Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2017 19:45 Frá vegagerð í Kjálkafirði á Vestfjörðum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Undir hnífnum lenda framkvæmdir í öllum landshlutum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þegar fjárlagafrumvarpið birtist í síðustu viku var kynnt 1.500 milljóna króna viðbót til nýframkvæmda í vegagerð, frá fyrra frumvarpi. Það var hins vegar sleppt að nefna að gert væri ráð fyrir stórfelldum niðurskurði frá gildandi samgönguáætlun, sem Alþingi samþykkti haustið 2016.Þau sátu öll á þingi þegar samgönguáætlun var samþykkt samhljóða þann 12. október árið 2016. Nú standa þau saman að því að skera hana niður um sjö milljarða króna á næsta ári.Mynd/Stöð 2.Viðbótin mildar aðeins niðurskurðinn, og er ætluð til nokkurra smærri verkefna, en eftir sem áður þarf að skera vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, í stað 8,5 milljarða niðurskurðar. Í stjórnkerfinu segja heimildir okkar nú blasa við að nánast engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á árinu 2018. Svo stór er niðurskurðartalan að flest stærri verkefni, sem búið var að boða á næsta ári, munu frestast. Á suðvesturhorninu verður breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi skorin niður og einnig breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Á Vestfjörðum lenda bæði Dynjandisheiði og Gufudalssveit að öllum líkindum undir hnífnum, og óvíst hvort hægt verði að hefja vegagerð á Veiðileysuhálsi í Árneshreppi. Á Norðurlandi frestast Bárðardalsvegur og það hægist á Dettifossvegi og fyrir austan seinkar vegarbótum til Borgarfjarðar. Og ný brú yfir Hornafjörð lendir einnig undir hnífnum, að óbreyttu, og sömuleiðis frestast áform um að leggja af nokkrar fleiri einbreiðar brýr. Hér má sjá þau fyrirheit sem alþingismenn gáfu í samgönguáætlun.Hér má sjá stærstu verkefnin í samgönguáætlun sem stefnir í að verði skorin niður á næsta ári.Grafík/Hlynur Magnússon, Stöð 2.Þessi ótrúlegi niðurskurður segir í raun þá sögu að aðeins rúmlega ársgömul samgönguáætlun, samþykkt rétt fyrir kosningar, er á leið í pappírstætarann, og hefur samgönguráðherrann boðað nýja samgönguáætlun eftir áramót. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira
Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Undir hnífnum lenda framkvæmdir í öllum landshlutum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þegar fjárlagafrumvarpið birtist í síðustu viku var kynnt 1.500 milljóna króna viðbót til nýframkvæmda í vegagerð, frá fyrra frumvarpi. Það var hins vegar sleppt að nefna að gert væri ráð fyrir stórfelldum niðurskurði frá gildandi samgönguáætlun, sem Alþingi samþykkti haustið 2016.Þau sátu öll á þingi þegar samgönguáætlun var samþykkt samhljóða þann 12. október árið 2016. Nú standa þau saman að því að skera hana niður um sjö milljarða króna á næsta ári.Mynd/Stöð 2.Viðbótin mildar aðeins niðurskurðinn, og er ætluð til nokkurra smærri verkefna, en eftir sem áður þarf að skera vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, í stað 8,5 milljarða niðurskurðar. Í stjórnkerfinu segja heimildir okkar nú blasa við að nánast engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á árinu 2018. Svo stór er niðurskurðartalan að flest stærri verkefni, sem búið var að boða á næsta ári, munu frestast. Á suðvesturhorninu verður breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi skorin niður og einnig breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Á Vestfjörðum lenda bæði Dynjandisheiði og Gufudalssveit að öllum líkindum undir hnífnum, og óvíst hvort hægt verði að hefja vegagerð á Veiðileysuhálsi í Árneshreppi. Á Norðurlandi frestast Bárðardalsvegur og það hægist á Dettifossvegi og fyrir austan seinkar vegarbótum til Borgarfjarðar. Og ný brú yfir Hornafjörð lendir einnig undir hnífnum, að óbreyttu, og sömuleiðis frestast áform um að leggja af nokkrar fleiri einbreiðar brýr. Hér má sjá þau fyrirheit sem alþingismenn gáfu í samgönguáætlun.Hér má sjá stærstu verkefnin í samgönguáætlun sem stefnir í að verði skorin niður á næsta ári.Grafík/Hlynur Magnússon, Stöð 2.Þessi ótrúlegi niðurskurður segir í raun þá sögu að aðeins rúmlega ársgömul samgönguáætlun, samþykkt rétt fyrir kosningar, er á leið í pappírstætarann, og hefur samgönguráðherrann boðað nýja samgönguáætlun eftir áramót. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira