Reyndi að komast inn í lokaðan Facebook-hóp íslenskra stúlkna því hann vildi giftast einni þeirra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2017 11:45 Tveir af mönnunum viðurkenndu í samtali við Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, verkefnastjóra jafnréttismála hjá skóla og frístundasviði Reykjavíkur sem hafði yfirumsjón með hópnum, að þeir hefðu sótt um aðgang því þeir hefðu áhuga á ungum stúlkum. Annar þeirra sagðist vilja fá eina af stúlkunum til að giftast sér. vísir/getty Tæplega 100 erlendir karlmenn hafa reynt að komast inn í lokaðan Facebook-hóp íslenskra unglingsstúlkna sem stofnað var til á dögunum vegna heimsþings stjórnmálakvenna en stúlkurnar voru þátttakendur í hliðarviðburði á þinginu sem bar yfirskriftina Girl to Leader. Tveir af mönnunum viðurkenndu í samtali við Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, verkefnastjóra jafnréttismála hjá skóla og frístundasviði Reykjavíkur sem hafði yfirumsjón með hópnum, að þeir hefðu sótt um aðgang því þeir hefðu áhuga á ungum stúlkum. Annar þeirra sagðist vilja fá eina af stúlkunum til að giftast sér. Þetta kom fram í viðtali við Kolbrúnu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um fimmtíu stelpur voru í hópnum sem tók þátt í Girl to Leader og stofnaði Kolbrún Facebook-hópinn „Girl to Leader – Iceland“ til að halda utan um samskiptin við stelpurnar. Fyrst um sinn var hann sýnilegur á Facebook svo stelpurnar gætu „addað“ sér sjálfar í hann og lokaður en ekki leynilegur. „Það er til „like“-síða fyrir þennan alþjóðlega viðburð sem heitir „Girl to Leader“ og þangað hafa karlar ekki sótt sérstaklega. En þegar ég stofna þennan lokaða hóp þá fæ ég fyrst beiðnir frá stelpunum en svo slæðist alltaf einn og einn karl með,“ sagði Kolbrún. Hún byrjaði á því að eyða körlunum út en þegar henni fannst þetta vera orðið of mikið fór hún að ráði samstarfskonu sinnar sem sagði henni að prófa að hætta að eyða beiðnunum og sjá hvað þetta væri í raun mikið. Á tæplega viku voru komnar 40 beiðnir, allt frá erlendum miðaldra karlmönnum en augljóst var af myndinni af hópnum að hann væri fyrir ungar stúlkur.Kolbrún fór því að velta fyrir sér hvers vegna þetta væri og ákvað að stofna hóp sem héti Boys to Leader með mynd af ungum strákum. „Svo líða dagarnir og það koma áfram beiðnir í stelpuhópum en nú tveimur vikum síðar hefur enginn beiðni komið í strákahópinn,“ sagði Kolbrún. Alls hafa komið beiðnir frá 92 körlum í stelpuhópinn. Þeir eru allir erlendir og koma meðal annars frá Indlandi, Afríku, Bandaríkjunum og Kanada. Girl to Leader er nú orðinn ósýnilegur en Kolbrún valdi af handahófi 15 menn sem höfðu sótt um aðgang að hópnum og sendi þeim skilaboð þar sem hún spurði þá hvers vegna þeir vildu vera með í hópnum. „Þeir hafa ekki allir svarað mér en sumir detta í það að daðra við mig. En tveir hafa viðurkennt það fyrir mér að þeir hafi áhuga á ungum stelpum og einn vill fá að giftast stúlku úr hópnum mínum,“ sagði Kolbrún. Kolbrún ákvað síðan að prófa að stofna annan hóp fyrir stelpur, Girls in Science. Á sex dögum hefur hún fengið sextán beiðnir um aðgang í hann frá fullorðnum karlmönnum. Aðspurð hvað þetta segi henni sagði Kolbrún að þetta staðfesti í raun það sem hún vissi. „Að staða stelpna á netinu er önnur og orðið „girl“ er tengt við eitthvað kynferðislegt.“ Tengdar fréttir Engar tölur til um stafrænt kynferðisofbeldi Engin tölfræði er til hjá hinu opinbera um stafræn kynferðisbrot, sem skýrist af því að löggjöfin afmarkar þessa tegund kynferðisbrota ekki nægilega vel. 27. júlí 2017 07:00 Stjórnvöld þurfi að beita sér frekar gegn stafrænum kynferðisbrotum Mál sundlaugarvarðarins á Sauðárkróki, sem grunaður er um að hafa myndað konur í kvennaklefanum, er grafalvarlegt og alls ekki einsdæmi, segir Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. 25. júlí 2017 20:30 Falsa nektarmyndir af ungum íslenskum stúlkum Falsaðar nektarmyndir af ungum íslenskum stúlkum eru nú algeng sjón í á vefsíðu sem dreifir nektarmyndum af unglingum. Yfir sjö hundruð nektarmyndir voru á sérstöku íslensku svæði á vefsíðunni í júlí. 18. september 2017 20:00 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Tæplega 100 erlendir karlmenn hafa reynt að komast inn í lokaðan Facebook-hóp íslenskra unglingsstúlkna sem stofnað var til á dögunum vegna heimsþings stjórnmálakvenna en stúlkurnar voru þátttakendur í hliðarviðburði á þinginu sem bar yfirskriftina Girl to Leader. Tveir af mönnunum viðurkenndu í samtali við Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, verkefnastjóra jafnréttismála hjá skóla og frístundasviði Reykjavíkur sem hafði yfirumsjón með hópnum, að þeir hefðu sótt um aðgang því þeir hefðu áhuga á ungum stúlkum. Annar þeirra sagðist vilja fá eina af stúlkunum til að giftast sér. Þetta kom fram í viðtali við Kolbrúnu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um fimmtíu stelpur voru í hópnum sem tók þátt í Girl to Leader og stofnaði Kolbrún Facebook-hópinn „Girl to Leader – Iceland“ til að halda utan um samskiptin við stelpurnar. Fyrst um sinn var hann sýnilegur á Facebook svo stelpurnar gætu „addað“ sér sjálfar í hann og lokaður en ekki leynilegur. „Það er til „like“-síða fyrir þennan alþjóðlega viðburð sem heitir „Girl to Leader“ og þangað hafa karlar ekki sótt sérstaklega. En þegar ég stofna þennan lokaða hóp þá fæ ég fyrst beiðnir frá stelpunum en svo slæðist alltaf einn og einn karl með,“ sagði Kolbrún. Hún byrjaði á því að eyða körlunum út en þegar henni fannst þetta vera orðið of mikið fór hún að ráði samstarfskonu sinnar sem sagði henni að prófa að hætta að eyða beiðnunum og sjá hvað þetta væri í raun mikið. Á tæplega viku voru komnar 40 beiðnir, allt frá erlendum miðaldra karlmönnum en augljóst var af myndinni af hópnum að hann væri fyrir ungar stúlkur.Kolbrún fór því að velta fyrir sér hvers vegna þetta væri og ákvað að stofna hóp sem héti Boys to Leader með mynd af ungum strákum. „Svo líða dagarnir og það koma áfram beiðnir í stelpuhópum en nú tveimur vikum síðar hefur enginn beiðni komið í strákahópinn,“ sagði Kolbrún. Alls hafa komið beiðnir frá 92 körlum í stelpuhópinn. Þeir eru allir erlendir og koma meðal annars frá Indlandi, Afríku, Bandaríkjunum og Kanada. Girl to Leader er nú orðinn ósýnilegur en Kolbrún valdi af handahófi 15 menn sem höfðu sótt um aðgang að hópnum og sendi þeim skilaboð þar sem hún spurði þá hvers vegna þeir vildu vera með í hópnum. „Þeir hafa ekki allir svarað mér en sumir detta í það að daðra við mig. En tveir hafa viðurkennt það fyrir mér að þeir hafi áhuga á ungum stelpum og einn vill fá að giftast stúlku úr hópnum mínum,“ sagði Kolbrún. Kolbrún ákvað síðan að prófa að stofna annan hóp fyrir stelpur, Girls in Science. Á sex dögum hefur hún fengið sextán beiðnir um aðgang í hann frá fullorðnum karlmönnum. Aðspurð hvað þetta segi henni sagði Kolbrún að þetta staðfesti í raun það sem hún vissi. „Að staða stelpna á netinu er önnur og orðið „girl“ er tengt við eitthvað kynferðislegt.“
Tengdar fréttir Engar tölur til um stafrænt kynferðisofbeldi Engin tölfræði er til hjá hinu opinbera um stafræn kynferðisbrot, sem skýrist af því að löggjöfin afmarkar þessa tegund kynferðisbrota ekki nægilega vel. 27. júlí 2017 07:00 Stjórnvöld þurfi að beita sér frekar gegn stafrænum kynferðisbrotum Mál sundlaugarvarðarins á Sauðárkróki, sem grunaður er um að hafa myndað konur í kvennaklefanum, er grafalvarlegt og alls ekki einsdæmi, segir Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. 25. júlí 2017 20:30 Falsa nektarmyndir af ungum íslenskum stúlkum Falsaðar nektarmyndir af ungum íslenskum stúlkum eru nú algeng sjón í á vefsíðu sem dreifir nektarmyndum af unglingum. Yfir sjö hundruð nektarmyndir voru á sérstöku íslensku svæði á vefsíðunni í júlí. 18. september 2017 20:00 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Engar tölur til um stafrænt kynferðisofbeldi Engin tölfræði er til hjá hinu opinbera um stafræn kynferðisbrot, sem skýrist af því að löggjöfin afmarkar þessa tegund kynferðisbrota ekki nægilega vel. 27. júlí 2017 07:00
Stjórnvöld þurfi að beita sér frekar gegn stafrænum kynferðisbrotum Mál sundlaugarvarðarins á Sauðárkróki, sem grunaður er um að hafa myndað konur í kvennaklefanum, er grafalvarlegt og alls ekki einsdæmi, segir Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. 25. júlí 2017 20:30
Falsa nektarmyndir af ungum íslenskum stúlkum Falsaðar nektarmyndir af ungum íslenskum stúlkum eru nú algeng sjón í á vefsíðu sem dreifir nektarmyndum af unglingum. Yfir sjö hundruð nektarmyndir voru á sérstöku íslensku svæði á vefsíðunni í júlí. 18. september 2017 20:00