Það þarf aukinn og víðtækan stöðugleika Ingólfur Bender skrifar 13. desember 2017 07:00 Ákall iðnaðarins um stöðugleika snýst um stöðug starfsskilyrði. Í því sambandi er verðbólgan ekki eina viðmiðið þó að hún sé mikilvægur mælikvarði. Viðmiðið er að starfsskilyrðin séu nokkuð fyrirsjáanleg þannig að hér á landi sé hægt að gera áætlanir með viðunandi vissu og á grundvelli þeirra fjárfesta í uppbyggingu iðnaðar og annarrar starfsemi sem skilar sér í aukinni verðmætasköpun og hagsæld hér á landi. Aukinn og víðtækur stöðugleiki er ekki bara til hagsbóta fyrir iðnaðinn heldur allt íslenskt samfélag. Stöðugleiki er mikilvægur fyrir hagkerfið, heimilin og fyrirtækin. Um þetta virðast flestir sammála. Er almennur skilningur á mikilvægi stöðugleikans jákvæður en óstöðugleiki í efnahagsmálum hér á landi hefur lengi verið eitt af meginvandamálum íslenska hagkerfisins. Áhersla á stöðugleikann í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er í þessu sambandi sérstaklega jákvæð.Þverrandi samkeppnisstaða Stöðugleiki er margþættur. Sá stöðugleiki sem oft er vísað til um þessar mundir er stöðugt verðlag en það er meginmarkmið Seðlabankans. Í því sambandi hefur gengið vel síðustu ár en verðbólgan er við verðbólgumarkmiðið og hefur verið það frá upphafi árs 2014. Um er að ræða lengsta tímabil verðstöðugleika síðan verðbólgumarkmiðið var tekið upp í mars 2001. En á þessum tíma verðstöðugleika hefur ekki verið mikill stöðugleiki að öðru leyti í íslensku efnahagslífi. Hefur gengi krónunnar til dæmis hækkað um 31 prósent á þessum tíma. Einnig hafa laun hækkað um 36 prósent sem er langt umfram framleiðnivöxt og þær launahækkanir sem sést hafa í þeim löndum sem íslensk fyrirtæki keppa helst við. Það hefur því ekki verið neinn stöðugleiki á þessum tíma í samkeppnisstöðu íslensks iðnaðar eða annarra íslenskra fyrirtækja þó að verðbólgan hafi verið við markmið Seðlabankans.Hvað höfum við boðið upp á? Ekkert land innan OECD hefur gengið í gegnum viðlíka sveiflu í raungengi gjaldmiðils síns og Ísland síðastliðinn áratug en raungengi krónunnar er mælikvarði á þróun samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum. Ekkert iðnvætt ríki hefur því boðið sínum fyrirtækjum upp á jafn mikinn óstöðugleika í samkeppnisstöðu á þessum tíma. Það hefur því verið mikill óstöðugleiki hér á landi á þann mælikvarða. Þegar fjárfestar taka ákvörðun um hvort byggja eigi upp fyrirtæki hér á landi sjá þeir tilviljanakenndar ákvarðanir stjórnvalda, óstöðugan gjaldmiðil og vinnumarkað sem einkennist af kapphlaupi á milli launþegahópa um hver fær mest. Þetta er það sem við bjóðum og það er ekki stöðugleiki. Þessu þurfum við að breyta.Upphaf aukins stöðugleika? Vonandi er nýhafið kjörtímabil upphafið að tíma aukins og víðtækari stöðugleika. Til þess að svo megi verða þarf ný ríkisstjórn að leggja áherslu á stöðugleikann í víðri merkingu þess orðs. Það er ekki nægjanlegt að áherslan sé á verðbólgumarkmið eitt heldur þarf einnig að draga úr hagsveiflum og auka stöðugleika í gengismálum. Einnig þarf ný ríkisstjórn að hvetja til þess að launabreytingar taki meira mið af framleiðnivexti og þróun í útflutningsgreinunum. Með slíkum stöðugleika væri bætt til muna starfsumhverfi íslensks iðnaðar og íslenskra fyrirtækja almennt til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Bender Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Ákall iðnaðarins um stöðugleika snýst um stöðug starfsskilyrði. Í því sambandi er verðbólgan ekki eina viðmiðið þó að hún sé mikilvægur mælikvarði. Viðmiðið er að starfsskilyrðin séu nokkuð fyrirsjáanleg þannig að hér á landi sé hægt að gera áætlanir með viðunandi vissu og á grundvelli þeirra fjárfesta í uppbyggingu iðnaðar og annarrar starfsemi sem skilar sér í aukinni verðmætasköpun og hagsæld hér á landi. Aukinn og víðtækur stöðugleiki er ekki bara til hagsbóta fyrir iðnaðinn heldur allt íslenskt samfélag. Stöðugleiki er mikilvægur fyrir hagkerfið, heimilin og fyrirtækin. Um þetta virðast flestir sammála. Er almennur skilningur á mikilvægi stöðugleikans jákvæður en óstöðugleiki í efnahagsmálum hér á landi hefur lengi verið eitt af meginvandamálum íslenska hagkerfisins. Áhersla á stöðugleikann í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er í þessu sambandi sérstaklega jákvæð.Þverrandi samkeppnisstaða Stöðugleiki er margþættur. Sá stöðugleiki sem oft er vísað til um þessar mundir er stöðugt verðlag en það er meginmarkmið Seðlabankans. Í því sambandi hefur gengið vel síðustu ár en verðbólgan er við verðbólgumarkmiðið og hefur verið það frá upphafi árs 2014. Um er að ræða lengsta tímabil verðstöðugleika síðan verðbólgumarkmiðið var tekið upp í mars 2001. En á þessum tíma verðstöðugleika hefur ekki verið mikill stöðugleiki að öðru leyti í íslensku efnahagslífi. Hefur gengi krónunnar til dæmis hækkað um 31 prósent á þessum tíma. Einnig hafa laun hækkað um 36 prósent sem er langt umfram framleiðnivöxt og þær launahækkanir sem sést hafa í þeim löndum sem íslensk fyrirtæki keppa helst við. Það hefur því ekki verið neinn stöðugleiki á þessum tíma í samkeppnisstöðu íslensks iðnaðar eða annarra íslenskra fyrirtækja þó að verðbólgan hafi verið við markmið Seðlabankans.Hvað höfum við boðið upp á? Ekkert land innan OECD hefur gengið í gegnum viðlíka sveiflu í raungengi gjaldmiðils síns og Ísland síðastliðinn áratug en raungengi krónunnar er mælikvarði á þróun samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum. Ekkert iðnvætt ríki hefur því boðið sínum fyrirtækjum upp á jafn mikinn óstöðugleika í samkeppnisstöðu á þessum tíma. Það hefur því verið mikill óstöðugleiki hér á landi á þann mælikvarða. Þegar fjárfestar taka ákvörðun um hvort byggja eigi upp fyrirtæki hér á landi sjá þeir tilviljanakenndar ákvarðanir stjórnvalda, óstöðugan gjaldmiðil og vinnumarkað sem einkennist af kapphlaupi á milli launþegahópa um hver fær mest. Þetta er það sem við bjóðum og það er ekki stöðugleiki. Þessu þurfum við að breyta.Upphaf aukins stöðugleika? Vonandi er nýhafið kjörtímabil upphafið að tíma aukins og víðtækari stöðugleika. Til þess að svo megi verða þarf ný ríkisstjórn að leggja áherslu á stöðugleikann í víðri merkingu þess orðs. Það er ekki nægjanlegt að áherslan sé á verðbólgumarkmið eitt heldur þarf einnig að draga úr hagsveiflum og auka stöðugleika í gengismálum. Einnig þarf ný ríkisstjórn að hvetja til þess að launabreytingar taki meira mið af framleiðnivexti og þróun í útflutningsgreinunum. Með slíkum stöðugleika væri bætt til muna starfsumhverfi íslensks iðnaðar og íslenskra fyrirtækja almennt til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar