Framtíð Elliðaárdals kynnt eftir áramót Baldur Guðmundsson skrifar 19. desember 2017 06:00 Ekki er gert ráð fyrir að húsið Skálará í Elliðaárdal verði þar til frambúðar. vísir/stefán Byggingarmagn og nánari afmörkun á uppskiptingu lóða í Elliðaárdal er í vinnslu en tillaga að breyttu deiliskipulagi verður kynnt með formlegum hætti eftir áramót, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Fallið hefur verið frá því að tvöfalda Stekkjarbakka eins og fyrirhugað var vegna þess að umferðaraukning um götuna reyndist minni en spár gerðu ráð fyrir. Í síðustu viku var greint frá áformum um uppbyggingu stórs gróðurhúss norðan Stekkjarbakka. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er líklegt að Skálará, gamalt hús á vegum Félagsbústaða þar sem kanínur og andfuglar hafa gert sig heimakomin, standi utan skipulagssvæðisins þar sem gróðurhúsið fær lóð. Af gögnum, sem birt voru á vef borgarinnar fyrir síðustu helgi, kom fram að húsið yrði innan skipulagssvæðisins sem verið er að hanna. Björn Ingi Edvardsson, landslagsarkitekt á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur, segir að upphaflega hafi staðið til að bæði húsið og umferðargatan Stekkjarbakki yrðu innan skipulagsins en útlit sé fyrir að það muni breytast. Ekki er því útlit fyrir að hróflað verði við Skálará á grundvelli deiliskipulagsins, þótt aðkoman að húsinu geti breyst. Hins vegar bendir Björn Ingi á að gildandi aðalskipulag geri ráð fyrir að allar byggingar á svæðinu muni víkja, ef Gilsbakki, hús sem reist var var 1942, er undanskilinn. Skipulagstillagan sem nú er í vinnslu mun taka tillit til þess. Skálará mun þannig víkja með tíð og tíma en það er undir eiganda lóðarinnar og hússins komið, borginni, hvenær það verður. „Miðað við fyrirliggjandi drög þá er ekki gert ráð fyrir neinni uppbyggingu við Stekkjarbakka 1, Skálará,“ segir Björn Ingi í svari til Fréttablaðsins. Í fornleifa- og húsakönnun á svæðinu norðan Stekkjarbakka í Elliðaárdal kemur fram að Þorvarður Björnsson yfirhafnsögumaður hafi byggt húsið Skálará sem sumarbústað árið 1932. Þá var húsið miklu minna en það er í dag, enda hefur margoft verið byggt við það. Í skýrslunni kemur fram að húsið hafi gildi fyrir sögu óskipulagðrar íbúabyggðar á svæðinu, sem nú sé að mestu horfin. Þó er ekki gerð tillaga að sérstökum verndunarákvæðum fyrir húsið, þótt það hafi gildi fyrir sögu svæðisins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Reykjavíkurborg hefur veitt vilyrði fyrir 12 þúsund fermetra lóð undir gróðurhús. Lóðin nær út fyrir Skálará, þar sem Jón Þorgeir Ragnarsson hefur fóðrað kanínur um árabil. 9. desember 2017 06:00 Undirbúa byggingu stærðarinnar gróðurhúss við Elliðaárdal Borgarráð hefur veitt fyrirtækinu Spor í sandinn vilyrði fyrir stækkun lóðar í Stekkjarholti í Breiðtholti vegna fyrirhugaðrar byggingar stærðarinnar gróðurhvelfingar. 8. desember 2017 14:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Byggingarmagn og nánari afmörkun á uppskiptingu lóða í Elliðaárdal er í vinnslu en tillaga að breyttu deiliskipulagi verður kynnt með formlegum hætti eftir áramót, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Fallið hefur verið frá því að tvöfalda Stekkjarbakka eins og fyrirhugað var vegna þess að umferðaraukning um götuna reyndist minni en spár gerðu ráð fyrir. Í síðustu viku var greint frá áformum um uppbyggingu stórs gróðurhúss norðan Stekkjarbakka. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er líklegt að Skálará, gamalt hús á vegum Félagsbústaða þar sem kanínur og andfuglar hafa gert sig heimakomin, standi utan skipulagssvæðisins þar sem gróðurhúsið fær lóð. Af gögnum, sem birt voru á vef borgarinnar fyrir síðustu helgi, kom fram að húsið yrði innan skipulagssvæðisins sem verið er að hanna. Björn Ingi Edvardsson, landslagsarkitekt á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur, segir að upphaflega hafi staðið til að bæði húsið og umferðargatan Stekkjarbakki yrðu innan skipulagsins en útlit sé fyrir að það muni breytast. Ekki er því útlit fyrir að hróflað verði við Skálará á grundvelli deiliskipulagsins, þótt aðkoman að húsinu geti breyst. Hins vegar bendir Björn Ingi á að gildandi aðalskipulag geri ráð fyrir að allar byggingar á svæðinu muni víkja, ef Gilsbakki, hús sem reist var var 1942, er undanskilinn. Skipulagstillagan sem nú er í vinnslu mun taka tillit til þess. Skálará mun þannig víkja með tíð og tíma en það er undir eiganda lóðarinnar og hússins komið, borginni, hvenær það verður. „Miðað við fyrirliggjandi drög þá er ekki gert ráð fyrir neinni uppbyggingu við Stekkjarbakka 1, Skálará,“ segir Björn Ingi í svari til Fréttablaðsins. Í fornleifa- og húsakönnun á svæðinu norðan Stekkjarbakka í Elliðaárdal kemur fram að Þorvarður Björnsson yfirhafnsögumaður hafi byggt húsið Skálará sem sumarbústað árið 1932. Þá var húsið miklu minna en það er í dag, enda hefur margoft verið byggt við það. Í skýrslunni kemur fram að húsið hafi gildi fyrir sögu óskipulagðrar íbúabyggðar á svæðinu, sem nú sé að mestu horfin. Þó er ekki gerð tillaga að sérstökum verndunarákvæðum fyrir húsið, þótt það hafi gildi fyrir sögu svæðisins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Reykjavíkurborg hefur veitt vilyrði fyrir 12 þúsund fermetra lóð undir gróðurhús. Lóðin nær út fyrir Skálará, þar sem Jón Þorgeir Ragnarsson hefur fóðrað kanínur um árabil. 9. desember 2017 06:00 Undirbúa byggingu stærðarinnar gróðurhúss við Elliðaárdal Borgarráð hefur veitt fyrirtækinu Spor í sandinn vilyrði fyrir stækkun lóðar í Stekkjarholti í Breiðtholti vegna fyrirhugaðrar byggingar stærðarinnar gróðurhvelfingar. 8. desember 2017 14:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Reykjavíkurborg hefur veitt vilyrði fyrir 12 þúsund fermetra lóð undir gróðurhús. Lóðin nær út fyrir Skálará, þar sem Jón Þorgeir Ragnarsson hefur fóðrað kanínur um árabil. 9. desember 2017 06:00
Undirbúa byggingu stærðarinnar gróðurhúss við Elliðaárdal Borgarráð hefur veitt fyrirtækinu Spor í sandinn vilyrði fyrir stækkun lóðar í Stekkjarholti í Breiðtholti vegna fyrirhugaðrar byggingar stærðarinnar gróðurhvelfingar. 8. desember 2017 14:05