Löggæsla efld í fjárlögum en um leið skorið niður í fangelsum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. desember 2017 06:00 Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunnar. vísir/anton brink Þrátt fyrir áherslu nýrrar ríkisstjórnar á eflingu löggæslunnar er ekki gert ráð fyrir auknu fjárframlagi til fangelsismála í nýju fjárlagafrumvarpi. Þvert á móti er fjárheimild til málaflokksins lækkuð um 2,4 milljónir króna til að mæta aðhaldskröfum. Lögreglan fær hins vegar aukin fjárframlög og í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er kveðið á um aukna áherslu á rannsóknir kynferðisbrota og styrkingu aðgerða gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. Ekki er minnst á fangelsi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. „Það er alltaf verið að byrja á vitlausum enda,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Hann telur vænlegast til árangurs að vinna gegn síbrotaþróun með aukinni áherslu á betrun og leggur áherslu á að ef eigi að berjast gegn glæpum þurfi að stórauka framlög til fangelsismála ekki síður en til lögreglu. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, tekur í svipaðan streng og Guðmundur Ingi. „Þegar löggæslan er efld og árangur lögreglu eykst þá hefur það í för með sér aukið álag á fangelsiskerfið, það segir sig sjálft.“ Um það bil 580 manns eru á boðunarlista Fangelsismálastofnunar og bíða afplánunar. Unnið hefur verið að því að stytta boðunarlistann, bæði með byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði og með nýjum lögum um fullnustu refsinga sem fjölga úrræðum til afplánunar utan fangelsa, til dæmis með aukinni notkun rafræns eftirlits. Fangelsið á Hólmsheiði er hins vegar ekki í fullri notkun þar sem ekki hefur verið unnt að manna fjögur stöðugildi fangavarða vegna fjárskorts. Dómsmál Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Hraunrásin óheppileg en vonar að garðarnir haldi Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira
Þrátt fyrir áherslu nýrrar ríkisstjórnar á eflingu löggæslunnar er ekki gert ráð fyrir auknu fjárframlagi til fangelsismála í nýju fjárlagafrumvarpi. Þvert á móti er fjárheimild til málaflokksins lækkuð um 2,4 milljónir króna til að mæta aðhaldskröfum. Lögreglan fær hins vegar aukin fjárframlög og í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er kveðið á um aukna áherslu á rannsóknir kynferðisbrota og styrkingu aðgerða gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. Ekki er minnst á fangelsi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. „Það er alltaf verið að byrja á vitlausum enda,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Hann telur vænlegast til árangurs að vinna gegn síbrotaþróun með aukinni áherslu á betrun og leggur áherslu á að ef eigi að berjast gegn glæpum þurfi að stórauka framlög til fangelsismála ekki síður en til lögreglu. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, tekur í svipaðan streng og Guðmundur Ingi. „Þegar löggæslan er efld og árangur lögreglu eykst þá hefur það í för með sér aukið álag á fangelsiskerfið, það segir sig sjálft.“ Um það bil 580 manns eru á boðunarlista Fangelsismálastofnunar og bíða afplánunar. Unnið hefur verið að því að stytta boðunarlistann, bæði með byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði og með nýjum lögum um fullnustu refsinga sem fjölga úrræðum til afplánunar utan fangelsa, til dæmis með aukinni notkun rafræns eftirlits. Fangelsið á Hólmsheiði er hins vegar ekki í fullri notkun þar sem ekki hefur verið unnt að manna fjögur stöðugildi fangavarða vegna fjárskorts.
Dómsmál Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Hraunrásin óheppileg en vonar að garðarnir haldi Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira