Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 97-76 | Öruggt hjá meisturunum Magnús Einþór Áskelsson skrifar 2. desember 2017 18:15 Emilía Ósk Gunnarsdóttir og Bríet Sif Hinriksdóttir í baráttunni í dag Vísir/Andri Marinó Keflavík fékk Stjörnuna í heimsókn í Toytahöllina í kvöld og unnu öruggan sigur 97-76. Keflavík gaf strax tóninn í byrjun leiks og hótuðu að stinga af, Stjarnan hélt sér inn í leiknum og leiddu Keflavíkurkonur 28-24 eftir fyrsta leikhluta. Leikurinn var jafn til að byrja með í örðum leikhluta en svo hrukku Keflvíkingar í gang og leiddu með tíu stigum í hálfleik 55-45. Í þriðja leikhluta var svipað upp á teningnum, Stjarnan reyndi að minnka muninn en Keflavík hélt forskotinu. Undir lok leikhlutans náðu svo heimakonur fimmtán stiga mun fyrir síðasta leikhlutann og erfitt verkefni beið gestanna. Í fjórða leikhluta var þetta aldrei spurning. Keflavíkingar sigldu þægilegum sigri í höfn 97-76. Keflavíkurkonur með fimmta sigur sinn í röð og virðast vera komnar á virkilegt flug í þessari annars jöfnu deild.Af hverju vann Keflavík? Keflavík voru sterkari á öllum sviðum í kvöld, Brittany Dinkins var frábær að vinna liðsfélaga sína og skoruðu alls ellefu leikmenn Keflavíkur í dag. Gegn þessari ógnvænlegu breidd átti Stjarnan fá svör við og því fór sem fór.Bestu menn vallarins Brittany Dinkins var virkilega frábær í dag fyrir heimakonur, með 24 stig, 18 stoðsendingar og 9 fráköst og Thelma Dís Ágústsdóttir var með 19 stig og 9 fráköst. Fyrir gestina var Danielle Rodriguez með 28 stig og 15 fráköst og Ragna Margrét Brynjarsdóttir með 17 stig.Tölfræði sem vakti athygli Kelflavikurkonur voru með 39 stoðsendingar í leiknum, helming þeirra átti Brittany Dinkins. Hittnin var einnig frábær eða 57% í heildina.Hvað gekk illa? Varnarleikur Stjörnunnar var ekkert frábær í þessum leik, fengu á sig 97 stig. En Keflavík var líka að setja nánast öll skot niður.Keflavík-Stjarnan 97-76 (28-24, 27-21, 20-15, 22-16)Keflavík: Brittanny Dinkins 24/9 fráköst/18 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 19/7 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12/4 fráköst/5 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 10/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/4 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 6, Þóranna Kika Hodge-Carr 6/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5, Anna Ingunn Svansdóttir 3, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Erna Hákonardóttir 3.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 28/15 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 17/6 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/7 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 12, Jenný Harðardóttir 3, Hafrún Hálfdánardóttir 2/5 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 1.Pétur Már: Þetta gekk ekki i dag, þetta var Keflavík í Keflavík Pétur Már Sigurðsson þjálfari Stjörnunar átti fá svör við tapi liðsins gegn frábæru Keflavíkurliði í dag. Honum fannst liðið ekki vera næganlega öflugt varnarlega þá séstaklega í fyrri hálfleik. „Þetta gekk ekki í dag, það er erfitt að spila gegn þessu Keflavíkurliði, hrós til þeirra þær spiluðu frábærlega, voru að skjóta boltanum rosalega, þetta var Keflavík í Keflavík það var bara þannig. Við vorum alveg að elta þær vel og náðum muninum aðeins niður en þær eru orkumiklar og rosalega breidd og hver sem kom inná hittu úr erfiðum skotum, ég er stoltur af stelpunum mínum en það er bara erfitt að vinna þetta Keflavíkurlið,” sagði hann. Næsti leikur er gegn Snæfell og ber Pétur mikla virðingu fyrir meistarahjartanum sem drífur það lið áfram. „Við undirbúum okkur fyrir þann vel leik, þær eru ótrúlegar seigar með meistarahjarta og þýðir ekki að slaka á gegn þeim. Við sjáum bara hvernig leiki þær eru að vinna,þær eru með góða leikmenn og við þurfum virkilega að undirbúa okkur fyrir það,“ sagði hann.Sverrir Þór: Gaman að fá svona mikið framlag frá öllum Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur var ánægður með leik sinna kvenna í dag. Sérstaklega með framlag liðsins en allir leikmenn sem komu við sögu skiluðu til liðsins. „Þetta var frábær leikur hjá okkur og gaman að fá svona mikið framlag frá öllum í vinnusemi og við skutum svakalega vel. Allar innkomur gáfu okkur eitthvað extra sem er svo gríðarlega mikilvægt. Þetta var besti leikur sem við höfum spilað ásamt leiknum gegn Haukum sem við töpuðum en við spiluðum þar frábærlega í 34 mínútur, ég myndi segja að þetta séu líklega tveir bestu leikirnir.“ Næsti leikur er gegn vængbrotnu liði Skallagríms í Borganesi og aðspurður um þann leik hafði Sverrir þetta að segja. „Við erum alltaf bara að undirbúa okkur fyrir næsta leik og þar eru tvö stig í boði og við mætum og seljum okkur dýrt til að ná þeim. Það er alltaf erfitt að spila í Borganesi og þær eru búnar að eiga got síson en við mætum að kafti þangað og þurfum að spila vel þar til að vinna þar líka,” sagði hann. Dominos-deild kvenna
Keflavík fékk Stjörnuna í heimsókn í Toytahöllina í kvöld og unnu öruggan sigur 97-76. Keflavík gaf strax tóninn í byrjun leiks og hótuðu að stinga af, Stjarnan hélt sér inn í leiknum og leiddu Keflavíkurkonur 28-24 eftir fyrsta leikhluta. Leikurinn var jafn til að byrja með í örðum leikhluta en svo hrukku Keflvíkingar í gang og leiddu með tíu stigum í hálfleik 55-45. Í þriðja leikhluta var svipað upp á teningnum, Stjarnan reyndi að minnka muninn en Keflavík hélt forskotinu. Undir lok leikhlutans náðu svo heimakonur fimmtán stiga mun fyrir síðasta leikhlutann og erfitt verkefni beið gestanna. Í fjórða leikhluta var þetta aldrei spurning. Keflavíkingar sigldu þægilegum sigri í höfn 97-76. Keflavíkurkonur með fimmta sigur sinn í röð og virðast vera komnar á virkilegt flug í þessari annars jöfnu deild.Af hverju vann Keflavík? Keflavík voru sterkari á öllum sviðum í kvöld, Brittany Dinkins var frábær að vinna liðsfélaga sína og skoruðu alls ellefu leikmenn Keflavíkur í dag. Gegn þessari ógnvænlegu breidd átti Stjarnan fá svör við og því fór sem fór.Bestu menn vallarins Brittany Dinkins var virkilega frábær í dag fyrir heimakonur, með 24 stig, 18 stoðsendingar og 9 fráköst og Thelma Dís Ágústsdóttir var með 19 stig og 9 fráköst. Fyrir gestina var Danielle Rodriguez með 28 stig og 15 fráköst og Ragna Margrét Brynjarsdóttir með 17 stig.Tölfræði sem vakti athygli Kelflavikurkonur voru með 39 stoðsendingar í leiknum, helming þeirra átti Brittany Dinkins. Hittnin var einnig frábær eða 57% í heildina.Hvað gekk illa? Varnarleikur Stjörnunnar var ekkert frábær í þessum leik, fengu á sig 97 stig. En Keflavík var líka að setja nánast öll skot niður.Keflavík-Stjarnan 97-76 (28-24, 27-21, 20-15, 22-16)Keflavík: Brittanny Dinkins 24/9 fráköst/18 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 19/7 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12/4 fráköst/5 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 10/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/4 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 6, Þóranna Kika Hodge-Carr 6/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5, Anna Ingunn Svansdóttir 3, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Erna Hákonardóttir 3.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 28/15 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 17/6 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/7 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 12, Jenný Harðardóttir 3, Hafrún Hálfdánardóttir 2/5 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 1.Pétur Már: Þetta gekk ekki i dag, þetta var Keflavík í Keflavík Pétur Már Sigurðsson þjálfari Stjörnunar átti fá svör við tapi liðsins gegn frábæru Keflavíkurliði í dag. Honum fannst liðið ekki vera næganlega öflugt varnarlega þá séstaklega í fyrri hálfleik. „Þetta gekk ekki í dag, það er erfitt að spila gegn þessu Keflavíkurliði, hrós til þeirra þær spiluðu frábærlega, voru að skjóta boltanum rosalega, þetta var Keflavík í Keflavík það var bara þannig. Við vorum alveg að elta þær vel og náðum muninum aðeins niður en þær eru orkumiklar og rosalega breidd og hver sem kom inná hittu úr erfiðum skotum, ég er stoltur af stelpunum mínum en það er bara erfitt að vinna þetta Keflavíkurlið,” sagði hann. Næsti leikur er gegn Snæfell og ber Pétur mikla virðingu fyrir meistarahjartanum sem drífur það lið áfram. „Við undirbúum okkur fyrir þann vel leik, þær eru ótrúlegar seigar með meistarahjarta og þýðir ekki að slaka á gegn þeim. Við sjáum bara hvernig leiki þær eru að vinna,þær eru með góða leikmenn og við þurfum virkilega að undirbúa okkur fyrir það,“ sagði hann.Sverrir Þór: Gaman að fá svona mikið framlag frá öllum Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur var ánægður með leik sinna kvenna í dag. Sérstaklega með framlag liðsins en allir leikmenn sem komu við sögu skiluðu til liðsins. „Þetta var frábær leikur hjá okkur og gaman að fá svona mikið framlag frá öllum í vinnusemi og við skutum svakalega vel. Allar innkomur gáfu okkur eitthvað extra sem er svo gríðarlega mikilvægt. Þetta var besti leikur sem við höfum spilað ásamt leiknum gegn Haukum sem við töpuðum en við spiluðum þar frábærlega í 34 mínútur, ég myndi segja að þetta séu líklega tveir bestu leikirnir.“ Næsti leikur er gegn vængbrotnu liði Skallagríms í Borganesi og aðspurður um þann leik hafði Sverrir þetta að segja. „Við erum alltaf bara að undirbúa okkur fyrir næsta leik og þar eru tvö stig í boði og við mætum og seljum okkur dýrt til að ná þeim. Það er alltaf erfitt að spila í Borganesi og þær eru búnar að eiga got síson en við mætum að kafti þangað og þurfum að spila vel þar til að vinna þar líka,” sagði hann.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum