Steingrímur og Fáfnir Offshore gripu í tómt Daníel Freyr Birkisson skrifar 11. desember 2017 16:40 Steingrími Erlingssyni var vikið úr starfi sem framkvæmdastjóri Fáfnis Offshore árið 2015. Biokraft Fyrirtækið Fáfnir Offshore hefur verið sýknað af kröfum fyrrverandi forstjóra þess, Steingríms Erlingssonar, en hann krafði félagið um ógreidd laun og orlof eftir að honum var vikið úr starfi árið 2015. Fáfnir Offshore stefndi Steingrími og félagi hans Fáfni Holding með gagnkröfu fyrir trúnaðarbrot og aðrar sakir í starfi sínu. Voru Steingrímur og félag hans einnig sýknuð og fellur allur málskostnaður niður. Málið var dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir rakti málið ítarlega um daginn þegar aðalmeðferð þess fór fram, þann 1. desember.Sjá einnig: Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“Fréttablaðið greindi frá því í júní á þessu ári að Steingrímur hefði stefnt Fáfni Offshore og krefðist þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof en honum var sagt upp í desember árið 2015. Samningi hans var síðan rift í lok febrúar og hlaut hann því einungis launagreiðslur fyrir desember- og janúarmánuð. Gagnstefna forsvarsmanna Fáfnis Offshore byggði á því að Steingrímur hafi í kjölfar uppsagnar tekið með sér lausa muni sem skráðir voru í eigu félagsins. Um er að ræða Hewlett Packard borðtölvu, farsíma og sófa.Horfin tölva, óafhentir póstar og Kastljósviðtal Honum var einnig gefið að sök að hafa ógnað hagsmunum fyrirtækisins með því að afhenda ekki tölvupósta og gögn á vegum félagsins þegar samningaviðræður stóðu yfir við sýslumanninn á Svalbarða um framlengingu á útleigu olíuleitarskipsins Polarsyssel úr 6 í 9 mánuði á ári. Að sama skapi hafi hann ógnað hagsmunum félagsins með því að fara í viðtal í Kastljósinu þar sem hann greindi frá stöðu þess. Steingrímur sagði viðtalið ekki hafa haft áhrif, hann hafi ákveðið að mæta í það sem hluthafi félagsins en ekki forstjóri þess, en á þeim tíma vann hann af sér uppsagnarfrest. Steingrímur kannaðist ekki við að hafa tekið tölvu í leyfisleysi frá félaginu en forsvarsmenn Fáfnis Offshore fengu vitni fyrir dóminn sem segja Steingrím hafa nálgast sig að fyrra bragði og beðið þá að taka afrit af hörðum diski tölvunnar og farga henni að því loknu eða setja í geymslu. Steingrímur sagði mikla sorg ríkja í hjarta sínu yfir málinu þegar aðalmeðferðin fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif – það vita allir sem mig þekkja.“ Í dómsorði héraðsdóms segir:„Gagnstefnandi, Fáfnir Offshore ehf., er sýkn af kröfu aðalstefnanda, Steingríms Bjarna Erlingssonar. Aðalstefnandi og gagnstefndi, Fáfnir Holding ehf., eru sýknir af kröfu gagnstefnanda. Málskostnaður fellur niður.“ Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“ Steingrímur Erlingsson krefst ógreiddra launa og orlofs frá Fáfni Offshore, en honum var vikið úr starfi frá félaginu árið 2015. Fyrirtækið stefnir honum á móti fyrir brot á trúnaðarskyldum og að hafa haft með sér lausa muni frá félaginu. 5. desember 2017 09:15 Kröfur ganga á víxl í kjölfar brottreksturs stofnanda Fáfnis Offshore Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu og krefst þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof. 16. júní 2017 07:00 Afskrifuðu Fáfni Viking sem kostaði rúman milljarð króna Fáfnir Offshore hefur fært niður fjárfestingu í olíuþjónustuskipinu Fáfni Viking. 12. október 2017 06:00 Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Sjá meira
