Lífið

Fengu hátt í fjörutíu tæki að gjöf

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Við afhendinguna: Bryndís Haraldsdóttir, Haraldur Sverrisson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Ásbjörn Einarsson, Bjarni Ingvar Árnason, Ólafur Þór Gunnarsson og Birgir Gunnarsson.
Við afhendinguna: Bryndís Haraldsdóttir, Haraldur Sverrisson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Ásbjörn Einarsson, Bjarni Ingvar Árnason, Ólafur Þór Gunnarsson og Birgir Gunnarsson.
Endurhæfingarstöðin að Reykjalundi veitti veglegri gjöf viðtöku á dögunum. Hún var frá Styrktar- og sjúkrasjóði verzlunarmanna í Reykjavík og er að andvirði 28 milljónir króna. Um er að ræða hátt í fjörutíu mismunandi tæki í endurhæfingarsal Reykjalundar. Þau taka við af eldri búnaði sem kominn er til ára sinna.

Reykjalundur er ein helsta endurhæfingar- og heilbrigðisstofnun landsins sem þjónar árlega yfir þúsund manns sem hafa veikst eða slasast alvarlega og fallið út af vinnumarkaði. Meðalaldur sjúklinga er í um 50 ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.