Galdurinn býr í orðunum sjálfum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. desember 2017 18:44 Jónas gaf út þrjár bækur á þessu ári og hefur nú þegar hafist handa við nýja bók. Vísir.is/Margrét Helga Jónas Reynir Gunnarsson kemur eins og bókmenntalegur stormsveipur inn í menningarflóru þjóðarinnar en á árinu gaf hann út þrjár bækur, hvorki meira né minna. Fyrr á þessu ári kom út ljóðabókin Leiðarvísir um þorp og fyrir skemmstu fylgdi hann henni eftir með ljóðabókinni Stór olíuskip og skáldsögunni Millilendingu. Það var við hæfi að hitta rithöfundinn verkdrjúga á kaffihúsi í miðbænum til þess að ræða um bókmenntir því miðbær Reykjavíkur er einmitt sögusvið fyrstu skáldsögu Jónasar Reynis, Millilendingu, sem hefur fengið fádæma góð viðbrögð, bæði á meðal gagnrýnenda og lesenda. Til stendur að bókin komi út í enskri þýðingu í Englandi á nýju ári. „Þetta er allt saman mjög skrítið. Ég er að tæma einhverja orkubrunna sem ég vissi ekki að væru til,“ segir Jónas þegar hann er spurður út í þessar góðu viðtökur. Tilfinningin sem hafi fylgt útgáfunni sé beggja blands því á vissan hátt sé ferlið á enda fyrir hann en rétt að byrja fyrir lesendur. Það er í mörg horn að líta mitt í jólabókavertíðinni en Jónas Reynir heldur ró sinni í dagsins önn með því að skrifa. „Ég byrjaði bara á næstu bók. Mér finnst skipta máli að fá tíma til að sinna þessu þannig að það er mjög skrítið að þurfa að eyða plássi í hausnum fyrir áhyggjur af viðtökum eða eitthvað svoleiðis.“Djammið ógeðslega sveitt kjötkvörnÁ Twitter lýsti lesandi sinni lestrarupplifun á þá leið að lesturinn væri eins og að vera kýldur í magann sem fangar í það minnsta mína upplifun. Í bókinni teiknarðu upp ansi hryggilegan heim ungrar stúlku í miðbæ Reykjavíkur. Er hann langt frá þínum reynsluheimi?„Ég skrifaði fyrsta uppkastið að þessari bók fyrir þremur árum. Þá ákvað ég að vinna ekki eitt sumarið og skrifa bók og byrjaði að skuldsetja mig þá. Svo var þetta bara búið að vera í skúffu, ég var ekkert búinn að líta á þetta og svo pikkaði ég þetta upp aftur. Það er lítið sem lifði af frá fyrsta draftinu. Ég skrifaði hana oft upp á nýtt eftir það. Eins og ég segi, þetta var ekkert langt frá mínum reynsluheimi. Þetta mótaðist bara eftir því sem ég skrifaði hana,“ segir Jónas. Í Millilendingu lýsir aðalpersóna bókarinnar næturlífinu sem „ógeðslega sveittri kjötvörn“ en Jónas telur myndlíkinguna hæfa, sérstaklega í augum þeirra sem séu edrú. „Þetta er merkilegur hlutur, djammið. Það er svo auðvelt að það sé einhver örvænting í því. Þú ert bara að fara út að skemmta þér, það er eina yfirlýsta markmiðið.“Reyna að breyta skynjun sinni á veruleikanum „Ég er mikið búinn að heyra þetta með sjálfsmyndina,“ segir Jónas þegar hann er spurður út í brotna sjálfsmynd aðalpersónu bókarinnar. Skortur á heilbrigðri sjálfsmynd knýr í raun atburðarásina áfram því ein slæm ákvörðun fylgir fast á hæla annarri. „Ég var eiginlega hættur að taka eftir þessu, það var ekki fyrr en ég fór að heyra þessi viðbrögð við bókinni að þá hugsaði ég „já það er rétt, hún er með lélega sjálfsmynd“ en þegar maður er að skrifa í fyrstu persónu og alltaf að lýsa hugsanagangi einnar persónu, margar margar blaðsíður, er maður kominn svo nálægt henni. Sjónarhornið tekur að þrengjast samhliða hennar sjónarhorni. Ég held það sé mikið til í því að hún er karakter sem vantar – eins og alla– skilyrðislausa ást og sú vöntun kemur fram í því að fólk getur ekki sýnt sjálfu sér það sem það þarf frá öðrum,“ segir Jónas. Það er eiginlega ekki hægt að ræða Millilendingu án þess að minnast á vímuefni. Á þeim sólarhring sem bókin spannar, er aðalpersónan í sífellu að „rétta sig af“ með alls konar vímuefnum. „Hún er einmitt birtingarmynd þessarar vöntunar sem ég nefndi áðan. Það er kannski að einhverju leyti að flýja og er að breyta skynjun sinni á veruleikanum í kringum sig,“ segir Jónas sem vill þó halda því til haga að hann sé ekki beinlínis að deila á vímuefnaneyslu. „Svona er bara veruleiki þessara persóna og kannski bara eðlileg viðbrögð við tengslaleysi.“Umhugað um „síðustu nótuna í laginu“Lesendum Millilendingar er tíðrætt um endinn, án þess þó að ég vilji skemma bókina fyrir öðrum þá er þetta ansi vel heppnaður endir. Það er nú ekki á allra færi að skrifa góðan endi. „Já, það er gaman að heyra, takk fyrir það. Kannski tengist það því að ég er alltaf að hugsa um heildaráhrifin af verkinu. Hvað situr eftir í manni þegar verkinu lýkur? Endirinn skiptir oft miklu máli í því samhengi. Hann er síðasta nótan í laginu,“ segir Jónas.Ákveðin heimsendatilfinning fylgir lestri ljóðabókarinnar Stórum olíuskipum.Vísir.is/Margrét HelgaAllt gert til að skapa ákveðna tilfinningu Jónas Reynir orti ljóðabókina Stór olíuskip samhliða Millilendingu en bækurnar tvær eru gjörólíkar. Hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir Stóru olíuskipin sín en Jónas Reynir beitti fyrir sig nýrri aðferð við skrifin. Hnattræn hlýnun virðist miðlægt þema í ljóðabókinni. Ljóðmælandi fjallar í sífellu um hitastig og oft og tíðum hefur eitthvað eitt yfirtekið allt; hafið rís og dökkblár litur verður alls ráðandi. Það er veruleikinn sem við búum við í dag og er vá sem vofir yfir. Jónas segist þó ekki hafa lagt upp með að skrifa ljóðabók um umhverfismál. „Þetta er allt til að búa til einhverja tilfinningu. Þetta sem þú ert að tala um, hnattræn hlýnun og heimsendatilfinning, það kannski þróast sem svona, fyrir mér, hráefni í einhverri uppskrift að einhverri tilfinningu þegar maður les bókina,“ segir Jónas til útskýringar. Blaðamaður var síður en svo sannfærður og reyndi á einum tímapunkti að þrátta við höfundinn. Ef ekki heimsendir, af hverju olíuskip? „Ég sá þetta sama og þú þegar ég var búinn að skrifa bókina. Galdurinn um stóru olíuskipin, fyrir mér, er sá að þau eru ekki tákn um neitt annað. Mér finnst galdurinn í texta vera orðin sjálf. Þessi tvö orð, stór olíuskip, bara verkuðu á mig, spiluðu á einhverja strengi sem ég vissi ekki af inni í mér. Bara að heyra orðin stór olíuskip dregur fram alls konar hugrenningartengsl, eins og við hnattræna hlýnun, einhverja ákveðna liti og ákveðna áferð og margt fleira. Bara venjuleg orð, stór olíuskip, þannig virka þessi verkfæri fyrir mér í texta,“ segir Jónas. Orðin sjálf séu nóg. „Það er nóg í þeim, tökum sem dæmi titillinn Heimsljós, án þess að ég sé á nokkurn hátt að bera mig saman við HKL, en bara að heyra hvernig orðið hljómar hefur einhver áhrif á mann. Það er ekkert sem þarf að skilja eða stúdera. Það er enginn dulmálslykill aftast í bókinni. Galdurinn er í orðunum sjálfum.“Þung tilfinning kveikjan að bókinni En svo er það harmurinn? „Já, það er líka lestur sem ég kaupi algjörlega og var örugglega kveikjan að þessari bók. Mikil depurð. Þessi bók breytti hvernig ég hugsa um að skrifa vegna þess að ég fór svo mikið að reyna að lýsa einhverju tilfinningalegu ástandi með ljóðlínum þannig að hún varð þá kannski aðeins súrrealískari og á óræðari nótum en fyrri ljóðabókin,“ segir Jónas. „Oft var upphafspunkturinn einhver mjög þung tilfinning og verkefnið fyrir mér var að búa til ljóð sem væri uppskrift að þessari tilfinningu. Ég var með einhverja tilfinningu sem var svo ofboðslega sterk en á sama tíma eiginlega ólýsanleg. Það var markmiðið að reyna að lýsa henni með því að setja saman ólíka þætti í ljóðin,“ segir Jónas sem fann fyrir eins konar „hreinsun“ þegar á ritunarferlinu stóð.Vannstu þig út úr depurð með þessu móti?„Já, þessi bók var unnin upp úr depurð, alveg klárlega. Þessi klisja með þerapíu. Hún gaf mér þetta sem ég var að lýsa áðan, verkið var allan tíman svo skýrt fyrir mér einhvern veginn en hún gaf mér líka mikla andlega fullnægingu í að vera að skrifa. Þegar maður er að ganga í gegnum tíma sem sökka svo mikið er svo gott að geta sinnt einhverju sem manni finnst gefa lífinu sínu merkingu. Það er í sjálfu sér ótrúlega verðmætt að finna það,“ segir Jónas.Jónas Reynir hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar á dögunum.Reykjavíkurborg„Til þín, elsku SP, með þökk fyrir ljóðlistina“ Höfundurinn ungi á að baki tvær gráður í ritlist en í náminu komst hann í kynni við sterka áhrifavalda og kennara sem hafa sett sitt mark á bókmenntasöguna. Sigurður Pálsson var einn þeirra. „Áður en ég fór í námskeiðið hjá Sigurði hafði ég ekkert lesið eða skrifað ljóð þannig að það er erfitt að finna stærri áhrifavald en Sigurð Pálsson. Þegar ég tók við verðlaununum fyrir Olíuskipin þá notaði ég bróðurpartinn af ræðunni minni til að þakka honum,“ segir Jónas sem tók öll námskeið Sigurðar sem hann mögulega gat en auk þess leiðbeindi Sigurður Jónasi í lokaverkefninu í ritlist. Jónas segist hafa frétt af því að Sigurður Pálsson hafi lesið Stór olíuskip áður en hann féll frá. Honum þykir vænna um þá vitneskju en sjálf bókmenntaverðlaunin sem hann hlaut.Kristín Ómarsdóttir yrði send á HM í ljóðlist Talandi um fólk sem hefur haft sterk áhrif á mann, hvaða höfundar eru í uppáhaldi?„Það er flókið að tala um áhrif vegna þess að listamenn geta haft mismunandi áhrif á mann en það eru sumir sem manni finnst vera blóðskyldir sér vegna þess hversu rödd þeirra er nálægt manns eigin. Svo eru aðrir höfundar sem eru líka áhrifamiklir en eru að gera eitthvað allt annað. Þá er það kannski bara það sem inspírerar mann hvernig þeir nota texta til að búa til töfra. Kristín Ómarsdóttir er mikill töframaður varðandi þetta. Ef það væri HM í ljóðlist þá myndum við senda hana,“ segir Jónas sem bætir þó við að hann finni sterkasta tengingu við Franz Kafka. „Eina lausnin við þessa martraðakennd sem lífið er, hlýtur að vera tenging við aðrar manneskjur. Það eina sem getur bjargað okkur erum við. Við erum að ganga í gegnum þetta saman, þessa tilvist, og það er það sem gerist þegar maður les höfund sem maður tengir mikið við, þá er það eins og að mynda tengingu við aðra manneskju. Þetta er erfitt en við erum í þessu saman,“ segir Jónas. Það er ekki til setunnar boðið því Jónas Reynir þarf að hella sér út í næstu skáldsögu sem hann er nú þegar byrjaður á. Bókmenntir Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Jónas Reynir Gunnarsson kemur eins og bókmenntalegur stormsveipur inn í menningarflóru þjóðarinnar en á árinu gaf hann út þrjár bækur, hvorki meira né minna. Fyrr á þessu ári kom út ljóðabókin Leiðarvísir um þorp og fyrir skemmstu fylgdi hann henni eftir með ljóðabókinni Stór olíuskip og skáldsögunni Millilendingu. Það var við hæfi að hitta rithöfundinn verkdrjúga á kaffihúsi í miðbænum til þess að ræða um bókmenntir því miðbær Reykjavíkur er einmitt sögusvið fyrstu skáldsögu Jónasar Reynis, Millilendingu, sem hefur fengið fádæma góð viðbrögð, bæði á meðal gagnrýnenda og lesenda. Til stendur að bókin komi út í enskri þýðingu í Englandi á nýju ári. „Þetta er allt saman mjög skrítið. Ég er að tæma einhverja orkubrunna sem ég vissi ekki að væru til,“ segir Jónas þegar hann er spurður út í þessar góðu viðtökur. Tilfinningin sem hafi fylgt útgáfunni sé beggja blands því á vissan hátt sé ferlið á enda fyrir hann en rétt að byrja fyrir lesendur. Það er í mörg horn að líta mitt í jólabókavertíðinni en Jónas Reynir heldur ró sinni í dagsins önn með því að skrifa. „Ég byrjaði bara á næstu bók. Mér finnst skipta máli að fá tíma til að sinna þessu þannig að það er mjög skrítið að þurfa að eyða plássi í hausnum fyrir áhyggjur af viðtökum eða eitthvað svoleiðis.“Djammið ógeðslega sveitt kjötkvörnÁ Twitter lýsti lesandi sinni lestrarupplifun á þá leið að lesturinn væri eins og að vera kýldur í magann sem fangar í það minnsta mína upplifun. Í bókinni teiknarðu upp ansi hryggilegan heim ungrar stúlku í miðbæ Reykjavíkur. Er hann langt frá þínum reynsluheimi?„Ég skrifaði fyrsta uppkastið að þessari bók fyrir þremur árum. Þá ákvað ég að vinna ekki eitt sumarið og skrifa bók og byrjaði að skuldsetja mig þá. Svo var þetta bara búið að vera í skúffu, ég var ekkert búinn að líta á þetta og svo pikkaði ég þetta upp aftur. Það er lítið sem lifði af frá fyrsta draftinu. Ég skrifaði hana oft upp á nýtt eftir það. Eins og ég segi, þetta var ekkert langt frá mínum reynsluheimi. Þetta mótaðist bara eftir því sem ég skrifaði hana,“ segir Jónas. Í Millilendingu lýsir aðalpersóna bókarinnar næturlífinu sem „ógeðslega sveittri kjötvörn“ en Jónas telur myndlíkinguna hæfa, sérstaklega í augum þeirra sem séu edrú. „Þetta er merkilegur hlutur, djammið. Það er svo auðvelt að það sé einhver örvænting í því. Þú ert bara að fara út að skemmta þér, það er eina yfirlýsta markmiðið.“Reyna að breyta skynjun sinni á veruleikanum „Ég er mikið búinn að heyra þetta með sjálfsmyndina,“ segir Jónas þegar hann er spurður út í brotna sjálfsmynd aðalpersónu bókarinnar. Skortur á heilbrigðri sjálfsmynd knýr í raun atburðarásina áfram því ein slæm ákvörðun fylgir fast á hæla annarri. „Ég var eiginlega hættur að taka eftir þessu, það var ekki fyrr en ég fór að heyra þessi viðbrögð við bókinni að þá hugsaði ég „já það er rétt, hún er með lélega sjálfsmynd“ en þegar maður er að skrifa í fyrstu persónu og alltaf að lýsa hugsanagangi einnar persónu, margar margar blaðsíður, er maður kominn svo nálægt henni. Sjónarhornið tekur að þrengjast samhliða hennar sjónarhorni. Ég held það sé mikið til í því að hún er karakter sem vantar – eins og alla– skilyrðislausa ást og sú vöntun kemur fram í því að fólk getur ekki sýnt sjálfu sér það sem það þarf frá öðrum,“ segir Jónas. Það er eiginlega ekki hægt að ræða Millilendingu án þess að minnast á vímuefni. Á þeim sólarhring sem bókin spannar, er aðalpersónan í sífellu að „rétta sig af“ með alls konar vímuefnum. „Hún er einmitt birtingarmynd þessarar vöntunar sem ég nefndi áðan. Það er kannski að einhverju leyti að flýja og er að breyta skynjun sinni á veruleikanum í kringum sig,“ segir Jónas sem vill þó halda því til haga að hann sé ekki beinlínis að deila á vímuefnaneyslu. „Svona er bara veruleiki þessara persóna og kannski bara eðlileg viðbrögð við tengslaleysi.“Umhugað um „síðustu nótuna í laginu“Lesendum Millilendingar er tíðrætt um endinn, án þess þó að ég vilji skemma bókina fyrir öðrum þá er þetta ansi vel heppnaður endir. Það er nú ekki á allra færi að skrifa góðan endi. „Já, það er gaman að heyra, takk fyrir það. Kannski tengist það því að ég er alltaf að hugsa um heildaráhrifin af verkinu. Hvað situr eftir í manni þegar verkinu lýkur? Endirinn skiptir oft miklu máli í því samhengi. Hann er síðasta nótan í laginu,“ segir Jónas.Ákveðin heimsendatilfinning fylgir lestri ljóðabókarinnar Stórum olíuskipum.Vísir.is/Margrét HelgaAllt gert til að skapa ákveðna tilfinningu Jónas Reynir orti ljóðabókina Stór olíuskip samhliða Millilendingu en bækurnar tvær eru gjörólíkar. Hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir Stóru olíuskipin sín en Jónas Reynir beitti fyrir sig nýrri aðferð við skrifin. Hnattræn hlýnun virðist miðlægt þema í ljóðabókinni. Ljóðmælandi fjallar í sífellu um hitastig og oft og tíðum hefur eitthvað eitt yfirtekið allt; hafið rís og dökkblár litur verður alls ráðandi. Það er veruleikinn sem við búum við í dag og er vá sem vofir yfir. Jónas segist þó ekki hafa lagt upp með að skrifa ljóðabók um umhverfismál. „Þetta er allt til að búa til einhverja tilfinningu. Þetta sem þú ert að tala um, hnattræn hlýnun og heimsendatilfinning, það kannski þróast sem svona, fyrir mér, hráefni í einhverri uppskrift að einhverri tilfinningu þegar maður les bókina,“ segir Jónas til útskýringar. Blaðamaður var síður en svo sannfærður og reyndi á einum tímapunkti að þrátta við höfundinn. Ef ekki heimsendir, af hverju olíuskip? „Ég sá þetta sama og þú þegar ég var búinn að skrifa bókina. Galdurinn um stóru olíuskipin, fyrir mér, er sá að þau eru ekki tákn um neitt annað. Mér finnst galdurinn í texta vera orðin sjálf. Þessi tvö orð, stór olíuskip, bara verkuðu á mig, spiluðu á einhverja strengi sem ég vissi ekki af inni í mér. Bara að heyra orðin stór olíuskip dregur fram alls konar hugrenningartengsl, eins og við hnattræna hlýnun, einhverja ákveðna liti og ákveðna áferð og margt fleira. Bara venjuleg orð, stór olíuskip, þannig virka þessi verkfæri fyrir mér í texta,“ segir Jónas. Orðin sjálf séu nóg. „Það er nóg í þeim, tökum sem dæmi titillinn Heimsljós, án þess að ég sé á nokkurn hátt að bera mig saman við HKL, en bara að heyra hvernig orðið hljómar hefur einhver áhrif á mann. Það er ekkert sem þarf að skilja eða stúdera. Það er enginn dulmálslykill aftast í bókinni. Galdurinn er í orðunum sjálfum.“Þung tilfinning kveikjan að bókinni En svo er það harmurinn? „Já, það er líka lestur sem ég kaupi algjörlega og var örugglega kveikjan að þessari bók. Mikil depurð. Þessi bók breytti hvernig ég hugsa um að skrifa vegna þess að ég fór svo mikið að reyna að lýsa einhverju tilfinningalegu ástandi með ljóðlínum þannig að hún varð þá kannski aðeins súrrealískari og á óræðari nótum en fyrri ljóðabókin,“ segir Jónas. „Oft var upphafspunkturinn einhver mjög þung tilfinning og verkefnið fyrir mér var að búa til ljóð sem væri uppskrift að þessari tilfinningu. Ég var með einhverja tilfinningu sem var svo ofboðslega sterk en á sama tíma eiginlega ólýsanleg. Það var markmiðið að reyna að lýsa henni með því að setja saman ólíka þætti í ljóðin,“ segir Jónas sem fann fyrir eins konar „hreinsun“ þegar á ritunarferlinu stóð.Vannstu þig út úr depurð með þessu móti?„Já, þessi bók var unnin upp úr depurð, alveg klárlega. Þessi klisja með þerapíu. Hún gaf mér þetta sem ég var að lýsa áðan, verkið var allan tíman svo skýrt fyrir mér einhvern veginn en hún gaf mér líka mikla andlega fullnægingu í að vera að skrifa. Þegar maður er að ganga í gegnum tíma sem sökka svo mikið er svo gott að geta sinnt einhverju sem manni finnst gefa lífinu sínu merkingu. Það er í sjálfu sér ótrúlega verðmætt að finna það,“ segir Jónas.Jónas Reynir hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar á dögunum.Reykjavíkurborg„Til þín, elsku SP, með þökk fyrir ljóðlistina“ Höfundurinn ungi á að baki tvær gráður í ritlist en í náminu komst hann í kynni við sterka áhrifavalda og kennara sem hafa sett sitt mark á bókmenntasöguna. Sigurður Pálsson var einn þeirra. „Áður en ég fór í námskeiðið hjá Sigurði hafði ég ekkert lesið eða skrifað ljóð þannig að það er erfitt að finna stærri áhrifavald en Sigurð Pálsson. Þegar ég tók við verðlaununum fyrir Olíuskipin þá notaði ég bróðurpartinn af ræðunni minni til að þakka honum,“ segir Jónas sem tók öll námskeið Sigurðar sem hann mögulega gat en auk þess leiðbeindi Sigurður Jónasi í lokaverkefninu í ritlist. Jónas segist hafa frétt af því að Sigurður Pálsson hafi lesið Stór olíuskip áður en hann féll frá. Honum þykir vænna um þá vitneskju en sjálf bókmenntaverðlaunin sem hann hlaut.Kristín Ómarsdóttir yrði send á HM í ljóðlist Talandi um fólk sem hefur haft sterk áhrif á mann, hvaða höfundar eru í uppáhaldi?„Það er flókið að tala um áhrif vegna þess að listamenn geta haft mismunandi áhrif á mann en það eru sumir sem manni finnst vera blóðskyldir sér vegna þess hversu rödd þeirra er nálægt manns eigin. Svo eru aðrir höfundar sem eru líka áhrifamiklir en eru að gera eitthvað allt annað. Þá er það kannski bara það sem inspírerar mann hvernig þeir nota texta til að búa til töfra. Kristín Ómarsdóttir er mikill töframaður varðandi þetta. Ef það væri HM í ljóðlist þá myndum við senda hana,“ segir Jónas sem bætir þó við að hann finni sterkasta tengingu við Franz Kafka. „Eina lausnin við þessa martraðakennd sem lífið er, hlýtur að vera tenging við aðrar manneskjur. Það eina sem getur bjargað okkur erum við. Við erum að ganga í gegnum þetta saman, þessa tilvist, og það er það sem gerist þegar maður les höfund sem maður tengir mikið við, þá er það eins og að mynda tengingu við aðra manneskju. Þetta er erfitt en við erum í þessu saman,“ segir Jónas. Það er ekki til setunnar boðið því Jónas Reynir þarf að hella sér út í næstu skáldsögu sem hann er nú þegar byrjaður á.
Bókmenntir Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira