Séra Davíð Þór fær yfir sig holskeflu hatursfullra ummæla á Facebook Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2017 11:35 Séra Davíð Þór Jónsson fær það óþvegið á Facebook í hópi sem er vísir að stjórnmálaafli. Þar eru greininlega mjög harðir andstæðingar moskubyggingar á ferð. „Davíð er algjör drullusokkur að mínu mati,“ skrifar Benedikt Heiðdalinn á vegg Facebookhóps sem kallar sig Þjóðleið (Etv. framboð sveitastjórna). Benedikt er meðal hinna hófstilltari sem tjá sig um Davíð Þór á þeim vettvangi.Helgarviðtal DV við Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprest í Laugarneskirkju hefur valdið verulegu uppnámi, meðal annars í þessum téða hópi. En, það eru einkum eftirfarandi umæli hans sem fara þversum í mannskapinn.Umdeild skoðun prests um mosku „Davíð telur að trúfrelsi eigi að vera opið og jákvætt þannig að fólk fái fræðslu um starf allra trúfélaga. Ef dyrnar eru lokaðar viti enginn hvað gerist á bak við þær og fordómar þrífast. „Við hlökkum mjög til þegar moskan verður loksins komin upp og farið verður í skólaheimsóknir á ramadan til að fá fræðslu. Ég held til dæmis að íslamskir krakkar yrðu fyrir mun minni fordómum og tortryggni ef bekkurinn færi allur saman í moskuna og sæi að þetta er ekkert nema öðruvísi kirkja.“ Hann segir að foreldrar eigi rétt á því að börnum þeirra séu ekki innrætt trúarbrögð í skólum en ekki rétt á að neita þeim um fræðslu.“Holskefla svívirðinga og bölbæna Reyndar má segja að þessi ummæli Séra Davíðs kalli yfir hann holskeflu hatursfullra ummæla, sem segir sitt um hvaða stefnu þeir aðhyllast sem vilja telja sig til Þjóðleiðar. Hér eru fáein ummæli sem Vísir hefur tekið til úr þessum hópi, af handahófi. En, það kemur á óvart hversu harkaleg ummælin eru og hversu mörg þau eru. Víst er að þó þarna fari yfirlýst kristið fólk er fáum kristilegum kærleiksblómum þarna fyrir að fara. Karen Guðmundsdóttir:: „Hann ætti að skammast sín fyrir þessi ummæli.“ Ragna Björk Proppé:: „Hann er snar geggjaðir þessi náungi en virðist vera undir verndarvæng biskups.“ Magga Jóns: „Andskotans vitleysingur er þessi maður. Ég hélt að hann væri hættur í gríninu.“Jón Óli Vignisson: „Maðurinn er fáviti.“ Hallsteinn Pétur Larsson: „Hann getur fariđ í Rassgat!“ Thorkatla Halldorsdottir: „Hryllilegur aulaprestur er þetta, ekki skárri en Júdas. Veit maðurinn virkilega ekki hvaða áform muslimar hafa um okkur? Það er mikil blessun að eiga ekki barn í skóla á Íslandi, og ekki barnabarn heldur.“ Ragna Björk Proppé: „Davíð Þór og biskupinn voru til þess að ég sagði mig úr þjóðkirkjunni.“ Steinar Harðarson: „þetta er kolruglað kvikindi sem gafst upp að vera sjálfstæður atvinnurekandi bara durt með skrípið af launaskrá hjá okkur skattgreiðendum.“ Aslaug Hauksdottir: „Tad ætti ad banna tennan prest ,Hann er ekki á vegum kirkjunni ,heldur er hann ad Gaspra um Adra trù og hvad frábær sù trù er ,vid herna ættum ad safna saman undirskriftum um ad láta tenna trùleysingja fara frá Laugarneskirkju,hann á ekki heima í krisni kirkju Tessi trùleysingi.“Trausti Guðmundsson: „Þessi bjáni er ekki maður fyrir meiru.“ Karl Love: „Hann er svo skemmdur að þó hann hafi grenjað sig í prestsembætti þá hatar hann kristni og vill hana feiga. Hann vill veg islam sem mestan því þeir nauðga börnum og honum líkar vel sú heimsmynd.“Brotrekstrarsök Af talvert meiru er að taka en það er Anna Guðmundsdóttir sem hefur umræðuna og spyr í upphafi: „Er prestur á vegum þjóðkirkjunnar að segja þetta? Er þjóðin að borga honum laun? Er ekki nær að loka kirkjunni og banna moskubyggingar ef þetta er það eina sem prestur veit?“ Anna telur einsýnt að Davíð Þór hafi brotið starfsreglur presta, 2. grein nánar tiltekið án þess að hún útskýri í hverju brotið er fólkið nákvæmlega. Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
„Davíð er algjör drullusokkur að mínu mati,“ skrifar Benedikt Heiðdalinn á vegg Facebookhóps sem kallar sig Þjóðleið (Etv. framboð sveitastjórna). Benedikt er meðal hinna hófstilltari sem tjá sig um Davíð Þór á þeim vettvangi.Helgarviðtal DV við Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprest í Laugarneskirkju hefur valdið verulegu uppnámi, meðal annars í þessum téða hópi. En, það eru einkum eftirfarandi umæli hans sem fara þversum í mannskapinn.Umdeild skoðun prests um mosku „Davíð telur að trúfrelsi eigi að vera opið og jákvætt þannig að fólk fái fræðslu um starf allra trúfélaga. Ef dyrnar eru lokaðar viti enginn hvað gerist á bak við þær og fordómar þrífast. „Við hlökkum mjög til þegar moskan verður loksins komin upp og farið verður í skólaheimsóknir á ramadan til að fá fræðslu. Ég held til dæmis að íslamskir krakkar yrðu fyrir mun minni fordómum og tortryggni ef bekkurinn færi allur saman í moskuna og sæi að þetta er ekkert nema öðruvísi kirkja.“ Hann segir að foreldrar eigi rétt á því að börnum þeirra séu ekki innrætt trúarbrögð í skólum en ekki rétt á að neita þeim um fræðslu.“Holskefla svívirðinga og bölbæna Reyndar má segja að þessi ummæli Séra Davíðs kalli yfir hann holskeflu hatursfullra ummæla, sem segir sitt um hvaða stefnu þeir aðhyllast sem vilja telja sig til Þjóðleiðar. Hér eru fáein ummæli sem Vísir hefur tekið til úr þessum hópi, af handahófi. En, það kemur á óvart hversu harkaleg ummælin eru og hversu mörg þau eru. Víst er að þó þarna fari yfirlýst kristið fólk er fáum kristilegum kærleiksblómum þarna fyrir að fara. Karen Guðmundsdóttir:: „Hann ætti að skammast sín fyrir þessi ummæli.“ Ragna Björk Proppé:: „Hann er snar geggjaðir þessi náungi en virðist vera undir verndarvæng biskups.“ Magga Jóns: „Andskotans vitleysingur er þessi maður. Ég hélt að hann væri hættur í gríninu.“Jón Óli Vignisson: „Maðurinn er fáviti.“ Hallsteinn Pétur Larsson: „Hann getur fariđ í Rassgat!“ Thorkatla Halldorsdottir: „Hryllilegur aulaprestur er þetta, ekki skárri en Júdas. Veit maðurinn virkilega ekki hvaða áform muslimar hafa um okkur? Það er mikil blessun að eiga ekki barn í skóla á Íslandi, og ekki barnabarn heldur.“ Ragna Björk Proppé: „Davíð Þór og biskupinn voru til þess að ég sagði mig úr þjóðkirkjunni.“ Steinar Harðarson: „þetta er kolruglað kvikindi sem gafst upp að vera sjálfstæður atvinnurekandi bara durt með skrípið af launaskrá hjá okkur skattgreiðendum.“ Aslaug Hauksdottir: „Tad ætti ad banna tennan prest ,Hann er ekki á vegum kirkjunni ,heldur er hann ad Gaspra um Adra trù og hvad frábær sù trù er ,vid herna ættum ad safna saman undirskriftum um ad láta tenna trùleysingja fara frá Laugarneskirkju,hann á ekki heima í krisni kirkju Tessi trùleysingi.“Trausti Guðmundsson: „Þessi bjáni er ekki maður fyrir meiru.“ Karl Love: „Hann er svo skemmdur að þó hann hafi grenjað sig í prestsembætti þá hatar hann kristni og vill hana feiga. Hann vill veg islam sem mestan því þeir nauðga börnum og honum líkar vel sú heimsmynd.“Brotrekstrarsök Af talvert meiru er að taka en það er Anna Guðmundsdóttir sem hefur umræðuna og spyr í upphafi: „Er prestur á vegum þjóðkirkjunnar að segja þetta? Er þjóðin að borga honum laun? Er ekki nær að loka kirkjunni og banna moskubyggingar ef þetta er það eina sem prestur veit?“ Anna telur einsýnt að Davíð Þór hafi brotið starfsreglur presta, 2. grein nánar tiltekið án þess að hún útskýri í hverju brotið er fólkið nákvæmlega.
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira