Steingrímur og Fáfnir Offshore gripu í tómt Daníel Freyr Birkisson skrifar 11. desember 2017 16:40 Steingrími Erlingssyni var vikið úr starfi sem framkvæmdastjóri Fáfnis Offshore árið 2015. Biokraft Fyrirtækið Fáfnir Offshore hefur verið sýknað af kröfum fyrrverandi forstjóra þess, Steingríms Erlingssonar, en hann krafði félagið um ógreidd laun og orlof eftir að honum var vikið úr starfi árið 2015. Fáfnir Offshore stefndi Steingrími og félagi hans Fáfni Holding með gagnkröfu fyrir trúnaðarbrot og aðrar sakir í starfi sínu. Voru Steingrímur og félag hans einnig sýknuð og fellur allur málskostnaður niður. Málið var dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir rakti málið ítarlega um daginn þegar aðalmeðferð þess fór fram, þann 1. desember.Sjá einnig: Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“Fréttablaðið greindi frá því í júní á þessu ári að Steingrímur hefði stefnt Fáfni Offshore og krefðist þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof en honum var sagt upp í desember árið 2015. Samningi hans var síðan rift í lok febrúar og hlaut hann því einungis launagreiðslur fyrir desember- og janúarmánuð. Gagnstefna forsvarsmanna Fáfnis Offshore byggði á því að Steingrímur hafi í kjölfar uppsagnar tekið með sér lausa muni sem skráðir voru í eigu félagsins. Um er að ræða Hewlett Packard borðtölvu, farsíma og sófa.Horfin tölva, óafhentir póstar og Kastljósviðtal Honum var einnig gefið að sök að hafa ógnað hagsmunum fyrirtækisins með því að afhenda ekki tölvupósta og gögn á vegum félagsins þegar samningaviðræður stóðu yfir við sýslumanninn á Svalbarða um framlengingu á útleigu olíuleitarskipsins Polarsyssel úr 6 í 9 mánuði á ári. Að sama skapi hafi hann ógnað hagsmunum félagsins með því að fara í viðtal í Kastljósinu þar sem hann greindi frá stöðu þess. Steingrímur sagði viðtalið ekki hafa haft áhrif, hann hafi ákveðið að mæta í það sem hluthafi félagsins en ekki forstjóri þess, en á þeim tíma vann hann af sér uppsagnarfrest. Steingrímur kannaðist ekki við að hafa tekið tölvu í leyfisleysi frá félaginu en forsvarsmenn Fáfnis Offshore fengu vitni fyrir dóminn sem segja Steingrím hafa nálgast sig að fyrra bragði og beðið þá að taka afrit af hörðum diski tölvunnar og farga henni að því loknu eða setja í geymslu. Steingrímur sagði mikla sorg ríkja í hjarta sínu yfir málinu þegar aðalmeðferðin fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif – það vita allir sem mig þekkja.“ Í dómsorði héraðsdóms segir:„Gagnstefnandi, Fáfnir Offshore ehf., er sýkn af kröfu aðalstefnanda, Steingríms Bjarna Erlingssonar. Aðalstefnandi og gagnstefndi, Fáfnir Holding ehf., eru sýknir af kröfu gagnstefnanda. Málskostnaður fellur niður.“ Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“ Steingrímur Erlingsson krefst ógreiddra launa og orlofs frá Fáfni Offshore, en honum var vikið úr starfi frá félaginu árið 2015. Fyrirtækið stefnir honum á móti fyrir brot á trúnaðarskyldum og að hafa haft með sér lausa muni frá félaginu. 5. desember 2017 09:15 Kröfur ganga á víxl í kjölfar brottreksturs stofnanda Fáfnis Offshore Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu og krefst þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof. 16. júní 2017 07:00 Afskrifuðu Fáfni Viking sem kostaði rúman milljarð króna Fáfnir Offshore hefur fært niður fjárfestingu í olíuþjónustuskipinu Fáfni Viking. 