Verkfalli flugvirkja frestað um fjórar vikur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. desember 2017 04:27 Fulltrúar Icelandair og flugvirkja áður en fundur hófst í gær. Eftir það var fjölmiðlafólki vísað á dyr þar sem nærvera þess þótti hafa truflandi áhrif á fundarhöld. Fundarmenn vörðust allra frétta af gangi mála. vísir/eyþór Samninganefndir Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands skrifuðu undir nýjan kjarasamning klukkan fjögur í nótt og var verkfalli flugvirkja hjá Icelandair frestað um fjórar vikur. Fjölmiðlar fengu ekki að vera viðstaddir undirritunina. Í örstuttum skilaboðum til fréttamanns sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins það mikinn létti að samningar hafi náðst í þessari krefjandi kjaradeilu. „Samningurinn verður nú borinn undir félagsmenn í Flugvirkjafélaginu til atkvæðagreiðslu,“ sagði Halldór. Í tilkynningu Icelandair til Kauphallarinnar segir að kjarasamningurinn sem undirritaður var í nótt gildi til 31. desember 2019. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands sagði í stuttu samtali að hann telji nýja samninginn hafa vigt en nú sé það félagsmanna að greiða atkvæði um hann. Samninganefndir voru boðaðir til Ríkissáttasemjara klukkan fjögur í gær og hafa fundarhöld staðið í tólf tíma. Fyrir fundinn var samninganefnd flugvirkja ekki bjartsýn á árangur. Magnús Jónsson, aðstoðarríkissáttasemjari, beindi þeim tilmælum til fjölmiðla í gær að þeir væru ekki í húsakynnum Ríkissáttasemjara í gærkvöldi og í nótt þar sem hann taldi nærveru þeirra hafa truflandi áhrif á viðræðurnar sem voru á viðkvæmu stigi. Síðan fundir hófust í gær bárust litlar upplýsingar þar til nú, þegar tilkynnt var að skrifað hefði verið undir. Icelandair hefur þegar aflýst þremur ferðum í fyrramálið; til Brussel, París Orly og Hamborgar. Tengdar fréttir Fundur stendur yfir í flugvirkjadeilunni Síðasta fundi samninganefnda deiluaðila var slitið um fjögur leytið í nótt án þess að nokkur niðurstaða fengist. 18. desember 2017 17:12 Forstjóri Icelandair svaraði harðri gagnrýni sem flugfélagið hefur fengið á sig "Við vorum allan tímann að reikna með því að við myndum ná að semja“ 18. desember 2017 23:57 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11 Verkfall flugvirkja: Deiluaðilar funda síðdegis Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins klukkan fjögur í dag. 18. desember 2017 13:45 Verkfall flugvirkja hefst klukkan 06:00 Fundi milli Flugvirkjafélags Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Icelandair slitið klukkan 02:30. 17. desember 2017 03:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Engin áform ennþá um lög á verkfall flugvirkja Stjórnvöld fylgjast með framvindu mála í kjaradeilunni og meta stöðuna eftir því sem fram líður. 18. desember 2017 15:58 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Sjá meira
Samninganefndir Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands skrifuðu undir nýjan kjarasamning klukkan fjögur í nótt og var verkfalli flugvirkja hjá Icelandair frestað um fjórar vikur. Fjölmiðlar fengu ekki að vera viðstaddir undirritunina. Í örstuttum skilaboðum til fréttamanns sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins það mikinn létti að samningar hafi náðst í þessari krefjandi kjaradeilu. „Samningurinn verður nú borinn undir félagsmenn í Flugvirkjafélaginu til atkvæðagreiðslu,“ sagði Halldór. Í tilkynningu Icelandair til Kauphallarinnar segir að kjarasamningurinn sem undirritaður var í nótt gildi til 31. desember 2019. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands sagði í stuttu samtali að hann telji nýja samninginn hafa vigt en nú sé það félagsmanna að greiða atkvæði um hann. Samninganefndir voru boðaðir til Ríkissáttasemjara klukkan fjögur í gær og hafa fundarhöld staðið í tólf tíma. Fyrir fundinn var samninganefnd flugvirkja ekki bjartsýn á árangur. Magnús Jónsson, aðstoðarríkissáttasemjari, beindi þeim tilmælum til fjölmiðla í gær að þeir væru ekki í húsakynnum Ríkissáttasemjara í gærkvöldi og í nótt þar sem hann taldi nærveru þeirra hafa truflandi áhrif á viðræðurnar sem voru á viðkvæmu stigi. Síðan fundir hófust í gær bárust litlar upplýsingar þar til nú, þegar tilkynnt var að skrifað hefði verið undir. Icelandair hefur þegar aflýst þremur ferðum í fyrramálið; til Brussel, París Orly og Hamborgar.
Tengdar fréttir Fundur stendur yfir í flugvirkjadeilunni Síðasta fundi samninganefnda deiluaðila var slitið um fjögur leytið í nótt án þess að nokkur niðurstaða fengist. 18. desember 2017 17:12 Forstjóri Icelandair svaraði harðri gagnrýni sem flugfélagið hefur fengið á sig "Við vorum allan tímann að reikna með því að við myndum ná að semja“ 18. desember 2017 23:57 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11 Verkfall flugvirkja: Deiluaðilar funda síðdegis Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins klukkan fjögur í dag. 18. desember 2017 13:45 Verkfall flugvirkja hefst klukkan 06:00 Fundi milli Flugvirkjafélags Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Icelandair slitið klukkan 02:30. 17. desember 2017 03:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Engin áform ennþá um lög á verkfall flugvirkja Stjórnvöld fylgjast með framvindu mála í kjaradeilunni og meta stöðuna eftir því sem fram líður. 18. desember 2017 15:58 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Sjá meira
Fundur stendur yfir í flugvirkjadeilunni Síðasta fundi samninganefnda deiluaðila var slitið um fjögur leytið í nótt án þess að nokkur niðurstaða fengist. 18. desember 2017 17:12
Forstjóri Icelandair svaraði harðri gagnrýni sem flugfélagið hefur fengið á sig "Við vorum allan tímann að reikna með því að við myndum ná að semja“ 18. desember 2017 23:57
Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03
Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11
Verkfall flugvirkja: Deiluaðilar funda síðdegis Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins klukkan fjögur í dag. 18. desember 2017 13:45
Verkfall flugvirkja hefst klukkan 06:00 Fundi milli Flugvirkjafélags Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Icelandair slitið klukkan 02:30. 17. desember 2017 03:00
Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57
Engin áform ennþá um lög á verkfall flugvirkja Stjórnvöld fylgjast með framvindu mála í kjaradeilunni og meta stöðuna eftir því sem fram líður. 18. desember 2017 15:58