Segir ríkisstjórnina skammta sér tuttugu milljónir í áróðursmál Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. desember 2017 23:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Hanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina skammta sér tuttugu milljónir í áróðursmál í nýju fjárlagfrumvarpi. Hann segir það með ólíkindum að til standi að auka framlög til forsætisráðuneytisins um fimmtíu prósent milli ára. „Það er meiri aukning en ég hef nokkurn tímann séð í nokkurt ráðuneyti og miklum mun meira en til stóð í september,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. „Aukningin liggur ekki hvað síst í 105 milljóna króna framlagi sem á að nýta til eftirlits með vinnu ráðherra ríkisstjórnarinnar og tryggja að þeir fylgi stefnu ríkisstjórnarinnar, það er Vinstri grænna. Í opanálag skammtar ríkisstjórnin sér tuttugu milljónir í áróðursmál.“Hvergi ráðist í úrbætur Hann segir það valda sér áhyggjum að ríkisstjórnin virðist alls staðar vera að setja pening í að viðhalda gölluðum kerfum. Hvergi sé ráðist í nauðsynlegar úrbætur. „Útgjaldaaukning frumvarpsins er náttúrulega gífurleg en það er eins og við var að búast hjá flokkum sem voru ekki sammála um neitt nema að skipta á milli sín stólum og útdeila peningunum sem urðu til á síðustu árum,“ segir Sigmundur. „Ekki veitir af fjármagni til dæmis í heilbrigðiskerfið, menntakerfið og almannatryggingar. En ef mikið fjármagn er sett í þessa málaflokka án þess að endurskoða um leið hvernig fjármagnið nýtist þýðir það einfaldlega að það verður enn erfiðara og enn dýrara að laga kerfið þegar loks verður ráðist í það.“ Í fjárlagafrumvarpinu segir að auka eigi útgjöld til heilbrigðismála upp á 21 milljarð og munu þau dreifast á heilsugæsluna, sjúkrastofnanir á landsbyggðina og Landspítalann. Þá hækka framlög til framhaldsskóla um 400 milljónir og háskóla um einn milljarð króna en heildarframlög til menntamála aukast um 5,5 milljarða. „Menn geta rétt ínyndað sér hver viðbrögð VG hefðu verið ef nýr forsætisráðherra Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokks hefði tekið upp á því að auka framlög til eigin ráðuneytis, ekki hvað síst til að auka eigið vald,“ segir Sigmundur. Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Útgjöld ríkissjóðs aukast um 66 milljarða á næsta ári Útgjöld ríkissjóðs á næsta ári hækka um 66 milljarða króna miðað við fjárlög ársins í ár samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem lagt verður fram á Alþingi í dag. 14. desember 2017 13:00 Vaxtabyrði ríkissjóðs enn mikil á næsta ári þrátt fyrir 50 milljarða lækkun skulda Fjármálaráðherra segir allt benda til að Íslendingar standi nú á toppi hagsveiflunnar og hagvöxtur verði minni á komandi árum en hann hafi verið. 14. desember 2017 20:15 Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina skammta sér tuttugu milljónir í áróðursmál í nýju fjárlagfrumvarpi. Hann segir það með ólíkindum að til standi að auka framlög til forsætisráðuneytisins um fimmtíu prósent milli ára. „Það er meiri aukning en ég hef nokkurn tímann séð í nokkurt ráðuneyti og miklum mun meira en til stóð í september,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. „Aukningin liggur ekki hvað síst í 105 milljóna króna framlagi sem á að nýta til eftirlits með vinnu ráðherra ríkisstjórnarinnar og tryggja að þeir fylgi stefnu ríkisstjórnarinnar, það er Vinstri grænna. Í opanálag skammtar ríkisstjórnin sér tuttugu milljónir í áróðursmál.“Hvergi ráðist í úrbætur Hann segir það valda sér áhyggjum að ríkisstjórnin virðist alls staðar vera að setja pening í að viðhalda gölluðum kerfum. Hvergi sé ráðist í nauðsynlegar úrbætur. „Útgjaldaaukning frumvarpsins er náttúrulega gífurleg en það er eins og við var að búast hjá flokkum sem voru ekki sammála um neitt nema að skipta á milli sín stólum og útdeila peningunum sem urðu til á síðustu árum,“ segir Sigmundur. „Ekki veitir af fjármagni til dæmis í heilbrigðiskerfið, menntakerfið og almannatryggingar. En ef mikið fjármagn er sett í þessa málaflokka án þess að endurskoða um leið hvernig fjármagnið nýtist þýðir það einfaldlega að það verður enn erfiðara og enn dýrara að laga kerfið þegar loks verður ráðist í það.“ Í fjárlagafrumvarpinu segir að auka eigi útgjöld til heilbrigðismála upp á 21 milljarð og munu þau dreifast á heilsugæsluna, sjúkrastofnanir á landsbyggðina og Landspítalann. Þá hækka framlög til framhaldsskóla um 400 milljónir og háskóla um einn milljarð króna en heildarframlög til menntamála aukast um 5,5 milljarða. „Menn geta rétt ínyndað sér hver viðbrögð VG hefðu verið ef nýr forsætisráðherra Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokks hefði tekið upp á því að auka framlög til eigin ráðuneytis, ekki hvað síst til að auka eigið vald,“ segir Sigmundur.
Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Útgjöld ríkissjóðs aukast um 66 milljarða á næsta ári Útgjöld ríkissjóðs á næsta ári hækka um 66 milljarða króna miðað við fjárlög ársins í ár samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem lagt verður fram á Alþingi í dag. 14. desember 2017 13:00 Vaxtabyrði ríkissjóðs enn mikil á næsta ári þrátt fyrir 50 milljarða lækkun skulda Fjármálaráðherra segir allt benda til að Íslendingar standi nú á toppi hagsveiflunnar og hagvöxtur verði minni á komandi árum en hann hafi verið. 14. desember 2017 20:15 Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26
Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37
Útgjöld ríkissjóðs aukast um 66 milljarða á næsta ári Útgjöld ríkissjóðs á næsta ári hækka um 66 milljarða króna miðað við fjárlög ársins í ár samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem lagt verður fram á Alþingi í dag. 14. desember 2017 13:00
Vaxtabyrði ríkissjóðs enn mikil á næsta ári þrátt fyrir 50 milljarða lækkun skulda Fjármálaráðherra segir allt benda til að Íslendingar standi nú á toppi hagsveiflunnar og hagvöxtur verði minni á komandi árum en hann hafi verið. 14. desember 2017 20:15
Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06