Linda Wenzel gæti hlotið dauðadóm í Írak: „Mig langar bara að komast burt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júlí 2017 11:15 Talið er að Linda hafi gengið til liðs við hin alræmdu hryðjuverkasamtök ISIS. Hún fannst heil á húfi í Írak. Vísir/AP Það var fyrir um ári sem foreldrar Lindu Wenzel, þýskrar unglingsstúlku sem handtekin var á meðal ISIS-liða í Mósúl í Írak í síðustu viku, byrjuðu að leita að dóttur sinni eftir að hún hvarf frá heimabæ þeirra Pulsnitz nálægt borginni Dresden. Þýsk yfirvöld staðfestu í gær að Linda væri fundin heil á húfi, það er ekkert amar að henni líkamlega en óljóst er hvernig andleg líðan stúlkunnar er. Talið er að Linda hafi flúið að heiman fyrir ári síðan til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS en hún var ein af fimm konum sem öryggissveit írakska hersins handtók þegar herinn tók yfir gömlu borgina í Mósúl. En hver er Linda, þessi unglingsstúlka frá smábænum Pulsnitz, sem gekk, að því virðist, til liðs við alræmd hryðjuverkasamtök?Gríðarleg eyðilegging blasir við í borginni Mósúl eftir bardagana þar undanfarið.vísir/gettyGóður námsmaður sem komst í kynni við öfgamenn á netinu Írakski blaðamaðurinn Amir Musawy heimsótti Lindu í síðustu viku en hann var hluti af rannsóknarteymi þýska blaðsins Süddeutsche Zeitung og ríkisstöðvanna NDR og WDR. Musawy segir að hann hafi verið fyrsti blaðamaðurinn til að hitta Lindu eftir að öryggissveitirnar fundu hana. „Mér virtist sem hún skildi ekki alveg hvað hafði komið fyrir hana eða hvað hún hafði gert,“ er haft eftir Musawy á vef CNN. Þar er vísað í umfjöllun Süddeutsche Zeitung og viðtals Musawy við Lindu. „Mig langar bara að komast burt. Mig langar að komast burt frá þessu stríði, burt frá öllum þessu vopnum, burt úr hávaðanum,“ sagði Linda. Þá kvaðst hún einnig vera tilbúin að bera vitni. Talið er að Linda hafa flúið að heiman stuttu eftir að hún tók upp íslamstrú. Hún var góður námsmaður sem komst í kynni við öfgamenn á internetinu. Hún var allt í einu að hlusta á arabíska tónlist í staðinn fyrir rapp og ekki leið á löngu þar til hún var farin að ganga með slæðu.Giftist vígamanni ISIS sem lést skömmu eftir brúðkaupið Linda hitti tilvonandi eiginmann sinn, vígamann fyrir ISIS-samtökin, á netinu. Hún ferðaðist til Istanbúl í Tyrklandi í júlí í fyrra og sagði við Musawy að það hafi hún verið flutt, gegn vilja sínum, til Mósúl. Þegar þangað var komið giftist hún vígamanni ISIS en hann lét lífið í bardaga skömmu síðar. Að því er fram kemur í umfjöllun New York Times var Linda í felum í kjallara í Mósúl þegar öryggissveitirnar fundu hana og handtóku. Hún var þá með sár á fótlegg sem hún sagði vera eftir loftárás en kvaðst að öðru leyti hafa það ágætt. Haft var eftir föður Lindu í þýskum fjölmiðlum að hann hefði brotnað saman þegar hann fékk fregnir af því að hún væri á lífi. „Ég vona svo sannarlega að Linda komist heilu og höldnu heim. Ég mun alltaf vera til staðar fyrir hana.“ Ekki liggur enn fyrir hvort að Linda muni snúa heim til Þýskalands þar sem hennar gætu beðið réttarhöld í Írak verði það staðfest að hún hafi gengið til liðs við ISIS. Þá er hugsanlegt að hún verði dæmd til dauða. Meira en 930 manns, þar á meðal börn, hafa farið frá Þýskalandi til Íraks og Sýrlands til að berjast með ISIS. Þýsk yfirvöld telja að um 20 prósent af þessum fjölda séu ungar stúlkar og konur. Tengdar fréttir Þýska stúlkan fundin heil á húfi í Írak Yfirvöld í Þýskalandi staðfestu í dag að þýska stúlkan, sem strauk að heiman árið 2016 til að ganga til liðs við samtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki, er fundin heil á húfi í Írak. 24. júlí 2017 20:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Sjá meira
Það var fyrir um ári sem foreldrar Lindu Wenzel, þýskrar unglingsstúlku sem handtekin var á meðal ISIS-liða í Mósúl í Írak í síðustu viku, byrjuðu að leita að dóttur sinni eftir að hún hvarf frá heimabæ þeirra Pulsnitz nálægt borginni Dresden. Þýsk yfirvöld staðfestu í gær að Linda væri fundin heil á húfi, það er ekkert amar að henni líkamlega en óljóst er hvernig andleg líðan stúlkunnar er. Talið er að Linda hafi flúið að heiman fyrir ári síðan til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS en hún var ein af fimm konum sem öryggissveit írakska hersins handtók þegar herinn tók yfir gömlu borgina í Mósúl. En hver er Linda, þessi unglingsstúlka frá smábænum Pulsnitz, sem gekk, að því virðist, til liðs við alræmd hryðjuverkasamtök?Gríðarleg eyðilegging blasir við í borginni Mósúl eftir bardagana þar undanfarið.vísir/gettyGóður námsmaður sem komst í kynni við öfgamenn á netinu Írakski blaðamaðurinn Amir Musawy heimsótti Lindu í síðustu viku en hann var hluti af rannsóknarteymi þýska blaðsins Süddeutsche Zeitung og ríkisstöðvanna NDR og WDR. Musawy segir að hann hafi verið fyrsti blaðamaðurinn til að hitta Lindu eftir að öryggissveitirnar fundu hana. „Mér virtist sem hún skildi ekki alveg hvað hafði komið fyrir hana eða hvað hún hafði gert,“ er haft eftir Musawy á vef CNN. Þar er vísað í umfjöllun Süddeutsche Zeitung og viðtals Musawy við Lindu. „Mig langar bara að komast burt. Mig langar að komast burt frá þessu stríði, burt frá öllum þessu vopnum, burt úr hávaðanum,“ sagði Linda. Þá kvaðst hún einnig vera tilbúin að bera vitni. Talið er að Linda hafa flúið að heiman stuttu eftir að hún tók upp íslamstrú. Hún var góður námsmaður sem komst í kynni við öfgamenn á internetinu. Hún var allt í einu að hlusta á arabíska tónlist í staðinn fyrir rapp og ekki leið á löngu þar til hún var farin að ganga með slæðu.Giftist vígamanni ISIS sem lést skömmu eftir brúðkaupið Linda hitti tilvonandi eiginmann sinn, vígamann fyrir ISIS-samtökin, á netinu. Hún ferðaðist til Istanbúl í Tyrklandi í júlí í fyrra og sagði við Musawy að það hafi hún verið flutt, gegn vilja sínum, til Mósúl. Þegar þangað var komið giftist hún vígamanni ISIS en hann lét lífið í bardaga skömmu síðar. Að því er fram kemur í umfjöllun New York Times var Linda í felum í kjallara í Mósúl þegar öryggissveitirnar fundu hana og handtóku. Hún var þá með sár á fótlegg sem hún sagði vera eftir loftárás en kvaðst að öðru leyti hafa það ágætt. Haft var eftir föður Lindu í þýskum fjölmiðlum að hann hefði brotnað saman þegar hann fékk fregnir af því að hún væri á lífi. „Ég vona svo sannarlega að Linda komist heilu og höldnu heim. Ég mun alltaf vera til staðar fyrir hana.“ Ekki liggur enn fyrir hvort að Linda muni snúa heim til Þýskalands þar sem hennar gætu beðið réttarhöld í Írak verði það staðfest að hún hafi gengið til liðs við ISIS. Þá er hugsanlegt að hún verði dæmd til dauða. Meira en 930 manns, þar á meðal börn, hafa farið frá Þýskalandi til Íraks og Sýrlands til að berjast með ISIS. Þýsk yfirvöld telja að um 20 prósent af þessum fjölda séu ungar stúlkar og konur.
Tengdar fréttir Þýska stúlkan fundin heil á húfi í Írak Yfirvöld í Þýskalandi staðfestu í dag að þýska stúlkan, sem strauk að heiman árið 2016 til að ganga til liðs við samtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki, er fundin heil á húfi í Írak. 24. júlí 2017 20:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Sjá meira
Þýska stúlkan fundin heil á húfi í Írak Yfirvöld í Þýskalandi staðfestu í dag að þýska stúlkan, sem strauk að heiman árið 2016 til að ganga til liðs við samtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki, er fundin heil á húfi í Írak. 24. júlí 2017 20:20