Sport

Conor ögrar mafíósunum: "Reynið að ná mér“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor yfirgefur réttarsalinn í gær ásamt lífverði sínum.
Conor yfirgefur réttarsalinn í gær ásamt lífverði sínum. mynd/instagram conors
Conor McGregor virðist ekki hafa neinar áhyggjur af því að alræmd glæpasamtök á Írlandi gætu haft í hyggju að myrða hann.

Conor kýldi vitlausan mann á bar um síðustu helgi en sá maður er nátengdur einum af höfuðpaurum Kinahan-klíkunnar. Írskir fjölmiðlar hafa greint frá því að líf Conors sé í hættu.

Því hefur meðal annars verið haldið fram að Conor þurfi að greiða klíkunni 125 milljónir króna. Að öðrum kosti verði hann drepinn.





Conor þurfti að mæta fyrir rétt í Dublin í gær og var eðlilega hundeltur af fjölmiðlamönnum. Hann setti treyjuna fyrir andlitið og var með alls konar stæla.

Einn blaðamaður spurði Conor hvort hann hefði eitthvað að segja varðandi líflátshótanir í hans garð. Svarið var einfalt: „Reynið að ná mér.“ Svo var reykspólað í burtu eins og sjá má hér að ofan.

Conor þurfti að mæta fyrir rétt út af hraðasekt upp á 55 þúsund krónur. Réttarhaldið var afar sérstakt því dómarinn spurði Conor hvort hann hefði í alvörunni þénað 110 milljónir evra á einu kvöldi við að boxa?

„Það voru reyndar 140 milljónir evra,“ svaraði Conor.

MMA

Tengdar fréttir

Conor sagður hafa lamið mafíósa

Conor McGregor er sagður vera í vondum málum á Írlandi, og jafnvel í lífshættu, eftir að hafa kýlt mann sem er í þekktri klíku á Írlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×