Staðist allar mínar væntingar og gott betur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2017 06:00 Aron er klár í slaginn fyrir EM. Vísir/Eyþór Síðustu stórmót hafa verið heldur endaslepp hjá Aroni Pálmarssyni. Hann var ekkert með á HM í Frakklandi í fyrra vegna meiðsla og missti einnig af leikjum á EM 2014 og HM 2015 sökum meiðsla. Ísland komst svo ekki upp úr sínum riðli á EM 2016 í Póllandi. „Ég er ofboðslega spenntur fyrir þessu. Mér finnst vera langt síðan ég var á stórmóti þótt það séu bara tvö ár. Það er mikill hugur í mér,“ segir Aron í samtali við Fréttablaðið. Þrátt fyrir að vera ekki nema 27 ára gamall er Aron einn af reynslumestu leikmönnunum í íslenska hópnum.Í öðruvísi hlutverki „Maður hefur verið í stóru hlutverki í þessu liði í mörg ár. En maður finnur fyrir því að vera ekki yngstur lengur og það er ekki hægt að grínast lengur með það. Þetta er öðruvísi hlutverk en skemmtilegt,“ segir Aron. Hann kveðst bjartsýnn fyrir EM í Króatíu sem verður hans níunda stórmót. „Ég hef miklar væntingar. Við höfum alltaf talað um að við viljum bera okkur saman við stærstu þjóðirnar, vera inni á öllum stórmótum og í topp átta í heiminum eins og við vorum. Við þurfum bara að sýna það,“ segir Aron. Hafnfirðingurinn er feginn að geta einbeitt sér að því að spila handbolta á nýjan leik eftir erfiða mánuði þar sem hann spilaði ekkert og beið eftir félagaskiptum til Barcelona. „Það er æðislegt að vera loksins kominn inn í þessa rútínu og skilja þetta algjörlega eftir,“ segir Aron sem viðurkennir að það hafi tekið hann tíma að finna aftur tilfinninguna fyrir leiknum eftir langa fjarveru.Aron er á leið á sitt níunda stórmót með íslenska landsliðinu.vísir/eyþórEr sýndur skilningur „Ég er í góðu formi og allt það en „touch-ið“ vantar. Ég fór líka í nýtt lið og kom inn í það á miðju tímabili. En því er sýndur skilningur og þetta kemur með tímanum. Ég er ekkert búinn að gleyma því hvernig á að spila handbolta.“ Aron hefur alltaf talað um Barcelona sem sitt draumafélag. En hefur það staðist væntingar hans? „Já, og gott betur. Þetta er flottasta félag í heimi. Það er allt gert fyrir mann og aðstaðan alveg æðisleg. Ég gæti ekki beðið um það betra sem íþróttamaður,“ segir Aron. Að hans sögn er Barcelona skör hærra en Kiel og Veszprém sem hann lék með áður.Miklu stærra en handboltinn „Kiel og Veszprém eru frábær handboltafélög en Barcelona er miklu stærra en bara handboltinn. Maður finnur fyrir því.“ Yfirburðir Barcelona á Spáni eru miklir en liðið hefur orðið spænskur meistari sjö ár í röð. Börsungar voru til að mynda búnir að vinna 133 deildarleiki í röð áður en þeir gerðu jafntefli við Guadalajara 6. desember síðastliðinn. „Það var skandall. Við unnum reyndar sama lið í undanúrslitum í bikarkeppninni með 14 mörkum. Þetta snýst ekki bara um gæði leikmanna. Það þarf líka að vera klár í slaginn,“ segir Aron. „Við erum augljóslega með yfirburðalið þarna og standarinn hefur dalað undanfarin ár. En það eru fín lið þarna á milli.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Síðustu stórmót hafa verið heldur endaslepp hjá Aroni Pálmarssyni. Hann var ekkert með á HM í Frakklandi í fyrra vegna meiðsla og missti einnig af leikjum á EM 2014 og HM 2015 sökum meiðsla. Ísland komst svo ekki upp úr sínum riðli á EM 2016 í Póllandi. „Ég er ofboðslega spenntur fyrir þessu. Mér finnst vera langt síðan ég var á stórmóti þótt það séu bara tvö ár. Það er mikill hugur í mér,“ segir Aron í samtali við Fréttablaðið. Þrátt fyrir að vera ekki nema 27 ára gamall er Aron einn af reynslumestu leikmönnunum í íslenska hópnum.Í öðruvísi hlutverki „Maður hefur verið í stóru hlutverki í þessu liði í mörg ár. En maður finnur fyrir því að vera ekki yngstur lengur og það er ekki hægt að grínast lengur með það. Þetta er öðruvísi hlutverk en skemmtilegt,“ segir Aron. Hann kveðst bjartsýnn fyrir EM í Króatíu sem verður hans níunda stórmót. „Ég hef miklar væntingar. Við höfum alltaf talað um að við viljum bera okkur saman við stærstu þjóðirnar, vera inni á öllum stórmótum og í topp átta í heiminum eins og við vorum. Við þurfum bara að sýna það,“ segir Aron. Hafnfirðingurinn er feginn að geta einbeitt sér að því að spila handbolta á nýjan leik eftir erfiða mánuði þar sem hann spilaði ekkert og beið eftir félagaskiptum til Barcelona. „Það er æðislegt að vera loksins kominn inn í þessa rútínu og skilja þetta algjörlega eftir,“ segir Aron sem viðurkennir að það hafi tekið hann tíma að finna aftur tilfinninguna fyrir leiknum eftir langa fjarveru.Aron er á leið á sitt níunda stórmót með íslenska landsliðinu.vísir/eyþórEr sýndur skilningur „Ég er í góðu formi og allt það en „touch-ið“ vantar. Ég fór líka í nýtt lið og kom inn í það á miðju tímabili. En því er sýndur skilningur og þetta kemur með tímanum. Ég er ekkert búinn að gleyma því hvernig á að spila handbolta.“ Aron hefur alltaf talað um Barcelona sem sitt draumafélag. En hefur það staðist væntingar hans? „Já, og gott betur. Þetta er flottasta félag í heimi. Það er allt gert fyrir mann og aðstaðan alveg æðisleg. Ég gæti ekki beðið um það betra sem íþróttamaður,“ segir Aron. Að hans sögn er Barcelona skör hærra en Kiel og Veszprém sem hann lék með áður.Miklu stærra en handboltinn „Kiel og Veszprém eru frábær handboltafélög en Barcelona er miklu stærra en bara handboltinn. Maður finnur fyrir því.“ Yfirburðir Barcelona á Spáni eru miklir en liðið hefur orðið spænskur meistari sjö ár í röð. Börsungar voru til að mynda búnir að vinna 133 deildarleiki í röð áður en þeir gerðu jafntefli við Guadalajara 6. desember síðastliðinn. „Það var skandall. Við unnum reyndar sama lið í undanúrslitum í bikarkeppninni með 14 mörkum. Þetta snýst ekki bara um gæði leikmanna. Það þarf líka að vera klár í slaginn,“ segir Aron. „Við erum augljóslega með yfirburðalið þarna og standarinn hefur dalað undanfarin ár. En það eru fín lið þarna á milli.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða