Dæmdir til dauða eftir átján mínútna réttarhöld Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2017 15:30 Írakski herinn og vopnaðar sveitir sjíta hafa handsamað hundruð erlendra vígamanna ISIS. Vísir/AFP Hraðvirkni dómskerfis Írak gagnvart meintum vígamönnum Íslamska ríkisins hefur vakið upp erfiðar spurningar. Írakar handsömuðu hundruð erlendra vígamanna og stjórnvöld heimaríkja þeirra velta nú fyrir sér hvort að rétt væri að fara fram á að þeir yrðu sendir heim, þar sem þeir gætu ógnað öryggi borgara og öfgavætt aðra, eða láta dómskerfi Íraka sjá um þá. Verði seinni valmöguleikinn fyrir valinu endar það líklegast á einn veg fyrir þá aðila sem grunaðir eru um að vera vígamenn ISIS. Í snörunni. Um er að ræða menn, konur og jafnvel börn, frá Asíu, Evrópu og Afríku. Blaðamenn Washington Post fylgdust nýverið með réttarhöldum yfir tveimur mönnum frá Tyrklandi sem grunaðir voru um aðild að Íslamska ríkinu. Þeir voru handsamaðir í Ágúst en halda fram sakleysi sínu og segjast vera pípulagningamenn sem hafi ferðast til Írak í leit að vinnu.Þeir voru dæmdir til dauða eftir einungis átján mínútna réttarhöld.Sagðir brjóta gegn mannréttindum Frá því í fyrra hefur Dómsmálaráðuneyti Írak opinberað 194 aftökur og hefur þeim fjölgað hratt eftir að sigri var lýst yfir gegn ISIS. Af þessum 194 eru minnst 27 erlendir aðilar frá öðrum löndum í Mið-Austurlöndum og einn frá Svíþjóð. Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt framferði Íraka og segja það brjóta gegn mannréttindum hinna grunuðu. Sameinuðu þjóðirnar segja allt að sex þúsund manns bíða eftir dauðadómi og þjóðerni þeirra hefur ekki verið gefið upp. Þar af eru minnst fjórir frá Evrópu og þeirra á meðal er þýska stúlkan Linda Wenzel, sem giftist vígamanni ISIS.Sameinuðu þjóðirnar segja einnig að Írakar hafi ekki lögsögu yfir ódæðum ISIS og að dómskerfi landsins geti ekki tryggt sanngjörn réttarhöld. Þess í stað eigi Írakar að snúa sér að Alþjóðlega sakamáladómstólnum og þá sérstaklega þegar kemur að ódæðum ISIS gagnvart minnihlutahópum eins og Jasídum.Sjá einnig: Ódæði framin í nafni hefndar Einnig er talið mögulegt að réttarhöldin yfir ISIS-liðum gætu farið að snúast um hefndir en ekki réttlæti. Slíkt gæti ýtt frekar undir deilur á milli súnníta og sjíta í landinu. Mið-Austurlönd Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Hraðvirkni dómskerfis Írak gagnvart meintum vígamönnum Íslamska ríkisins hefur vakið upp erfiðar spurningar. Írakar handsömuðu hundruð erlendra vígamanna og stjórnvöld heimaríkja þeirra velta nú fyrir sér hvort að rétt væri að fara fram á að þeir yrðu sendir heim, þar sem þeir gætu ógnað öryggi borgara og öfgavætt aðra, eða láta dómskerfi Íraka sjá um þá. Verði seinni valmöguleikinn fyrir valinu endar það líklegast á einn veg fyrir þá aðila sem grunaðir eru um að vera vígamenn ISIS. Í snörunni. Um er að ræða menn, konur og jafnvel börn, frá Asíu, Evrópu og Afríku. Blaðamenn Washington Post fylgdust nýverið með réttarhöldum yfir tveimur mönnum frá Tyrklandi sem grunaðir voru um aðild að Íslamska ríkinu. Þeir voru handsamaðir í Ágúst en halda fram sakleysi sínu og segjast vera pípulagningamenn sem hafi ferðast til Írak í leit að vinnu.Þeir voru dæmdir til dauða eftir einungis átján mínútna réttarhöld.Sagðir brjóta gegn mannréttindum Frá því í fyrra hefur Dómsmálaráðuneyti Írak opinberað 194 aftökur og hefur þeim fjölgað hratt eftir að sigri var lýst yfir gegn ISIS. Af þessum 194 eru minnst 27 erlendir aðilar frá öðrum löndum í Mið-Austurlöndum og einn frá Svíþjóð. Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt framferði Íraka og segja það brjóta gegn mannréttindum hinna grunuðu. Sameinuðu þjóðirnar segja allt að sex þúsund manns bíða eftir dauðadómi og þjóðerni þeirra hefur ekki verið gefið upp. Þar af eru minnst fjórir frá Evrópu og þeirra á meðal er þýska stúlkan Linda Wenzel, sem giftist vígamanni ISIS.Sameinuðu þjóðirnar segja einnig að Írakar hafi ekki lögsögu yfir ódæðum ISIS og að dómskerfi landsins geti ekki tryggt sanngjörn réttarhöld. Þess í stað eigi Írakar að snúa sér að Alþjóðlega sakamáladómstólnum og þá sérstaklega þegar kemur að ódæðum ISIS gagnvart minnihlutahópum eins og Jasídum.Sjá einnig: Ódæði framin í nafni hefndar Einnig er talið mögulegt að réttarhöldin yfir ISIS-liðum gætu farið að snúast um hefndir en ekki réttlæti. Slíkt gæti ýtt frekar undir deilur á milli súnníta og sjíta í landinu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira