Spjótkastarinn Helgi Sveinsson og sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir voru valin íþróttafólk ársins úr röðum fatlaðra í árlegu hófi Íþróttasambands fatlaðra á Hótel Sögu í dag.
Þetta er þriðja árið í röð sem Helgi hlýtur nafnbótina og í fjórða skipti á fimm árum sem Thelma Björg fær hana.
Helgi setti heimsmet í spjótkasti í vor þegar hann kastaði 59,77 metra á móti á Ítalíu. Hann hafði átt fyrra metið sjálfur, en það var orðið tveggja ára gamalt.
Hann vann einnig til silfurverðlauna á Heimsmeistaramótinu sem fram fór í London sem og gullverðlauna á mótum á Grad Prix mótaröðinni.
Thelma Björg setti Íslandsmet í 50m skriðsundi á Heimsmeistaramótinu í 50m laug sem fram fór í Mexíkó nú á dögunum. Hún fór einnig heim af mótinu með bronsverðlaun í 100m bringusundi.
Samtals setti Thelma 23 ný Íslandsmet í ár og tvö heimsmet í 25m laug, í 800m skriðsundi og 200m baksundi.
