Enski boltinn

Nær West Brom líka að stöðva sókn Manchester United? | Myndband

Átjánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina en eftir sjö leiki gærdagsins fara tveir leikir fram í dag.

Fyrri leikur dagsins fer fram á The Hawthorns þar sem heimamenn í West Brom taka á móti lærisveinum Jose Mourinho í Manchester United sem eru að eltast við nágranna sína í Manchester City.

Þessi lið mættust á sama degi í fyrra þar sem Zlatan Ibrahimovic skoraði bæði mörk gestanna í sigri en West Brom hefur ekki enn tapað í fjórum leikjum síðan Alan Pardew tók við liðinu.

Seinna um daginn tekur Bournemouth á móti Liverpool en þegar þessi lið mættust á síðasta tímabili vann heimaliðið í sjö marka spennutrylli sem lauk með 4-3 sigri Bournemouth.

Bournemouth hefur gengið illa á heimavelli í vetur en Liverpool hefur unnið síðustu þrjá útileiki í deildinni en upphitunarmyndband fyrir leikina má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×