Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Benedikt Bóas skrifar 19. desember 2017 11:30 Liðið á bakvið Amazing Race með nokkrar af Emmy-styttunum sem þátturinn hefur unnið. Þátturinn hefur farið til ógnar margra landa en ekki er vitað hvort hann þykir nógu menningarlegur annars staðar í heiminum. Vísir/Getty Þrítugasta þáttaröð af Amazing Race fer í loftið í Bandaríkjum þann þriðja janúar og mun ferðalagið hefjast hér á landi. On the Rocks Productions var bandaríska tökuliðinu innan handar en um 100 Íslendingar komu að tökunum sem stóðu í rúman sólarhring. Katrín Tanja, Hafþór Júlíus Björnsson, íslenska brennivínið, lýsi, íslenskir orðaleikir og margt fleira mun birtast þeim tugum milljóna sem horfa á hvern einasta þátt. Pétur Sigurðsson hjá On the Rocks Productions sótti um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum en eins og Kórar Íslands þótti efnið ekki nógu menningarlegt og féll á prófinu. Eins og komið hefur fram fengu japanska kakkalakkamyndin Terra Formars, bandaríska stórmyndin The Fate of the Furious og Biggest Loser endurgreiðslu og eru kvikmyndagerðarmenn undrandi á þriggja manna nefndinni sem tekur ákvarðanirnar. Undrunin nær alla leið til Hollywood. „Ég fékk bréf frá CBS-sjónvarpsstöðinni sem gerir Amazing Race og það er mikil óánægja með þessa ákvörðun og þetta er fljótt að spyrjast út í Hollywood þegar verkefni eru ekki að fá framgöngu. Þetta er í 30. skipti sem CBS gerir þáttaröðina og stöðin hefur aldrei lent í svona áður,“ segir Pétur.Pétur Sigurðsson framleiðandi On the Rocks Vísir/StefánÍ þessi skipti sem þáttaröðin hefur verið framleidd hefur hún farið um flest öll lönd heimsins. „Okkur vantaði, líkt og Kóra Íslands, eitt stig í menningarhlutann. Samt fjallar þátturinn um íslenska menningu, kórar syngja undir, lýsi er drukkið, kraftakarlar lyfta lóðum og fleira og fleira. Mér finnst skrýtið að öll þessi verkefni sem hafa fengið endurgreiðsluna eru sum með enga tengingu við Ísland eða evrópska menningu,“ bætir hann við en í skilyrðum um endurgreiðslu samkvæmt reglugerð er að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin meðal annars að koma íslenskri menningu á framfæri.Liðin sem keppa í Amazing Race númer 30. Meðal annars eru þarna fyrrum NBA stjörnurnar Cedric Ceballos og Shawn Marion, sem og raunveruleikastjörnurnar Cody Nickson og Jessica Graf. Mynd/CBSHann segir að þegar Amazing Race kom til Íslands árið 2004 hafi þátturinn fengið endurgreiðsluna. Eina sem hafi breyst í millitíðinni er að nefndin fór úr iðnaðarráðuneytinu og yfir til Kvikmyndasjóðs. Við þá breytingu hafi margir kvikmyndagerðarmenn verið hræddir. „Það loðir við sjóðinn klíkuskapur og spilling. Eftir að þetta fór niður í Kvikmyndasjóð þá virðist þetta vera voðalega skrýtið hvernig öllu er hagað þarna.“ Pétur er búinn að kæra niðurstöðuna og bíður eftir lokaniðurstöðu frá iðnarráðuneytinu. „Ef það á að þrífast kvikmyndabransi hér á Íslandi þá á hann ekki að vera háður nefnd sem ræður hvaða verkefni fábrautargengi og hver ekki. Það mun drepa allan bransa að hafa nefnd sem hyglar sínum vinum.“ Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00 Amazing Race aftur til Íslands Einn vinsælasti raunveruleikaþáttur heims var við tökur hér á landi í upphafi vikunnar. 5. október 2017 06:45 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Þrítugasta þáttaröð af Amazing Race fer í loftið í Bandaríkjum þann þriðja janúar og mun ferðalagið hefjast hér á landi. On the Rocks Productions var bandaríska tökuliðinu innan handar en um 100 Íslendingar komu að tökunum sem stóðu í rúman sólarhring. Katrín Tanja, Hafþór Júlíus Björnsson, íslenska brennivínið, lýsi, íslenskir orðaleikir og margt fleira mun birtast þeim tugum milljóna sem horfa á hvern einasta þátt. Pétur Sigurðsson hjá On the Rocks Productions sótti um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum en eins og Kórar Íslands þótti efnið ekki nógu menningarlegt og féll á prófinu. Eins og komið hefur fram fengu japanska kakkalakkamyndin Terra Formars, bandaríska stórmyndin The Fate of the Furious og Biggest Loser endurgreiðslu og eru kvikmyndagerðarmenn undrandi á þriggja manna nefndinni sem tekur ákvarðanirnar. Undrunin nær alla leið til Hollywood. „Ég fékk bréf frá CBS-sjónvarpsstöðinni sem gerir Amazing Race og það er mikil óánægja með þessa ákvörðun og þetta er fljótt að spyrjast út í Hollywood þegar verkefni eru ekki að fá framgöngu. Þetta er í 30. skipti sem CBS gerir þáttaröðina og stöðin hefur aldrei lent í svona áður,“ segir Pétur.Pétur Sigurðsson framleiðandi On the Rocks Vísir/StefánÍ þessi skipti sem þáttaröðin hefur verið framleidd hefur hún farið um flest öll lönd heimsins. „Okkur vantaði, líkt og Kóra Íslands, eitt stig í menningarhlutann. Samt fjallar þátturinn um íslenska menningu, kórar syngja undir, lýsi er drukkið, kraftakarlar lyfta lóðum og fleira og fleira. Mér finnst skrýtið að öll þessi verkefni sem hafa fengið endurgreiðsluna eru sum með enga tengingu við Ísland eða evrópska menningu,“ bætir hann við en í skilyrðum um endurgreiðslu samkvæmt reglugerð er að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin meðal annars að koma íslenskri menningu á framfæri.Liðin sem keppa í Amazing Race númer 30. Meðal annars eru þarna fyrrum NBA stjörnurnar Cedric Ceballos og Shawn Marion, sem og raunveruleikastjörnurnar Cody Nickson og Jessica Graf. Mynd/CBSHann segir að þegar Amazing Race kom til Íslands árið 2004 hafi þátturinn fengið endurgreiðsluna. Eina sem hafi breyst í millitíðinni er að nefndin fór úr iðnaðarráðuneytinu og yfir til Kvikmyndasjóðs. Við þá breytingu hafi margir kvikmyndagerðarmenn verið hræddir. „Það loðir við sjóðinn klíkuskapur og spilling. Eftir að þetta fór niður í Kvikmyndasjóð þá virðist þetta vera voðalega skrýtið hvernig öllu er hagað þarna.“ Pétur er búinn að kæra niðurstöðuna og bíður eftir lokaniðurstöðu frá iðnarráðuneytinu. „Ef það á að þrífast kvikmyndabransi hér á Íslandi þá á hann ekki að vera háður nefnd sem ræður hvaða verkefni fábrautargengi og hver ekki. Það mun drepa allan bransa að hafa nefnd sem hyglar sínum vinum.“
Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00 Amazing Race aftur til Íslands Einn vinsælasti raunveruleikaþáttur heims var við tökur hér á landi í upphafi vikunnar. 5. október 2017 06:45 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00
Amazing Race aftur til Íslands Einn vinsælasti raunveruleikaþáttur heims var við tökur hér á landi í upphafi vikunnar. 5. október 2017 06:45