Heilbrigðiskerfið er hjartað í góðu samfélagi Svandís Svavarsdóttir skrifar 18. desember 2017 07:00 Allir landsmenn eiga að fá notið góðrar heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Samfélag þar sem heilbrigðiskerfið er öflugt er gott samfélag. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er lögð áhersla á eflingu hins opinbera heilbrigðiskerfis, þannig að markmiðinu um aðgang allra að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu verði náð. Fjárframlög til heilbrigðismála verða því aukin verulega samkvæmt fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar en heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 nemur ríflega 21 milljarði króna. Ríkisstjórnin mun ekki einkavæða frekar í heilbrigðiskerfinu heldur auka útgjöld til opinbera heilbrigðiskerfisins. Sem dæmi um málaflokka þar sem framlög eru aukin samkvæmt fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar má nefna að sjúkrahúsþjónusta á landinu öllu verður styrkt verulega. Með styrkingu sjúkrahúsþjónustu verður til að mynda mögulegt að efla innviði spítalans og rekstur, fjölga starfsfólki og endurnýja tækjakost. Í fjárlagafrumvarpinu er einnig aukið við framlög til heilsugæslunnar og niðurgreiðslur tannlæknakostnaðar aldraðra og örorkulífeyrisþega eru auknar. Framlög vegna hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu hækka, svo mögulegt verður að fjölga hjúkrunarrýmum og efla öldrunarþjónustu. Sömuleiðis eru framlög vegna lyfja og lækningavara hækkuð. Brýn þörf stendur til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landinu öllu. Sérstök áhersla er lögð á geðheilbrigðisþjónustu í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og fjárlagafrumvarpið ber þess merki. Áætlað er að fjárveitingar til geðheilbrigðisþjónustu, bæði á sjúkrahúsum og heilsugæslum, hækki verulega. Í samræmi við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að hlúa betur að þolendum kynferðisofbeldis og berjast gegn kynferðisofbeldi er viðbótarframlag veitt til þjónustu við þolendur kynferðisbrota á Neyðarmóttöku til að koma til móts við þolendur kynferðisofbeldis á landsbyggðinni. Íslenska heilbrigðiskerfið á að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Til þess að við getum boðið upp á heilbrigðiskerfi sem er samkeppnishæft í alþjóðlegu samhengi þarf að treysta hið opinbera kerfi. Það munum við gera.Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Allir landsmenn eiga að fá notið góðrar heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Samfélag þar sem heilbrigðiskerfið er öflugt er gott samfélag. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er lögð áhersla á eflingu hins opinbera heilbrigðiskerfis, þannig að markmiðinu um aðgang allra að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu verði náð. Fjárframlög til heilbrigðismála verða því aukin verulega samkvæmt fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar en heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 nemur ríflega 21 milljarði króna. Ríkisstjórnin mun ekki einkavæða frekar í heilbrigðiskerfinu heldur auka útgjöld til opinbera heilbrigðiskerfisins. Sem dæmi um málaflokka þar sem framlög eru aukin samkvæmt fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar má nefna að sjúkrahúsþjónusta á landinu öllu verður styrkt verulega. Með styrkingu sjúkrahúsþjónustu verður til að mynda mögulegt að efla innviði spítalans og rekstur, fjölga starfsfólki og endurnýja tækjakost. Í fjárlagafrumvarpinu er einnig aukið við framlög til heilsugæslunnar og niðurgreiðslur tannlæknakostnaðar aldraðra og örorkulífeyrisþega eru auknar. Framlög vegna hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu hækka, svo mögulegt verður að fjölga hjúkrunarrýmum og efla öldrunarþjónustu. Sömuleiðis eru framlög vegna lyfja og lækningavara hækkuð. Brýn þörf stendur til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landinu öllu. Sérstök áhersla er lögð á geðheilbrigðisþjónustu í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og fjárlagafrumvarpið ber þess merki. Áætlað er að fjárveitingar til geðheilbrigðisþjónustu, bæði á sjúkrahúsum og heilsugæslum, hækki verulega. Í samræmi við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að hlúa betur að þolendum kynferðisofbeldis og berjast gegn kynferðisofbeldi er viðbótarframlag veitt til þjónustu við þolendur kynferðisbrota á Neyðarmóttöku til að koma til móts við þolendur kynferðisofbeldis á landsbyggðinni. Íslenska heilbrigðiskerfið á að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Til þess að við getum boðið upp á heilbrigðiskerfi sem er samkeppnishæft í alþjóðlegu samhengi þarf að treysta hið opinbera kerfi. Það munum við gera.Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun