Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2017 19:45 Frá vegagerð í Kjálkafirði á Vestfjörðum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Undir hnífnum lenda framkvæmdir í öllum landshlutum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þegar fjárlagafrumvarpið birtist í síðustu viku var kynnt 1.500 milljóna króna viðbót til nýframkvæmda í vegagerð, frá fyrra frumvarpi. Það var hins vegar sleppt að nefna að gert væri ráð fyrir stórfelldum niðurskurði frá gildandi samgönguáætlun, sem Alþingi samþykkti haustið 2016.Þau sátu öll á þingi þegar samgönguáætlun var samþykkt samhljóða þann 12. október árið 2016. Nú standa þau saman að því að skera hana niður um sjö milljarða króna á næsta ári.Mynd/Stöð 2.Viðbótin mildar aðeins niðurskurðinn, og er ætluð til nokkurra smærri verkefna, en eftir sem áður þarf að skera vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, í stað 8,5 milljarða niðurskurðar. Í stjórnkerfinu segja heimildir okkar nú blasa við að nánast engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á árinu 2018. Svo stór er niðurskurðartalan að flest stærri verkefni, sem búið var að boða á næsta ári, munu frestast. Á suðvesturhorninu verður breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi skorin niður og einnig breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Á Vestfjörðum lenda bæði Dynjandisheiði og Gufudalssveit að öllum líkindum undir hnífnum, og óvíst hvort hægt verði að hefja vegagerð á Veiðileysuhálsi í Árneshreppi. Á Norðurlandi frestast Bárðardalsvegur og það hægist á Dettifossvegi og fyrir austan seinkar vegarbótum til Borgarfjarðar. Og ný brú yfir Hornafjörð lendir einnig undir hnífnum, að óbreyttu, og sömuleiðis frestast áform um að leggja af nokkrar fleiri einbreiðar brýr. Hér má sjá þau fyrirheit sem alþingismenn gáfu í samgönguáætlun.Hér má sjá stærstu verkefnin í samgönguáætlun sem stefnir í að verði skorin niður á næsta ári.Grafík/Hlynur Magnússon, Stöð 2.Þessi ótrúlegi niðurskurður segir í raun þá sögu að aðeins rúmlega ársgömul samgönguáætlun, samþykkt rétt fyrir kosningar, er á leið í pappírstætarann, og hefur samgönguráðherrann boðað nýja samgönguáætlun eftir áramót. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Undir hnífnum lenda framkvæmdir í öllum landshlutum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þegar fjárlagafrumvarpið birtist í síðustu viku var kynnt 1.500 milljóna króna viðbót til nýframkvæmda í vegagerð, frá fyrra frumvarpi. Það var hins vegar sleppt að nefna að gert væri ráð fyrir stórfelldum niðurskurði frá gildandi samgönguáætlun, sem Alþingi samþykkti haustið 2016.Þau sátu öll á þingi þegar samgönguáætlun var samþykkt samhljóða þann 12. október árið 2016. Nú standa þau saman að því að skera hana niður um sjö milljarða króna á næsta ári.Mynd/Stöð 2.Viðbótin mildar aðeins niðurskurðinn, og er ætluð til nokkurra smærri verkefna, en eftir sem áður þarf að skera vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, í stað 8,5 milljarða niðurskurðar. Í stjórnkerfinu segja heimildir okkar nú blasa við að nánast engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á árinu 2018. Svo stór er niðurskurðartalan að flest stærri verkefni, sem búið var að boða á næsta ári, munu frestast. Á suðvesturhorninu verður breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi skorin niður og einnig breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Á Vestfjörðum lenda bæði Dynjandisheiði og Gufudalssveit að öllum líkindum undir hnífnum, og óvíst hvort hægt verði að hefja vegagerð á Veiðileysuhálsi í Árneshreppi. Á Norðurlandi frestast Bárðardalsvegur og það hægist á Dettifossvegi og fyrir austan seinkar vegarbótum til Borgarfjarðar. Og ný brú yfir Hornafjörð lendir einnig undir hnífnum, að óbreyttu, og sömuleiðis frestast áform um að leggja af nokkrar fleiri einbreiðar brýr. Hér má sjá þau fyrirheit sem alþingismenn gáfu í samgönguáætlun.Hér má sjá stærstu verkefnin í samgönguáætlun sem stefnir í að verði skorin niður á næsta ári.Grafík/Hlynur Magnússon, Stöð 2.Þessi ótrúlegi niðurskurður segir í raun þá sögu að aðeins rúmlega ársgömul samgönguáætlun, samþykkt rétt fyrir kosningar, er á leið í pappírstætarann, og hefur samgönguráðherrann boðað nýja samgönguáætlun eftir áramót. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira