Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Benedikt Bóas skrifar 19. desember 2017 11:30 Liðið á bakvið Amazing Race með nokkrar af Emmy-styttunum sem þátturinn hefur unnið. Þátturinn hefur farið til ógnar margra landa en ekki er vitað hvort hann þykir nógu menningarlegur annars staðar í heiminum. Vísir/Getty Þrítugasta þáttaröð af Amazing Race fer í loftið í Bandaríkjum þann þriðja janúar og mun ferðalagið hefjast hér á landi. On the Rocks Productions var bandaríska tökuliðinu innan handar en um 100 Íslendingar komu að tökunum sem stóðu í rúman sólarhring. Katrín Tanja, Hafþór Júlíus Björnsson, íslenska brennivínið, lýsi, íslenskir orðaleikir og margt fleira mun birtast þeim tugum milljóna sem horfa á hvern einasta þátt. Pétur Sigurðsson hjá On the Rocks Productions sótti um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum en eins og Kórar Íslands þótti efnið ekki nógu menningarlegt og féll á prófinu. Eins og komið hefur fram fengu japanska kakkalakkamyndin Terra Formars, bandaríska stórmyndin The Fate of the Furious og Biggest Loser endurgreiðslu og eru kvikmyndagerðarmenn undrandi á þriggja manna nefndinni sem tekur ákvarðanirnar. Undrunin nær alla leið til Hollywood. „Ég fékk bréf frá CBS-sjónvarpsstöðinni sem gerir Amazing Race og það er mikil óánægja með þessa ákvörðun og þetta er fljótt að spyrjast út í Hollywood þegar verkefni eru ekki að fá framgöngu. Þetta er í 30. skipti sem CBS gerir þáttaröðina og stöðin hefur aldrei lent í svona áður,“ segir Pétur.Pétur Sigurðsson framleiðandi On the Rocks Vísir/StefánÍ þessi skipti sem þáttaröðin hefur verið framleidd hefur hún farið um flest öll lönd heimsins. „Okkur vantaði, líkt og Kóra Íslands, eitt stig í menningarhlutann. Samt fjallar þátturinn um íslenska menningu, kórar syngja undir, lýsi er drukkið, kraftakarlar lyfta lóðum og fleira og fleira. Mér finnst skrýtið að öll þessi verkefni sem hafa fengið endurgreiðsluna eru sum með enga tengingu við Ísland eða evrópska menningu,“ bætir hann við en í skilyrðum um endurgreiðslu samkvæmt reglugerð er að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin meðal annars að koma íslenskri menningu á framfæri.Liðin sem keppa í Amazing Race númer 30. Meðal annars eru þarna fyrrum NBA stjörnurnar Cedric Ceballos og Shawn Marion, sem og raunveruleikastjörnurnar Cody Nickson og Jessica Graf. Mynd/CBSHann segir að þegar Amazing Race kom til Íslands árið 2004 hafi þátturinn fengið endurgreiðsluna. Eina sem hafi breyst í millitíðinni er að nefndin fór úr iðnaðarráðuneytinu og yfir til Kvikmyndasjóðs. Við þá breytingu hafi margir kvikmyndagerðarmenn verið hræddir. „Það loðir við sjóðinn klíkuskapur og spilling. Eftir að þetta fór niður í Kvikmyndasjóð þá virðist þetta vera voðalega skrýtið hvernig öllu er hagað þarna.“ Pétur er búinn að kæra niðurstöðuna og bíður eftir lokaniðurstöðu frá iðnarráðuneytinu. „Ef það á að þrífast kvikmyndabransi hér á Íslandi þá á hann ekki að vera háður nefnd sem ræður hvaða verkefni fábrautargengi og hver ekki. Það mun drepa allan bransa að hafa nefnd sem hyglar sínum vinum.“ Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00 Amazing Race aftur til Íslands Einn vinsælasti raunveruleikaþáttur heims var við tökur hér á landi í upphafi vikunnar. 5. október 2017 06:45 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Þrítugasta þáttaröð af Amazing Race fer í loftið í Bandaríkjum þann þriðja janúar og mun ferðalagið hefjast hér á landi. On the Rocks Productions var bandaríska tökuliðinu innan handar en um 100 Íslendingar komu að tökunum sem stóðu í rúman sólarhring. Katrín Tanja, Hafþór Júlíus Björnsson, íslenska brennivínið, lýsi, íslenskir orðaleikir og margt fleira mun birtast þeim tugum milljóna sem horfa á hvern einasta þátt. Pétur Sigurðsson hjá On the Rocks Productions sótti um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum en eins og Kórar Íslands þótti efnið ekki nógu menningarlegt og féll á prófinu. Eins og komið hefur fram fengu japanska kakkalakkamyndin Terra Formars, bandaríska stórmyndin The Fate of the Furious og Biggest Loser endurgreiðslu og eru kvikmyndagerðarmenn undrandi á þriggja manna nefndinni sem tekur ákvarðanirnar. Undrunin nær alla leið til Hollywood. „Ég fékk bréf frá CBS-sjónvarpsstöðinni sem gerir Amazing Race og það er mikil óánægja með þessa ákvörðun og þetta er fljótt að spyrjast út í Hollywood þegar verkefni eru ekki að fá framgöngu. Þetta er í 30. skipti sem CBS gerir þáttaröðina og stöðin hefur aldrei lent í svona áður,“ segir Pétur.Pétur Sigurðsson framleiðandi On the Rocks Vísir/StefánÍ þessi skipti sem þáttaröðin hefur verið framleidd hefur hún farið um flest öll lönd heimsins. „Okkur vantaði, líkt og Kóra Íslands, eitt stig í menningarhlutann. Samt fjallar þátturinn um íslenska menningu, kórar syngja undir, lýsi er drukkið, kraftakarlar lyfta lóðum og fleira og fleira. Mér finnst skrýtið að öll þessi verkefni sem hafa fengið endurgreiðsluna eru sum með enga tengingu við Ísland eða evrópska menningu,“ bætir hann við en í skilyrðum um endurgreiðslu samkvæmt reglugerð er að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin meðal annars að koma íslenskri menningu á framfæri.Liðin sem keppa í Amazing Race númer 30. Meðal annars eru þarna fyrrum NBA stjörnurnar Cedric Ceballos og Shawn Marion, sem og raunveruleikastjörnurnar Cody Nickson og Jessica Graf. Mynd/CBSHann segir að þegar Amazing Race kom til Íslands árið 2004 hafi þátturinn fengið endurgreiðsluna. Eina sem hafi breyst í millitíðinni er að nefndin fór úr iðnaðarráðuneytinu og yfir til Kvikmyndasjóðs. Við þá breytingu hafi margir kvikmyndagerðarmenn verið hræddir. „Það loðir við sjóðinn klíkuskapur og spilling. Eftir að þetta fór niður í Kvikmyndasjóð þá virðist þetta vera voðalega skrýtið hvernig öllu er hagað þarna.“ Pétur er búinn að kæra niðurstöðuna og bíður eftir lokaniðurstöðu frá iðnarráðuneytinu. „Ef það á að þrífast kvikmyndabransi hér á Íslandi þá á hann ekki að vera háður nefnd sem ræður hvaða verkefni fábrautargengi og hver ekki. Það mun drepa allan bransa að hafa nefnd sem hyglar sínum vinum.“
Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00 Amazing Race aftur til Íslands Einn vinsælasti raunveruleikaþáttur heims var við tökur hér á landi í upphafi vikunnar. 5. október 2017 06:45 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00
Amazing Race aftur til Íslands Einn vinsælasti raunveruleikaþáttur heims var við tökur hér á landi í upphafi vikunnar. 5. október 2017 06:45