Grunaður um tilraun til manndráps: Áverkavottorð þýsks réttarmeinafræðings lykilgagn í málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2017 11:08 Áverkavottorð þýska réttarmeinafræðingsins Sebastian Kunz er lykilgagn í málinu. Kunz er hér í dómsal í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Møller Olsen en hann bar vitni í málinu þar sem hann lagði mat á áverka Birnu Brjánsdóttur. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í gær en úrskurður héraðsdóms lá fyrir í lok síðustu viku. Maðurinn er 22 ára gamall og grunaður um að tilraun til manndráps með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustuna sína aðfaranótt sunnudagsins 3. desember í húsi í Holtunum í Reykjavík. Er maðurinn sakaður um að hafa tekið konuna, sem er 27 ára gömul, hengingartaki þar til hún missti meðvitund. Áverkavottorð þýska réttarmeinafræðingsins Sebastian Kunz er lykilgagn í málinu en hann var fenginn til að meta áverka konunnar auk þess sem áverkavottorð frá Landspítalanum liggur fyrir. Þá segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi, að ýmislegt annað bendi til þess að maðurinn hafi beitt konuna því ofbeldi sem hann er grunaður um. Sætir maðurinn nú gæsluvarðhaldi í annað sinn en nokkrum dögum áður en héraðsdómur úrskurðaði hann í varðhald í lok síðustu viku hafði Hæstiréttur hafnað kröfu lögreglunnar um að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi. Héraðsdómur hafði áður úrskurðað manninn í tæplega tveggja vikna varðhald. Hann var því látinn laus en yfirheyrður á fimmtudaginn í liðinni viku og handtekinn að lokinni skýrslutöku. Tók dómari sér sólarhrings frest til að kveða upp úrskurð sinn og féllst svo á kröfu lögreglunnar sem Hæstiréttur hefur nú staðfest. Guðmundur Páll segir að rannsókn málsins sé vel á veg komin og að hún sé á lokastigi. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir en játning liggur ekki fyrir í málinu. Guðmundur Páll kveðst eiga von á því að málið verði sent til héraðssaksóknara í síðasta lagi eftir helgi. Lögreglumál Tengdar fréttir Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20 Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps laus úr haldi Hæstiréttur féllst ekki á sjónarmið lögreglunnar um að maðurinn ætti að sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 6. desember 2017 11:01 Aftur í varðhald þvert á dóm Hæstaréttar Erlendur karlmaður var í lok síðustu viku úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. janúar næstkomandi grunaður um tilraun til manndráps. 11. desember 2017 06:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í gær en úrskurður héraðsdóms lá fyrir í lok síðustu viku. Maðurinn er 22 ára gamall og grunaður um að tilraun til manndráps með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustuna sína aðfaranótt sunnudagsins 3. desember í húsi í Holtunum í Reykjavík. Er maðurinn sakaður um að hafa tekið konuna, sem er 27 ára gömul, hengingartaki þar til hún missti meðvitund. Áverkavottorð þýska réttarmeinafræðingsins Sebastian Kunz er lykilgagn í málinu en hann var fenginn til að meta áverka konunnar auk þess sem áverkavottorð frá Landspítalanum liggur fyrir. Þá segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi, að ýmislegt annað bendi til þess að maðurinn hafi beitt konuna því ofbeldi sem hann er grunaður um. Sætir maðurinn nú gæsluvarðhaldi í annað sinn en nokkrum dögum áður en héraðsdómur úrskurðaði hann í varðhald í lok síðustu viku hafði Hæstiréttur hafnað kröfu lögreglunnar um að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi. Héraðsdómur hafði áður úrskurðað manninn í tæplega tveggja vikna varðhald. Hann var því látinn laus en yfirheyrður á fimmtudaginn í liðinni viku og handtekinn að lokinni skýrslutöku. Tók dómari sér sólarhrings frest til að kveða upp úrskurð sinn og féllst svo á kröfu lögreglunnar sem Hæstiréttur hefur nú staðfest. Guðmundur Páll segir að rannsókn málsins sé vel á veg komin og að hún sé á lokastigi. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir en játning liggur ekki fyrir í málinu. Guðmundur Páll kveðst eiga von á því að málið verði sent til héraðssaksóknara í síðasta lagi eftir helgi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20 Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps laus úr haldi Hæstiréttur féllst ekki á sjónarmið lögreglunnar um að maðurinn ætti að sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 6. desember 2017 11:01 Aftur í varðhald þvert á dóm Hæstaréttar Erlendur karlmaður var í lok síðustu viku úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. janúar næstkomandi grunaður um tilraun til manndráps. 11. desember 2017 06:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20
Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps laus úr haldi Hæstiréttur féllst ekki á sjónarmið lögreglunnar um að maðurinn ætti að sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 6. desember 2017 11:01
Aftur í varðhald þvert á dóm Hæstaréttar Erlendur karlmaður var í lok síðustu viku úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. janúar næstkomandi grunaður um tilraun til manndráps. 11. desember 2017 06:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent