Enski boltinn

Hörður og félagar unnu fjórða leikinn í röð | Langþráður heimasigur Sunderland

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hörður og félagar eru eins og er í umspilssæti um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili
Hörður og félagar eru eins og er í umspilssæti um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili Vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon lék allar 90. mínúturnar í 2-1 sigri Bristol City gegn Nottingham Forest í Championship-deildinni í dag.

Var þetta fín upphitun fyrir stórleikinn framundan en næsti leikur liðsins er gegn Manchester United í deildarbikarnum.

Hörður sem fékk fá tækifæri framan af í deildinni byrjaði leikinn í vinstri bakvarðastöðunni og lék hann allan leikinn.

Bristol sem er á miklu flugi þessa dagana komst 2-0 yfir með tveimur mörkum á stuttum kafla undir lok fyrri hálfleiks.

Kieran Dowell minnkaði muninn fyrir gestina í upphafi seinni hálfleiks en það reyndist síðasta mark leiksins.

Á sama tíma vann Sunderland 1-0 sigur gegn Fulham á heimavelli í dag en þetta var fyrsti sigur Sunderland á heimavelli frá 1-0 sigri gegn Watford þann 17. desember í fyrra.

Eftir að hafa fallið úr ensku úrvalsdeildinni í vor hefur lítið gengið hjá Sunderland mönnum í haust en það mátti sjá á stuðningsmönnum og leikmönnum eftir leik hvað þessi sigur var liðinu dýrmætur.

Jón Daði Böðvarsson byrjaði á bekknum og lék síðasta korterið í 0-2 tapi Reading gegn Ipswich á útivelli.

Á sama tíma sat Birkir Bjarnason á bekknum allan leikinn í 0-2 tapi Aston Villa gegn Derby.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×