Áhorfendur The Last Jedi voru sjáanlega slegnir að sýningu lokinni Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2017 21:04 Leikarahópur The Last Jedi á sviði í Shrine Auditorium í Los Angeles í gær. Um það bil sex þúsund manns sáu áttundu Stjörnustríðsmyndina, The Last Jedi, í Shrine-samkomuhúsinu í Los Angeles í gærkvöldi og létu viðbrögðin ekki á sér standa. „Þið eruð þau fyrstu til að sjá myndina,“ hrópaði leikstjóri myndarinnar, Rian Johnson, yfir salinn. Þegar hann spurði hvort áhorfendur væru tilbúnir að horfa á myndina mátti heyra gífurleg fagnaðarlæti.Viðburðinum eru gerð góð skil á vef Mashable en þar segir að áhorfendur hafi verið sjáanlega slegnir eftir áhorfið, myndin hafi verið svo frábær.Mark Hamill var afar glaður á frumsýningunni í gær.Vísir/GettyGagnrýnendur mega ekki birta umsagnir um myndina fyrr en á þriðjudag en sumir þeirra hafa deilt þeirra fyrstu viðbrögðum á samfélagsmiðlum. Anthony Brenican, sem starfar hjá Entertainment Weekly, segir Carrie Fisher, í hlutverki Leiu prinsessu, frábæra og sömuleiðis Mark Hamill, í hlutverki Loga Geimgengils. Ryan Parker, hjá Hollywood Reporter, segir myndina undraverða og segir Erik Davis, kvikmyndarýnir á vefnum Fandango, að myndin sé algerlega stórkostleg, grípandi, hjartnæma, fyndna og áhrifaríka. Myndin er framhald af sjöundu Stjörnustríðsmyndinni, The Force Awakens, og segir frá ævintýrum stormsveitarmannsins fyrrverandi Finn sem hvar frá villu síns vegar í fyrri The Force Awakens, Rey sem er í þjálfun hjá Loga Geimgengli, og illmenninu óstöðuga Kylo Ren. Gagnrýnandi Los Angeles Times, Jen Yamato, segir myndina vera frábæra, fyndna og koma á óvart en Scott Mantz hjá Access Hollywood var fremur varfærinn í sinni umsögn þegar hann sagði myndina „of langa“ og sérstaklega langdregna um miðbik hennar. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Biðu í sjö tíma í nístingskulda eftir miða á nýju Star Wars myndina Gallharðir aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna voru mættir eldsnemma í morgun fyrir utan verslun Nexus í Nóatúni til að tryggja sér miða á forsýningu nýjustu Star Wars myndarinnar, The Last Jedi. 10. desember 2017 12:00 Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Um það bil sex þúsund manns sáu áttundu Stjörnustríðsmyndina, The Last Jedi, í Shrine-samkomuhúsinu í Los Angeles í gærkvöldi og létu viðbrögðin ekki á sér standa. „Þið eruð þau fyrstu til að sjá myndina,“ hrópaði leikstjóri myndarinnar, Rian Johnson, yfir salinn. Þegar hann spurði hvort áhorfendur væru tilbúnir að horfa á myndina mátti heyra gífurleg fagnaðarlæti.Viðburðinum eru gerð góð skil á vef Mashable en þar segir að áhorfendur hafi verið sjáanlega slegnir eftir áhorfið, myndin hafi verið svo frábær.Mark Hamill var afar glaður á frumsýningunni í gær.Vísir/GettyGagnrýnendur mega ekki birta umsagnir um myndina fyrr en á þriðjudag en sumir þeirra hafa deilt þeirra fyrstu viðbrögðum á samfélagsmiðlum. Anthony Brenican, sem starfar hjá Entertainment Weekly, segir Carrie Fisher, í hlutverki Leiu prinsessu, frábæra og sömuleiðis Mark Hamill, í hlutverki Loga Geimgengils. Ryan Parker, hjá Hollywood Reporter, segir myndina undraverða og segir Erik Davis, kvikmyndarýnir á vefnum Fandango, að myndin sé algerlega stórkostleg, grípandi, hjartnæma, fyndna og áhrifaríka. Myndin er framhald af sjöundu Stjörnustríðsmyndinni, The Force Awakens, og segir frá ævintýrum stormsveitarmannsins fyrrverandi Finn sem hvar frá villu síns vegar í fyrri The Force Awakens, Rey sem er í þjálfun hjá Loga Geimgengli, og illmenninu óstöðuga Kylo Ren. Gagnrýnandi Los Angeles Times, Jen Yamato, segir myndina vera frábæra, fyndna og koma á óvart en Scott Mantz hjá Access Hollywood var fremur varfærinn í sinni umsögn þegar hann sagði myndina „of langa“ og sérstaklega langdregna um miðbik hennar.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Biðu í sjö tíma í nístingskulda eftir miða á nýju Star Wars myndina Gallharðir aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna voru mættir eldsnemma í morgun fyrir utan verslun Nexus í Nóatúni til að tryggja sér miða á forsýningu nýjustu Star Wars myndarinnar, The Last Jedi. 10. desember 2017 12:00 Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Biðu í sjö tíma í nístingskulda eftir miða á nýju Star Wars myndina Gallharðir aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna voru mættir eldsnemma í morgun fyrir utan verslun Nexus í Nóatúni til að tryggja sér miða á forsýningu nýjustu Star Wars myndarinnar, The Last Jedi. 10. desember 2017 12:00
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein