Innlent

Staðfesta manntjón eftir lestarslys

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lestin var á leið til Portland.
Lestin var á leið til Portland. VÍSIR/EPA
Hið minnsta þrír eru látnir eftir að lest fór út af sporunum í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Slysið átti sér stað á háannatíma í gærmorgun, klukkan 15:30 að íslenskum tíma.

Lestin ferðaðist á milli Portland og Seattle og er hún sögð hafa verið á 130 kílómetra hraða á klukkustund. Um 86 manns voru um borð og voru 72 farþegar fluttir á skúkrahús. Tíu farþegar eru sagðir hafa hlotið alvarlega áverka.

Sjá einnig: Mannskætt lestarslys í Washington-ríki

Búið er að leita í öllum vögnum lestarinnar en lögreglumenn telja ekki útilokað að fleiri kunni að finnast látnir. Haft er eftir viðbragðsaðilum á vef AP að sex hafi látist í slysinu en það hefur hvergi fengist staðfest.

Fréttastöðvar á svæðinu greina frá því að þetta hafi verið jómfrúarferð lestarinnar á nýjum háhraðalestarteinum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×