Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2025 13:47 Leikmaður eins og Roy Keane var er akkúrat það sem Heimir Hallgrímsson vill í írska landsliðið sitt. Samsett/Getty Heimir Hallgrímsson var ekki í vafa þegar hann var spurður hvaða fyrrverandi eða núverandi fótboltamann, frá hvaða landi sem er, hann vildi helst fá í írska landsliðið sitt í fótbolta. Heimir og Carla Ward, þjálfari kvennalandslið Írlands, mættu í skemmtiþáttinn Late Late Show í írska sjónvarpinu í gær. Þáttastjórnandinn, Patrick Kielty, spurði hvaða leikmenn þau vildu helst geta sett í sitt lið. „Við þurfum klárlega að fá einn Roy Keane aftur. Ég myndi ná í hann aftur,“ sagði Heimir. Heimir valdi Keane kannski til að skora einhver stig hjá Írum með því að velja írskan leikmann en einnig því Keane var á sínum tíma nákvæmlega sú týpa sem Heimir hefur áður kallað eftir að sjá í írska landsliðinu. Heimir sagðist nefnilega, á kvöldi með stuðningsmönnum írska landsliðsins í ágúst í fyrra, vilja leikmann í írska liðið sem væri meiri „óþokki“. „Ég held að á margan hátt þá svipi Írlandi til Íslands, varðandi það að við eigum ekki marga leikmenn sem spila á hæsta stigi í Meistaradeildinni. Það eru því engar stórstjörnur. Þetta snýst um að hópurinn vinni leiki, ekki einstaklingar. Miðað við fyrstu kynni þá eru leikmennirnir mjög góðir liðsmenn, virkilega góðir karakterar, og kannski aðeins of vinalegir. Stundum þarftu að hafa óþokka (e. bastard) í liðinu þínu. Ég er að leita að honum. Kannski getum við þróað hann,“ sagði Heimir. Keane, sem var um árabil fyrirliði í sigursælu liði Manchester United, lék á sínum tíma 67 landsleiki fyrir Írland en hann var í tveggja ára útlegð eftir ósættið mikla við þjálfarann Mick McCarthy fyrir HM 2002. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Inter - Bayern | Hve sterkt er þýska stálið? Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira
Heimir og Carla Ward, þjálfari kvennalandslið Írlands, mættu í skemmtiþáttinn Late Late Show í írska sjónvarpinu í gær. Þáttastjórnandinn, Patrick Kielty, spurði hvaða leikmenn þau vildu helst geta sett í sitt lið. „Við þurfum klárlega að fá einn Roy Keane aftur. Ég myndi ná í hann aftur,“ sagði Heimir. Heimir valdi Keane kannski til að skora einhver stig hjá Írum með því að velja írskan leikmann en einnig því Keane var á sínum tíma nákvæmlega sú týpa sem Heimir hefur áður kallað eftir að sjá í írska landsliðinu. Heimir sagðist nefnilega, á kvöldi með stuðningsmönnum írska landsliðsins í ágúst í fyrra, vilja leikmann í írska liðið sem væri meiri „óþokki“. „Ég held að á margan hátt þá svipi Írlandi til Íslands, varðandi það að við eigum ekki marga leikmenn sem spila á hæsta stigi í Meistaradeildinni. Það eru því engar stórstjörnur. Þetta snýst um að hópurinn vinni leiki, ekki einstaklingar. Miðað við fyrstu kynni þá eru leikmennirnir mjög góðir liðsmenn, virkilega góðir karakterar, og kannski aðeins of vinalegir. Stundum þarftu að hafa óþokka (e. bastard) í liðinu þínu. Ég er að leita að honum. Kannski getum við þróað hann,“ sagði Heimir. Keane, sem var um árabil fyrirliði í sigursælu liði Manchester United, lék á sínum tíma 67 landsleiki fyrir Írland en hann var í tveggja ára útlegð eftir ósættið mikla við þjálfarann Mick McCarthy fyrir HM 2002.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Inter - Bayern | Hve sterkt er þýska stálið? Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira