Erlent

Safna lífsýnum og fingraförum allra íbúa héraðsins

Atli Ísleifsson skrifar
Um ellefu milljónir Úígúra búa í héraðinu Xinjiang.
Um ellefu milljónir Úígúra búa í héraðinu Xinjiang. Vísir/AFP
Kíversk yfirvöld eru nú að safna DNA-sýnum, fingraförum og öðrum lífsýnum úr hverjum einasta íbúa á aldrinum 12 til 65 ára í héraðinu Xinjiang í vesturhluta landsins. Guardian segir frá.

Um ellefu milljónir Úígúra búa í héraðinu en þeir eru múslimar af tyrneskum uppruna og hluti þeirra hefur barist fyrir auknum réttindum eða sjálfstæði. Hafa átök reglulega brotist út í héraðinu.

Lífsýnasöfnunin er liður í gæslu yfirvalda því mannréttindasamtök segja að auðvelt sé að nota sýnin til að fylgjast grannt með ákveðnum hópum í samfélaginu.

Um nítján milljónir hafa þegar tekið þátt í verkefninu en mannréttindasamtök segja að fólk sé ekki látið vita af því að sýnin fari beint til lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×