Blessað barnalánið: Frægir fjölga sér árið 2017 Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. desember 2017 19:30 Til hamingju með lífið! Vísir / Skjáskot af Instagram Það er ávallt mikið gleðiefni þegar ný manneskja fæðist og hrein unun að fylgjast með henni uppgötva heiminn í fyrsta sinn. Mikið af okkar skærustu stjörnum hafa verið svo lánsamar að eignast börn á árinu og ákvað Lífið að fara yfir þá sem hafa notið barnaláns árið 2017, þar sem það er farið að styttast í annan endann. Guðrún Jóna og Rúnar Freyr.Vísir / Vilhelm Sex börn, takk fyrir Leikarinn Rúnar Freyr Gíslason eignaðist soninn Breka Frey með konu sinni, Guðrúnu Jónu Stefánsdóttur aðfaranótt 17. nóvember. Litli snáðinn var þrettán merkur og 49 sentímetrar þegar hann kom í heiminn, töluvert fyrir tímann, en settur dagur var 9. desember. Þetta er langt frá því að vera fyrsta barn skötuhjúanna. Þegar þau byrjuðu saman átti Rúnar Freyr þrjú börn og Guðrún Jóna eitt. Þau eignuðust síðan dóttur saman árið 2015, þannig að nú telur barnahópurinn sex stykki. Þvílík lukka. Flýtti sér í heiminn Hraðfréttapésinn Fannar Sveinsson og hjúkrunarfræðingurinn Valgerður Kristjánsdóttir eignuðust son þann 28. nóvember. Líkt og hjá Rúnari Frey og Guðrúnu Jónu, kom sá stuttu einnig fyrir tímann, eða alls tveimur vikum. Hér má sjá snáðann litla: A post shared by Fannar Sveinsson (@fannarsveins) on Nov 28, 2017 at 1:31pm PST Og hér eru þau Fannar og Valgerður: A post shared by Fannar Sveinsson (@fannarsveins) on Sep 1, 2017 at 9:35am PDT Frumburðurinn fæddur Tónlistarfólkið Logi Pedro Stefánsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn þann 1. október og hlotnaðist þeim sonur. Líklegt þykir að drengurinn fái tónlistargen í vöggugjöf þar sem báðir foreldrar hans hafa gert það gott á því sviði, Logi með Retro Stefson og Þórdís með Reykjavíkurdætrum. Logi og Þórdís eru ekki lengur par en ala soninn upp saman. A post shared by Logi Pedro (@logipedro) on Nov 8, 2017 at 2:13am PST Elma Stefanía og Mikael.Vísir / Ernir Barn í stað frumsýningar Fjölmiðlamaðurinn og skáldið Mikael Torfason eignaðist dóttur þann 20. október með eiginkonu sinni, leikkonunni Elmu Stefaníu Ágústsdóttur. Dóttirin kom í heiminn sama kvöld og verkið Guð blessi Ísland var frumsýnt í Borgarleikhúsinu, en Mikael er höfundur verksins ásamt Þorleifi Arnarssyni. Hann missti því af frumsýningunni en fékk dóttur í staðinn. Aldeilis dásamleg skipti, eins og Mikael sagði sjálfur frá á Facebook-síðu sinni. „Þetta er hún Ída. Komin í fangið á stóru systkinum sínum, þeim Ísold og Jóel. Hún lét bíða eftir sér og stal senunni á frumsýningunni sem ég missti af; með ánægju. Við erum loksins komin heim í Brekkuselið. Ídu heilsast vel, sem og móður hennar. Þær eru stálhraustar og við gætum ekki verið hamingjusamari,“ skrifaði hann á sínum tíma. Sigga Dögg og Benjamín Leó.Vísir / Anton Brink Krakkastóð hjá kynfræðingi Kynfræðingurinn Sigga Dögg eignaðist son í lok janúar 2017 með manni sínum, Hermanni Sigurðssyni. Fyrir áttu þau tvö börn, Írisi Lóu og Henry Nóa, en nýjasti snáðinn, sem bráðum verður eins árs, heitir Benjamín Leó. Tvö börn hjá matgæðingi Matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir eignaðist sitt annað barn með eiginmanni sínum, Haraldi Haraldssyni, föstudagskvöldið 8. september. Eva og Haraldur buðu aðra dóttur sína velkomna í heiminn, en fyrir áttu þau dótturina Ingibjörgu Rósu sem fagnaði þriggja ára afmæli sínu í sumar. Nýjasta viðbótin við fjölskylduna fékk nýverið nafnið Kristín Rannveig. A post shared by Eva Laufey Kjaran Hermannsd. (@evalaufeykjaran) on Oct 8, 2017 at 1:05pm PDT Á eftir snappi kemur barn Snapchat-stjarnan Guðrún Veiga Gunnarsdóttir og Guðmundur Þór Valsson, eiginmaður hennar, eignuðust dóttur þann 9. maí. Guðrún Veiga leyfði aðdáendum sínum á samfélagsmiðlum að fylgjast vel með meðgöngunni og var því mikil gleði meðal fylgjenda hennar þegar hún birti loks mynd af nýfæddu barninu. Fyrir eiga þau Guðrún Veiga og Guðmundur son. A post shared by Guðrún Veiga (@gveiga85) on Sep 5, 2017 at 10:04am PDT Skot og mark Knattspyrnumaðurinn Alfreð Finnbogason og fimleikastjarnan Fríða Rún Einarsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn á fyrrihluta þessa árs. Þegar Alfreð tilkynnti um fæðingu barnsins á Facebook-síðu sinni sagði hann að þau skötuhjúin gætu ekki verið ánægðari með komu stúlkunnar í heiminn og að þau hlakki til að takast á við þennan nýja kafla í lífi þeirra beggja. A post shared by Alfreð Finnbogason (@alfredfinnbogason) on Dec 6, 2017 at 7:21am PST Listrænt handboltabarn Handboltahetjan Aron Pálmarsson og söng- og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir buðu litla dóttur velkomna í heiminn þann 7. nóvember. Stúlkan er frumburður Arons en fyrir á Ágústa Eva son úr fyrra sambandi sem kom í heiminn árið 2011. Hér fyrir neðan má sjá mynd af Aroni og Ágústu sem var tekin rétt áður en hnátan kom í heiminn: A post shared by Agusta Eva Official (@agustaeva) on Oct 27, 2017 at 12:22pm PDT Fréttir ársins 2017 Tengdar fréttir Beyoncé, Ronaldo og Selena áttu Instagram árið 2017 Þessi þrjú eiga þær myndir sem var mest líkað við á samfélagsmiðlinum á árinu sem er að líða. 12. desember 2017 20:30 Árið 2017 gert upp: Skilnaðir skekja stjörnuheiminn Þessi pör fóru hvort sína leiðina, mörgum að óvörum. 17. nóvember 2017 21:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Sjá meira
Það er ávallt mikið gleðiefni þegar ný manneskja fæðist og hrein unun að fylgjast með henni uppgötva heiminn í fyrsta sinn. Mikið af okkar skærustu stjörnum hafa verið svo lánsamar að eignast börn á árinu og ákvað Lífið að fara yfir þá sem hafa notið barnaláns árið 2017, þar sem það er farið að styttast í annan endann. Guðrún Jóna og Rúnar Freyr.Vísir / Vilhelm Sex börn, takk fyrir Leikarinn Rúnar Freyr Gíslason eignaðist soninn Breka Frey með konu sinni, Guðrúnu Jónu Stefánsdóttur aðfaranótt 17. nóvember. Litli snáðinn var þrettán merkur og 49 sentímetrar þegar hann kom í heiminn, töluvert fyrir tímann, en settur dagur var 9. desember. Þetta er langt frá því að vera fyrsta barn skötuhjúanna. Þegar þau byrjuðu saman átti Rúnar Freyr þrjú börn og Guðrún Jóna eitt. Þau eignuðust síðan dóttur saman árið 2015, þannig að nú telur barnahópurinn sex stykki. Þvílík lukka. Flýtti sér í heiminn Hraðfréttapésinn Fannar Sveinsson og hjúkrunarfræðingurinn Valgerður Kristjánsdóttir eignuðust son þann 28. nóvember. Líkt og hjá Rúnari Frey og Guðrúnu Jónu, kom sá stuttu einnig fyrir tímann, eða alls tveimur vikum. Hér má sjá snáðann litla: A post shared by Fannar Sveinsson (@fannarsveins) on Nov 28, 2017 at 1:31pm PST Og hér eru þau Fannar og Valgerður: A post shared by Fannar Sveinsson (@fannarsveins) on Sep 1, 2017 at 9:35am PDT Frumburðurinn fæddur Tónlistarfólkið Logi Pedro Stefánsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn þann 1. október og hlotnaðist þeim sonur. Líklegt þykir að drengurinn fái tónlistargen í vöggugjöf þar sem báðir foreldrar hans hafa gert það gott á því sviði, Logi með Retro Stefson og Þórdís með Reykjavíkurdætrum. Logi og Þórdís eru ekki lengur par en ala soninn upp saman. A post shared by Logi Pedro (@logipedro) on Nov 8, 2017 at 2:13am PST Elma Stefanía og Mikael.Vísir / Ernir Barn í stað frumsýningar Fjölmiðlamaðurinn og skáldið Mikael Torfason eignaðist dóttur þann 20. október með eiginkonu sinni, leikkonunni Elmu Stefaníu Ágústsdóttur. Dóttirin kom í heiminn sama kvöld og verkið Guð blessi Ísland var frumsýnt í Borgarleikhúsinu, en Mikael er höfundur verksins ásamt Þorleifi Arnarssyni. Hann missti því af frumsýningunni en fékk dóttur í staðinn. Aldeilis dásamleg skipti, eins og Mikael sagði sjálfur frá á Facebook-síðu sinni. „Þetta er hún Ída. Komin í fangið á stóru systkinum sínum, þeim Ísold og Jóel. Hún lét bíða eftir sér og stal senunni á frumsýningunni sem ég missti af; með ánægju. Við erum loksins komin heim í Brekkuselið. Ídu heilsast vel, sem og móður hennar. Þær eru stálhraustar og við gætum ekki verið hamingjusamari,“ skrifaði hann á sínum tíma. Sigga Dögg og Benjamín Leó.Vísir / Anton Brink Krakkastóð hjá kynfræðingi Kynfræðingurinn Sigga Dögg eignaðist son í lok janúar 2017 með manni sínum, Hermanni Sigurðssyni. Fyrir áttu þau tvö börn, Írisi Lóu og Henry Nóa, en nýjasti snáðinn, sem bráðum verður eins árs, heitir Benjamín Leó. Tvö börn hjá matgæðingi Matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir eignaðist sitt annað barn með eiginmanni sínum, Haraldi Haraldssyni, föstudagskvöldið 8. september. Eva og Haraldur buðu aðra dóttur sína velkomna í heiminn, en fyrir áttu þau dótturina Ingibjörgu Rósu sem fagnaði þriggja ára afmæli sínu í sumar. Nýjasta viðbótin við fjölskylduna fékk nýverið nafnið Kristín Rannveig. A post shared by Eva Laufey Kjaran Hermannsd. (@evalaufeykjaran) on Oct 8, 2017 at 1:05pm PDT Á eftir snappi kemur barn Snapchat-stjarnan Guðrún Veiga Gunnarsdóttir og Guðmundur Þór Valsson, eiginmaður hennar, eignuðust dóttur þann 9. maí. Guðrún Veiga leyfði aðdáendum sínum á samfélagsmiðlum að fylgjast vel með meðgöngunni og var því mikil gleði meðal fylgjenda hennar þegar hún birti loks mynd af nýfæddu barninu. Fyrir eiga þau Guðrún Veiga og Guðmundur son. A post shared by Guðrún Veiga (@gveiga85) on Sep 5, 2017 at 10:04am PDT Skot og mark Knattspyrnumaðurinn Alfreð Finnbogason og fimleikastjarnan Fríða Rún Einarsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn á fyrrihluta þessa árs. Þegar Alfreð tilkynnti um fæðingu barnsins á Facebook-síðu sinni sagði hann að þau skötuhjúin gætu ekki verið ánægðari með komu stúlkunnar í heiminn og að þau hlakki til að takast á við þennan nýja kafla í lífi þeirra beggja. A post shared by Alfreð Finnbogason (@alfredfinnbogason) on Dec 6, 2017 at 7:21am PST Listrænt handboltabarn Handboltahetjan Aron Pálmarsson og söng- og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir buðu litla dóttur velkomna í heiminn þann 7. nóvember. Stúlkan er frumburður Arons en fyrir á Ágústa Eva son úr fyrra sambandi sem kom í heiminn árið 2011. Hér fyrir neðan má sjá mynd af Aroni og Ágústu sem var tekin rétt áður en hnátan kom í heiminn: A post shared by Agusta Eva Official (@agustaeva) on Oct 27, 2017 at 12:22pm PDT
Fréttir ársins 2017 Tengdar fréttir Beyoncé, Ronaldo og Selena áttu Instagram árið 2017 Þessi þrjú eiga þær myndir sem var mest líkað við á samfélagsmiðlinum á árinu sem er að líða. 12. desember 2017 20:30 Árið 2017 gert upp: Skilnaðir skekja stjörnuheiminn Þessi pör fóru hvort sína leiðina, mörgum að óvörum. 17. nóvember 2017 21:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Sjá meira
Beyoncé, Ronaldo og Selena áttu Instagram árið 2017 Þessi þrjú eiga þær myndir sem var mest líkað við á samfélagsmiðlinum á árinu sem er að líða. 12. desember 2017 20:30
Árið 2017 gert upp: Skilnaðir skekja stjörnuheiminn Þessi pör fóru hvort sína leiðina, mörgum að óvörum. 17. nóvember 2017 21:30