12. október 2017 06:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Fyrirtækið Fáfnir Offshore hefur verið sýknað af kröfum fyrrverandi forstjóra þess, Steingríms Erlingssonar, en hann krafði félagið um ógreidd laun og orlof eftir að honum var vikið úr starfi árið 2015. Fáfnir Offshore stefndi Steingrími og félagi hans Fáfni Holding með gagnkröfu fyrir trúnaðarbrot og aðrar sakir í starfi sínu. Voru Steingrímur og félag hans einnig sýknuð og fellur allur málskostnaður niður. Málið var dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir rakti málið ítarlega um daginn þegar aðalmeðferð þess fór fram, þann 1. desember.Sjá einnig: Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“Fréttablaðið greindi frá því í júní á þessu ári að Steingrímur hefði stefnt Fáfni Offshore og krefðist þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof en honum var sagt upp í desember árið 2015. Samningi hans var síðan rift í lok febrúar og hlaut hann því einungis launagreiðslur fyrir desember- og janúarmánuð. Gagnstefna forsvarsmanna Fáfnis Offshore byggði á því að Steingrímur hafi í kjölfar uppsagnar tekið með sér lausa muni sem skráðir voru í eigu félagsins. Um er að ræða Hewlett Packard borðtölvu, farsíma og sófa.Horfin tölva, óafhentir póstar og Kastljósviðtal Honum var einnig gefið að sök að hafa ógnað hagsmunum fyrirtækisins með því að afhenda ekki tölvupósta og gögn á vegum félagsins þegar samningaviðræður stóðu yfir við sýslumanninn á Svalbarða um framlengingu á útleigu olíuleitarskipsins Polarsyssel úr 6 í 9 mánuði á ári. Að sama skapi hafi hann ógnað hagsmunum félagsins með því að fara í viðtal í Kastljósinu þar sem hann greindi frá stöðu þess. Steingrímur sagði viðtalið ekki hafa haft áhrif, hann hafi ákveðið að mæta í það sem hluthafi félagsins en ekki forstjóri þess, en á þeim tíma vann hann af sér uppsagnarfrest. Steingrímur kannaðist ekki við að hafa tekið tölvu í leyfisleysi frá félaginu en forsvarsmenn Fáfnis Offshore fengu vitni fyrir dóminn sem segja Steingrím hafa nálgast sig að fyrra bragði og beðið þá að taka afrit af hörðum diski tölvunnar og farga henni að því loknu eða setja í geymslu. Steingrímur sagði mikla sorg ríkja í hjarta sínu yfir málinu þegar aðalmeðferðin fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif – það vita allir sem mig þekkja.“ Í dómsorði héraðsdóms segir:„Gagnstefnandi, Fáfnir Offshore ehf., er sýkn af kröfu aðalstefnanda, Steingríms Bjarna Erlingssonar. Aðalstefnandi og gagnstefndi, Fáfnir Holding ehf., eru sýknir af kröfu gagnstefnanda. Málskostnaður fellur niður.“
Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“ Steingrímur Erlingsson krefst ógreiddra launa og orlofs frá Fáfni Offshore, en honum var vikið úr starfi frá félaginu árið 2015. Fyrirtækið stefnir honum á móti fyrir brot á trúnaðarskyldum og að hafa haft með sér lausa muni frá félaginu. 5. desember 2017 09:15 Kröfur ganga á víxl í kjölfar brottreksturs stofnanda Fáfnis Offshore Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu og krefst þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof. 16. júní 2017 07:00 Afskrifuðu Fáfni Viking sem kostaði rúman milljarð króna Fáfnir Offshore hefur fært niður fjárfestingu í olíuþjónustuskipinu Fáfni Viking. 12. október 2017 06:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“ Steingrímur Erlingsson krefst ógreiddra launa og orlofs frá Fáfni Offshore, en honum var vikið úr starfi frá félaginu árið 2015. Fyrirtækið stefnir honum á móti fyrir brot á trúnaðarskyldum og að hafa haft með sér lausa muni frá félaginu. 5. desember 2017 09:15
Kröfur ganga á víxl í kjölfar brottreksturs stofnanda Fáfnis Offshore Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu og krefst þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof. 16. júní 2017 07:00
Afskrifuðu Fáfni Viking sem kostaði rúman milljarð króna Fáfnir Offshore hefur fært niður fjárfestingu í olíuþjónustuskipinu Fáfni Viking. 12. október 2017 06:00