Bylgja úrsagna úr Þjóðkirkjunni er biskup gagnrýndi notkun á lekagögnum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. desember 2017 08:00 Agnes M. Sigurðardóttir biskup á kirkjuþingi þjóðkirkjunnar í nóvember. vísir/Anton Brink Á tveimur dögum í október síðastliðnum skráðu 529 manns sig úr þjóðkirkjunni. Alls sögðu 1.248 sig úr þessu langstærsta trúfélagi landsins frá 23. október til 1. desember. Í Morgunblaðinu 23. október sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup þjóðkirkjunnar, að það væri ekki siðferðilega rétt að stela gögnum til að afhjúpa. Viku fyrr hafði sýslumannsembættið í Reykjavík lagt lögbann á umfjöllun Stundarinnar byggða á trúnaðargögnum úr Glitni frá því fyrir hrun. „Ég er ekki sammála því að allt sé leyfilegt í sannleiksleitinni. Mér finnst til dæmis ekki siðferðilega rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós,“ sagði biskupinn meðal annars í Morgunblaðsviðtalinu sem vakti hörð viðbrögð. Margir lýstu því yfir að þeir myndu segja sig úr þjóðkirkjunni vegna afstöðu Agnesar. „Ég hef þraukað lengi í Þjóðkirkjunni þrátt fyrir margvísleg spillingarmál þar sem hafa komið upp við það að gögnum hefur verið lekið þaðan, meðal annars um sjálftöku núverandi biskups. Ætli maður sé ekki kominn á endastöð í þessari samfylgd,“ skrifað blaðamaðurinn Reynir Traustason á Facebook-síðu sína daginn sem viðtalið birtist. Helgi Seljan sjónvarpsmaður minnti á að barnaníðingurinn Karl Vignir Þorsteinson hefði verið afhjúpaður að hluta til með notkun gagna sem biskup skilgreindi sem stolin. „Þau gögn sýndu meðal annars fram á það hvernig kirkjan sem hún veitir forstöðu, tók undir sinn verndarvæng og verðlaunaði mann sem þá þegar hafði gengist við kynferðisbrotum gegn börnum, og greint hafði verið frá opinberlega,“ skrifaði Helgi á sína Facebook-síðu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Biskup segir aldrei réttlætanlegt að stela gögnum til að fá fram sannleikann Reynir Traustason segir sig úr þjóðkirkjunni. 23. október 2017 09:09 Biskup er í fríi og ekki til viðtals Órói innan kirkjunnar og úrsagnir úr Þjóðkirkjunni. 24. október 2017 14:17 Sóknarprestar ósammála biskupi: „Mín bankaleynd stoppar þar sem þín budda byrjar“ Biskup Íslands telur það siðferðilega rangt að leiða sannleikann í ljós með stolnum gögnum. 23. október 2017 22:00 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Á tveimur dögum í október síðastliðnum skráðu 529 manns sig úr þjóðkirkjunni. Alls sögðu 1.248 sig úr þessu langstærsta trúfélagi landsins frá 23. október til 1. desember. Í Morgunblaðinu 23. október sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup þjóðkirkjunnar, að það væri ekki siðferðilega rétt að stela gögnum til að afhjúpa. Viku fyrr hafði sýslumannsembættið í Reykjavík lagt lögbann á umfjöllun Stundarinnar byggða á trúnaðargögnum úr Glitni frá því fyrir hrun. „Ég er ekki sammála því að allt sé leyfilegt í sannleiksleitinni. Mér finnst til dæmis ekki siðferðilega rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós,“ sagði biskupinn meðal annars í Morgunblaðsviðtalinu sem vakti hörð viðbrögð. Margir lýstu því yfir að þeir myndu segja sig úr þjóðkirkjunni vegna afstöðu Agnesar. „Ég hef þraukað lengi í Þjóðkirkjunni þrátt fyrir margvísleg spillingarmál þar sem hafa komið upp við það að gögnum hefur verið lekið þaðan, meðal annars um sjálftöku núverandi biskups. Ætli maður sé ekki kominn á endastöð í þessari samfylgd,“ skrifað blaðamaðurinn Reynir Traustason á Facebook-síðu sína daginn sem viðtalið birtist. Helgi Seljan sjónvarpsmaður minnti á að barnaníðingurinn Karl Vignir Þorsteinson hefði verið afhjúpaður að hluta til með notkun gagna sem biskup skilgreindi sem stolin. „Þau gögn sýndu meðal annars fram á það hvernig kirkjan sem hún veitir forstöðu, tók undir sinn verndarvæng og verðlaunaði mann sem þá þegar hafði gengist við kynferðisbrotum gegn börnum, og greint hafði verið frá opinberlega,“ skrifaði Helgi á sína Facebook-síðu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Biskup segir aldrei réttlætanlegt að stela gögnum til að fá fram sannleikann Reynir Traustason segir sig úr þjóðkirkjunni. 23. október 2017 09:09 Biskup er í fríi og ekki til viðtals Órói innan kirkjunnar og úrsagnir úr Þjóðkirkjunni. 24. október 2017 14:17 Sóknarprestar ósammála biskupi: „Mín bankaleynd stoppar þar sem þín budda byrjar“ Biskup Íslands telur það siðferðilega rangt að leiða sannleikann í ljós með stolnum gögnum. 23. október 2017 22:00 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Biskup segir aldrei réttlætanlegt að stela gögnum til að fá fram sannleikann Reynir Traustason segir sig úr þjóðkirkjunni. 23. október 2017 09:09
Biskup er í fríi og ekki til viðtals Órói innan kirkjunnar og úrsagnir úr Þjóðkirkjunni. 24. október 2017 14:17
Sóknarprestar ósammála biskupi: „Mín bankaleynd stoppar þar sem þín budda byrjar“ Biskup Íslands telur það siðferðilega rangt að leiða sannleikann í ljós með stolnum gögnum. 23. október 2017 22:00