Fyrirtækið Fáfnir Offshore hefur verið sýknað af kröfum fyrrverandi forstjóra þess, Steingríms Erlingssonar, en hann krafði félagið um ógreidd laun og orlof eftir að honum var vikið úr starfi árið 2015. Fáfnir Offshore stefndi Steingrími og félagi hans Fáfni Holding með gagnkröfu fyrir trúnaðarbrot og aðrar sakir í starfi sínu. Voru Steingrímur og félag hans einnig sýknuð og fellur allur málskostnaður niður. Málið var dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir rakti málið ítarlega um daginn þegar aðalmeðferð þess fór fram, þann 1. desember.Sjá einnig: Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“Fréttablaðið greindi frá því í júní á þessu ári að Steingrímur hefði stefnt Fáfni Offshore og krefðist þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof en honum var sagt upp í desember árið 2015. Samningi hans var síðan rift í lok febrúar og hlaut hann því einungis launagreiðslur fyrir desember- og janúarmánuð. Gagnstefna forsvarsmanna Fáfnis Offshore byggði á því að Steingrímur hafi í kjölfar uppsagnar tekið með sér lausa muni sem skráðir voru í eigu félagsins. Um er að ræða Hewlett Packard borðtölvu, farsíma og sófa.Horfin tölva, óafhentir póstar og Kastljósviðtal Honum var einnig gefið að sök að hafa ógnað hagsmunum fyrirtækisins með því að afhenda ekki tölvupósta og gögn á vegum félagsins þegar samningaviðræður stóðu yfir við sýslumanninn á Svalbarða um framlengingu á útleigu olíuleitarskipsins Polarsyssel úr 6 í 9 mánuði á ári. Að sama skapi hafi hann ógnað hagsmunum félagsins með því að fara í viðtal í Kastljósinu þar sem hann greindi frá stöðu þess. Steingrímur sagði viðtalið ekki hafa haft áhrif, hann hafi ákveðið að mæta í það sem hluthafi félagsins en ekki forstjóri þess, en á þeim tíma vann hann af sér uppsagnarfrest. Steingrímur kannaðist ekki við að hafa tekið tölvu í leyfisleysi frá félaginu en forsvarsmenn Fáfnis Offshore fengu vitni fyrir dóminn sem segja Steingrím hafa nálgast sig að fyrra bragði og beðið þá að taka afrit af hörðum diski tölvunnar og farga henni að því loknu eða setja í geymslu. Steingrímur sagði mikla sorg ríkja í hjarta sínu yfir málinu þegar aðalmeðferðin fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif – það vita allir sem mig þekkja.“ Í dómsorði héraðsdóms segir:„Gagnstefnandi, Fáfnir Offshore ehf., er sýkn af kröfu aðalstefnanda, Steingríms Bjarna Erlingssonar. Aðalstefnandi og gagnstefndi, Fáfnir Holding ehf., eru sýknir af kröfu gagnstefnanda. Málskostnaður fellur niður.“
Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“ Steingrímur Erlingsson krefst ógreiddra launa og orlofs frá Fáfni Offshore, en honum var vikið úr starfi frá félaginu árið 2015. Fyrirtækið stefnir honum á móti fyrir brot á trúnaðarskyldum og að hafa haft með sér lausa muni frá félaginu. 5. desember 2017 09:15 Kröfur ganga á víxl í kjölfar brottreksturs stofnanda Fáfnis Offshore Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu og krefst þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof. 16. júní 2017 07:00 Afskrifuðu Fáfni Viking sem kostaði rúman milljarð króna Fáfnir Offshore hefur fært niður fjárfestingu í olíuþjónustuskipinu Fáfni Viking. 12. október 2017 06:00 Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“ Steingrímur Erlingsson krefst ógreiddra launa og orlofs frá Fáfni Offshore, en honum var vikið úr starfi frá félaginu árið 2015. Fyrirtækið stefnir honum á móti fyrir brot á trúnaðarskyldum og að hafa haft með sér lausa muni frá félaginu. 5. desember 2017 09:15
Kröfur ganga á víxl í kjölfar brottreksturs stofnanda Fáfnis Offshore Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu og krefst þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof. 16. júní 2017 07:00
Afskrifuðu Fáfni Viking sem kostaði rúman milljarð króna Fáfnir Offshore hefur fært niður fjárfestingu í olíuþjónustuskipinu Fáfni Viking. 12. október 2017 06:00