Dustin Hoffman verst nýjum ásökunum um kynferðislega áreitni Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. desember 2017 08:05 Dustin Hoffman baðst upphaflega afsökunar eftir ásakanirnar sem komu fram í upphafi mánaðarins. Hann neitar þeim öllum í dag. Vísir/AP Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman þvertekur fyrir ásakanir þriggja kvenna sem segja hann hafa brotið kynferðislega á sér. Ein þeirra segir hann hafa nauðgað sér í aftursæti bifreiðar. Hoffman var í upphafi þessa mánaðar sakaður um kynferðislega áreitni gegn þremur konum, þar á meðal 17 ára stúlku árið 1985. Konan hafði verið starfsnemi á tökustað og sagði hún leikarann hafa klipið í sig og rætt við sig opinskátt um kynlíf. Ásakanirnar sem nú koma fram hafa ekki áður ratað í fjölmiðla. Tvær kvennanna segja Hoffman hafa brotið á sér kynferðislega - önnur þeirra lýsir því hvernig hann nauðgaði henni eftir teiti - en sú þriðja greinir frá kynferðislegu athæfi leikarans í hennar garð. Sjá einnig: Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlkuCori Thomas, æskuvinkona dóttur leikarans, segir Hoffman hafa berað sig fyrir henni eftir að þau þrjú snæddu saman kvöldmat á hótelinu þar sem hann dvaldi. Meðan þau biðu eftir því að foreldrar Thomas kæmu og náðu í hana hafi Hoffman komið nakinn út af baðherberginu og vísvitandi látið handklæðið sem huldi kynfæri hans falla. Thomas lýsir því í samtali við Variety hvernig hún hafi frosið og ekki vitað hvað hún ætti að gera. Leikarinn hafi heldur ekkert verið að drífa sig í föt. Hann hafi staðið kviknakinn fyrir framan hana í lengri tíma. Eftir það hafi hann snarað sér í baðslopp og beðið stúlkuna að nudda á sér tærnar. Hann hafi jafnframt þráspurt Thomas hvort hún vildi sjá á sér liminn. Önnur kona, Melissa Kester, lýsir því hvernig Hoffmann stakk fingri ofan í nærbuxurnar hennar meðan þau unnu saman að upptöku á lagi fyrir kvikmyndina Ishtar. „Hann stakk fingrinum inn í mig,“ segir Kester og bætir við að hún hafi frosið. Sjá einnig: John Oliver grillaði Dustin Hoffman vegna ásakana um kynferðislega áreitniKærastinn hennar hafi verið í hljóðverinu en ekki séð hvað gekk á. Hún segist ekki hafa haft það í sér á því augnabliki að láta kærastann vita og að eftir upptökuna hafi hún hlaupið inn á klósett og grátið. Á meðan hafi Hoffmann hlegið. Eftir tökurnar hafi hann svo ítrekað reynt að hafa samband við hana. Þriðja konan, sem vildi ekki koma fram undir nafni, segir Hoffman hafa nauðgað sér í aftursæti bifreiðar eftir teiti þar sem lokatökudegi á fyrrnefndri Ishtar var fagnað. Hoffman hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar en lögmaður hans segir allar sögurnar vera uppspuna. MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir John Oliver grillaði Dustin Hoffman vegna ásakana um kynferðislega áreitni Hiti færðist í leikinn þegar þáttastjórnandinn John Oliver og leikarinn Dustin Hoffman tókust á um ásakanir á hendur þeim síðarnefnda um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku 5. desember 2017 10:58 Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman þvertekur fyrir ásakanir þriggja kvenna sem segja hann hafa brotið kynferðislega á sér. Ein þeirra segir hann hafa nauðgað sér í aftursæti bifreiðar. Hoffman var í upphafi þessa mánaðar sakaður um kynferðislega áreitni gegn þremur konum, þar á meðal 17 ára stúlku árið 1985. Konan hafði verið starfsnemi á tökustað og sagði hún leikarann hafa klipið í sig og rætt við sig opinskátt um kynlíf. Ásakanirnar sem nú koma fram hafa ekki áður ratað í fjölmiðla. Tvær kvennanna segja Hoffman hafa brotið á sér kynferðislega - önnur þeirra lýsir því hvernig hann nauðgaði henni eftir teiti - en sú þriðja greinir frá kynferðislegu athæfi leikarans í hennar garð. Sjá einnig: Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlkuCori Thomas, æskuvinkona dóttur leikarans, segir Hoffman hafa berað sig fyrir henni eftir að þau þrjú snæddu saman kvöldmat á hótelinu þar sem hann dvaldi. Meðan þau biðu eftir því að foreldrar Thomas kæmu og náðu í hana hafi Hoffman komið nakinn út af baðherberginu og vísvitandi látið handklæðið sem huldi kynfæri hans falla. Thomas lýsir því í samtali við Variety hvernig hún hafi frosið og ekki vitað hvað hún ætti að gera. Leikarinn hafi heldur ekkert verið að drífa sig í föt. Hann hafi staðið kviknakinn fyrir framan hana í lengri tíma. Eftir það hafi hann snarað sér í baðslopp og beðið stúlkuna að nudda á sér tærnar. Hann hafi jafnframt þráspurt Thomas hvort hún vildi sjá á sér liminn. Önnur kona, Melissa Kester, lýsir því hvernig Hoffmann stakk fingri ofan í nærbuxurnar hennar meðan þau unnu saman að upptöku á lagi fyrir kvikmyndina Ishtar. „Hann stakk fingrinum inn í mig,“ segir Kester og bætir við að hún hafi frosið. Sjá einnig: John Oliver grillaði Dustin Hoffman vegna ásakana um kynferðislega áreitniKærastinn hennar hafi verið í hljóðverinu en ekki séð hvað gekk á. Hún segist ekki hafa haft það í sér á því augnabliki að láta kærastann vita og að eftir upptökuna hafi hún hlaupið inn á klósett og grátið. Á meðan hafi Hoffmann hlegið. Eftir tökurnar hafi hann svo ítrekað reynt að hafa samband við hana. Þriðja konan, sem vildi ekki koma fram undir nafni, segir Hoffman hafa nauðgað sér í aftursæti bifreiðar eftir teiti þar sem lokatökudegi á fyrrnefndri Ishtar var fagnað. Hoffman hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar en lögmaður hans segir allar sögurnar vera uppspuna.
MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir John Oliver grillaði Dustin Hoffman vegna ásakana um kynferðislega áreitni Hiti færðist í leikinn þegar þáttastjórnandinn John Oliver og leikarinn Dustin Hoffman tókust á um ásakanir á hendur þeim síðarnefnda um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku 5. desember 2017 10:58 Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
John Oliver grillaði Dustin Hoffman vegna ásakana um kynferðislega áreitni Hiti færðist í leikinn þegar þáttastjórnandinn John Oliver og leikarinn Dustin Hoffman tókust á um ásakanir á hendur þeim síðarnefnda um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku 5. desember 2017 10:58
Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15