Útgjöld ríkissjóðs aukast um 66 milljarða á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2017 13:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarpið í morgun. Vísir/Ernir Útgjöld ríkissjóðs á næsta ári hækka um 66 milljarða króna miðað við fjárlög ársins í ár samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem lagt verður fram á Alþingi í dag. Útgjöld til heilbrigðismála aukast um 21 milljarð króna og framlög til mennta- og samgöngumála aukast töluvert milli ára. Þingsetning verður með hefðbundnu sniði og hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30 en Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setur síðan þingið formlega um klukkan 14. Að lokinni setningu verður þingfundi framhaldið með kjöri forseta Alþingis, kosið í nefndir, hlutað um sæti alþingismanna og fleira. Katrín Jakobsdóttir flytur síðan stefnuræðu sína klukkan 19:30 í kvöld og í framhaldinu fara fram umræður um hana. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið hefst á Alþingi í fyrramálið. Í frumvarpinu sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í morgun er gert ráð fyrir 35 milljarða króna afgangi, níu milljörðum minni afgangi en fjárlagafrumvarp fyrri stjórnar gerði ráð fyrir. Fjármálaráðherra segir tekjur ríkissjóðs aukast töluvert á næsta ári en útgjöld aukist líka um 66 milljarða króna í samræmi við áherslur nýrrar ríkisstjórnar. „Við ætlum að setja meira inn í heilbrigðiskerfið en áður var áformað. Við setjum sömuleiðis stóraukna fjármuni inn í menntamál. Bæði til háskóla og framhaldsskólastigsins. Við ætlum að auka framlög til vegagerðar í landinu. En afkoman er engu að síður mjög sterk. Við erum að leggja hér upp með um 35 milljarða afgang af fjárlögum sem er töluvert umfram það sem Alþingi afgreiddi fyrir árið 2017,“ segir Bjarni.Útgjöld til heilbrigðismála hækka um 21 milljarð Þrátt fyrir aukin útgjöld er áætlað að lækka skuldir ríkissjóðs um 50 milljarða á næsta ári en vaxtaútgjöld ríkissjóðs eru með stærstu útgjaldaliðum hans og nema um 72 miiljörðum á næsta ári. Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála verður um 21 milljarður króna, sem fer til heilsugæslunnar, sjúkrastofnana á landsbyggðinni sem og til Landsspítalans. „Við erum bæði að styðja sérstaklega við mönnun spítalans, við erum líka að setja fjármuni í húsnæði á spítalnum. Það á bæði við um barna- og unglingageðdeildina en líka annars staðar. Það koma fjármunir til tækjakaupa og þetta fer inn í ýmis áherslumál heilbrigðisráðuneytisins. En ég vil líka halda því til haga að við erum að setja fjármuni til tækjakaupa á landsbyggðinni og styðja við rekstur sjúkrastofnana utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Bjarni. Útgjöld til barnabóta hækka um tæpan 1 milljarð frá árinu 2017. Framlög vegna fæðingarorlofs hækka um rúmlega 1 milljarð króna og frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega verður hækkað í upphafi árs 2018 úr 25.000 kr. í 100.000 kr. á mánuði, sem eykur útgjöld um 1,1 ma.kr.Bjarni segir Ísland hafa efni á hágæða menntastofnunum Á sviði mennta, menningar og íþróttamála verða talsverðar breytingar til hækkunar, sé miðað við forsendur fjármálaáætlunar. Framlag til máltækniverkefnis hækkar um 450 milljónir, framlög til framhaldsskóla um 400 milljónir og framlög til háskóla um 1 milljarð króna. Alls aukast framlög til mennta-, menningar- og íþróttamála um 5,5 ma.kr. En ríkisstjórnin stefnir að því að framlög verði á við meðaltal OECD ríkjanna árið 2020 og framlög Norðurlandanna árið 2025. „Við erum á topp tíu lista allra þjóða í heiminum varðandi verðmætasköpun á hvern landsmann. Það hlýtur að verða að endurspeglast í því að við höldum hér úti mjög sterku menntakerfi. Sömuleiðis heilbrigðiskerfi og öðrum sterkum innviðum í landinu,“ segir fjármálaráðherra. Framlög til verkefna á sviði samgöngu- og fjarskiptamála hækka samtals um 3,6 milljarðar króna, og til umhverfismála um 1,7 milljarða. Einnig er veitt 90 milljón króna framlag til vöktunar á ám vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi í sjókvíum. Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Útgjöld ríkissjóðs á næsta ári hækka um 66 milljarða króna miðað við fjárlög ársins í ár samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem lagt verður fram á Alþingi í dag. Útgjöld til heilbrigðismála aukast um 21 milljarð króna og framlög til mennta- og samgöngumála aukast töluvert milli ára. Þingsetning verður með hefðbundnu sniði og hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30 en Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setur síðan þingið formlega um klukkan 14. Að lokinni setningu verður þingfundi framhaldið með kjöri forseta Alþingis, kosið í nefndir, hlutað um sæti alþingismanna og fleira. Katrín Jakobsdóttir flytur síðan stefnuræðu sína klukkan 19:30 í kvöld og í framhaldinu fara fram umræður um hana. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið hefst á Alþingi í fyrramálið. Í frumvarpinu sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í morgun er gert ráð fyrir 35 milljarða króna afgangi, níu milljörðum minni afgangi en fjárlagafrumvarp fyrri stjórnar gerði ráð fyrir. Fjármálaráðherra segir tekjur ríkissjóðs aukast töluvert á næsta ári en útgjöld aukist líka um 66 milljarða króna í samræmi við áherslur nýrrar ríkisstjórnar. „Við ætlum að setja meira inn í heilbrigðiskerfið en áður var áformað. Við setjum sömuleiðis stóraukna fjármuni inn í menntamál. Bæði til háskóla og framhaldsskólastigsins. Við ætlum að auka framlög til vegagerðar í landinu. En afkoman er engu að síður mjög sterk. Við erum að leggja hér upp með um 35 milljarða afgang af fjárlögum sem er töluvert umfram það sem Alþingi afgreiddi fyrir árið 2017,“ segir Bjarni.Útgjöld til heilbrigðismála hækka um 21 milljarð Þrátt fyrir aukin útgjöld er áætlað að lækka skuldir ríkissjóðs um 50 milljarða á næsta ári en vaxtaútgjöld ríkissjóðs eru með stærstu útgjaldaliðum hans og nema um 72 miiljörðum á næsta ári. Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála verður um 21 milljarður króna, sem fer til heilsugæslunnar, sjúkrastofnana á landsbyggðinni sem og til Landsspítalans. „Við erum bæði að styðja sérstaklega við mönnun spítalans, við erum líka að setja fjármuni í húsnæði á spítalnum. Það á bæði við um barna- og unglingageðdeildina en líka annars staðar. Það koma fjármunir til tækjakaupa og þetta fer inn í ýmis áherslumál heilbrigðisráðuneytisins. En ég vil líka halda því til haga að við erum að setja fjármuni til tækjakaupa á landsbyggðinni og styðja við rekstur sjúkrastofnana utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Bjarni. Útgjöld til barnabóta hækka um tæpan 1 milljarð frá árinu 2017. Framlög vegna fæðingarorlofs hækka um rúmlega 1 milljarð króna og frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega verður hækkað í upphafi árs 2018 úr 25.000 kr. í 100.000 kr. á mánuði, sem eykur útgjöld um 1,1 ma.kr.Bjarni segir Ísland hafa efni á hágæða menntastofnunum Á sviði mennta, menningar og íþróttamála verða talsverðar breytingar til hækkunar, sé miðað við forsendur fjármálaáætlunar. Framlag til máltækniverkefnis hækkar um 450 milljónir, framlög til framhaldsskóla um 400 milljónir og framlög til háskóla um 1 milljarð króna. Alls aukast framlög til mennta-, menningar- og íþróttamála um 5,5 ma.kr. En ríkisstjórnin stefnir að því að framlög verði á við meðaltal OECD ríkjanna árið 2020 og framlög Norðurlandanna árið 2025. „Við erum á topp tíu lista allra þjóða í heiminum varðandi verðmætasköpun á hvern landsmann. Það hlýtur að verða að endurspeglast í því að við höldum hér úti mjög sterku menntakerfi. Sömuleiðis heilbrigðiskerfi og öðrum sterkum innviðum í landinu,“ segir fjármálaráðherra. Framlög til verkefna á sviði samgöngu- og fjarskiptamála hækka samtals um 3,6 milljarðar króna, og til umhverfismála um 1,7 milljarða. Einnig er veitt 90 milljón króna framlag til vöktunar á ám vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi í sjókvíum.
Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26
Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37
Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06