um fleiri brot en Mueller hefur nú ákært hann fyrir. Þannig hafi hann ekki gert greint fyrir störfum sínum í þágu erlendra ríkja, meðal annars fyrir tyrknesk stjórnvöld. Ákæra Flynn er sú markverðasta sem hefur komið út úr rannsókn Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði þeirra við framboð Trump fram að þessu. Áður hafði Mueller ákært þrjá starfsmenn framboðsins, þar á meðal Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Flynn steig til hliðar sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump innan við mánuði eftir að hann tók við starfinu eftir að í ljós kom að hann hefði ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við Sergei Kislyak, sendiherra Rússa. Það er um þau samskipti sem Flynn er ákærður fyrir að hafa logið. Sé það rétt að Flynn ætli að bera vitni um að Trump hafi persónulega gefið skipun um að koma á samskiptum milli framboðsins og Rússa varpar það nýju ljósi á ákvörðun Trump um að reka James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í vor. Trump hafði beðið Comey um að láta rannsóknina á Flynn falla niður. Eftir að Trump rak Comey sagði hann ástæðuna hafa verið Rússarannsókn FBI.Uppfært 2.12.2017 ABC leiðrétti upphaflegu frétt sína. Heimildarmaður stöðvarinnar segði að það hefði verið eftir að Trump var kjörinn en áður en hann tók við embætti sem Trump bað Flynn um að setja sig í samband við Rússa, ekki í kosningabaráttunni eins og upphaflega sagði í frétt ABC.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Vísbendingar um að fyrrum bandamaður Trump vinni með rannsakendum Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump er sagður hafa slitið tengslin við forsetann og gæti verið að vinna með Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á Rússatengslum. 23. nóvember 2017 21:33 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Sjá meira
Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48
Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41
Vísbendingar um að fyrrum bandamaður Trump vinni með rannsakendum Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump er sagður hafa slitið tengslin við forsetann og gæti verið að vinna með Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á Rússatengslum. 23. nóvember 2017 21:33
Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00