Fjórtán sagt upp hjá NLFÍ í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. desember 2017 11:51 Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði er rótgróin stofnun. Vísir/Pjetur Fjórtán starfsmönnum Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði hefur verið sagt upp störfum vegna fjárhagsörðugleika stofnunarinnar. Þá verður dvalargestum fækkað um þrjátíu prósent frá áramótum til að hagræða í rekstrinum. Það er ekki bjart yfir starfsemi Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði því þar hefur verið stöðugur niðurskurður en aldrei eins mikill og núna. Þjónustusamningur hefur verið við ríkið síðustu 27 ár en það kemur sífellt minna og minna fjármagn til starfseminnar „Við erum búin að semja við Sjúkratrygginar um nýjan samning í eitt og hálft ár. Þeir hafa sýnt okkur heilmikinn skilning um okkar þjónustu og svo framvegis en ekki viljað gera neitt fyrir okkur. Okkar samningur er að renna út um áramótin,“ segir Haraldur Erlendsson, forstjóri Heilsustofnunarinnar. Haraldur segir að nú hafi verið tekið sú ákvörðun að skera verulega niður í Hveragerði. „Við erum að fækka dvalargestum um þrjátíu prósent sem eru í húsi að jafnaði. Þannig að það er nánast þriðjungslækkun. Það er mjög alvarlegt og mesti niðurskurður á okkar þjónustu frá upphafi,“ segir Haraldur. Starfsmönnum hefur verið sagt upp á Heilsustofnun af þeim eitt hundrað starfsmönnum sem vinna hjá stofnunni. „Þetta eru eitthvað um tíu stöðugildi en þetta gætu verið um fjórtán starfsmenn, eitthvað þannig. Sumir eru í föstum stöðum, aðrir hafa verið lausráðnir vegna opinna samninga hjá okkar. Þetta er náttúrulega umtalsverður fjöldi af okkar starfsfólki. Við höfum bara verið í sorgarferli síðan í september og mjög náttúrulega erfitt hjá öllum starfsmönnum. Það hafa allir verið með áhyggjur af sínu starfi. Nú er komið á hreint hverjir verða áfram og hverjir verða áfram. Þetta er náttúrulega bara gríðarlega sárt fyrir alla.“ Heilbrigðismál Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Fjórtán starfsmönnum Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði hefur verið sagt upp störfum vegna fjárhagsörðugleika stofnunarinnar. Þá verður dvalargestum fækkað um þrjátíu prósent frá áramótum til að hagræða í rekstrinum. Það er ekki bjart yfir starfsemi Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði því þar hefur verið stöðugur niðurskurður en aldrei eins mikill og núna. Þjónustusamningur hefur verið við ríkið síðustu 27 ár en það kemur sífellt minna og minna fjármagn til starfseminnar „Við erum búin að semja við Sjúkratrygginar um nýjan samning í eitt og hálft ár. Þeir hafa sýnt okkur heilmikinn skilning um okkar þjónustu og svo framvegis en ekki viljað gera neitt fyrir okkur. Okkar samningur er að renna út um áramótin,“ segir Haraldur Erlendsson, forstjóri Heilsustofnunarinnar. Haraldur segir að nú hafi verið tekið sú ákvörðun að skera verulega niður í Hveragerði. „Við erum að fækka dvalargestum um þrjátíu prósent sem eru í húsi að jafnaði. Þannig að það er nánast þriðjungslækkun. Það er mjög alvarlegt og mesti niðurskurður á okkar þjónustu frá upphafi,“ segir Haraldur. Starfsmönnum hefur verið sagt upp á Heilsustofnun af þeim eitt hundrað starfsmönnum sem vinna hjá stofnunni. „Þetta eru eitthvað um tíu stöðugildi en þetta gætu verið um fjórtán starfsmenn, eitthvað þannig. Sumir eru í föstum stöðum, aðrir hafa verið lausráðnir vegna opinna samninga hjá okkar. Þetta er náttúrulega umtalsverður fjöldi af okkar starfsfólki. Við höfum bara verið í sorgarferli síðan í september og mjög náttúrulega erfitt hjá öllum starfsmönnum. Það hafa allir verið með áhyggjur af sínu starfi. Nú er komið á hreint hverjir verða áfram og hverjir verða áfram. Þetta er náttúrulega bara gríðarlega sárt fyrir alla.“
Heilbrigðismál Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira