Ólína og Kristinn segja Agnesi biskup lagða í einelti Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2017 13:09 Bæði Kristinn og Ólína telja einsýnt að Agnes sæti einelti og þá af því að hún er kona. Tveir fyrrverandi Alþingismenn, þau Kristinn H. Gunnarsson og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, hafa stigið fram og halda því nú fram að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup yfir Íslandi, megi sæta einelti og þá að undirlagi fjölmiðla. En, öll þrjú eru þau að vestan. Launakjör biskups hafa verið til umfjöllunar í kjölfar þess að Kjaradómur endurskoðaði laun hans og mat það sem svo að rétt væri að biskup yrði hækkaður um 25 prósent í launum, ætti nú að fá tæpar 1,6 milljónir í laun á mánuði. Úrskurðurinn er afturvirkur sem þýðir að Agnes biskup fær að auki eingreiðslu sem nemur 3,3 milljónum króna.Þrálátt og yfirgengilegt einelti gegn konuKristinn H. Gunnarsson vill setja sérstakan merkimiða á fjölmiðlamenn, sérstaklega þá á Fréttablaðinu: „#youtoo“. „Sem dögum saman hafa lagt biskup Íslands – konu – í þrálátt og yfirgengilegt einelti.“ Þetta segir Kristinn á Facebooksíðu sinni. Ólína Kjerúlf Þorvaldsdóttir setur þá athugasemd við pistil Séra Gunnlaugs Stefánssonar sem birtist á Vísi í dag og ber yfirskriftina „Hræsnin um launin“. Séra Gunnlaugur beinir spjótum sínum einkum að forseta ASÍ en honum þykir skjóta skökku við að hann sé að býsnast yfir launum biskups. Ólína segir hræsni rétta orðið. „Einelti er líka nothæft orð yfir það hvernig látið er við biskupinn þessa dagana. Auðvitað er það engin goðgá þó að biskup Íslands hafi sæmilegan hásetahlut í laun fyrir sitt starf. Og fáránlegast af öllu er að hlusta á menn með sömu laun og hennar fárast yfir þessu,“ segir Ólína.Blysför að húsi Agnesar?Þá segir Ólína einnig að mikið sé úr því gert að Agnes búi í embættisbústað og greiði málamyndaleigu fyrir. „Embættisbústaða-fyrirkomulagið er auðvitað orðið úrelt og nær væri að fjalla um það í heild sinni heldur en að hundelta biskupinn, sem ræður litlu um það hvernig því er háttað. Læknar, skólameistarar, jafnvel kennarar á landsbyggðinni búa víða í ríkisbústöðum sem lítil leiga kemur fyrir og fólk á auk þess í sumum tilvikum rétt á að kaupa fyrir fjórðung verðs ef það hefur búið þar nógu lengi. Yfirlæknir úti á landi (karl) nýtti sér slík kjarakaup á 300 m2 einbýlishúsi fyrir fáum árum. Engin frétt var gerð um það,“ segir Ólína. Hún lýkur svo ádrepu sinni á eftirfarandi hátt: „Ætli það sé tilviljun að biskupinn sem verður fyrir þessum að hrópum núna er kona? Verður kannski blysför að heimili hennar það næsta sem við fréttum? Mér finnst nóg komið af þessari hræsni og tek undir hvert orð í pistli Gunnlaugs Stefánssonar.“Uppfært 2. janúar 2018, klukkan 07:00 Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir hefur sent Vísi ábendingu meðal annars þess efnis að það sé orðum aukið að hún megi heita að vestan: „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og hef búið þar lengst af minni ævi, er þar búsett núna til dæmis þó ég hafi um árabil búið á Ísafirði og verið þingaður NV-kjördæmis um tíma. Það er önnur saga. Mín skoðun á þessu máli helgast mun frekar af metoo-bylgjunni og þeirri staðreynd að konur fá önnur efnistök en karlar þegar verið er að gagnrýna eitthvað sem tengist þeim. Launamál biskups eru ekki á biskupsins ábyrgð.“ Við þökkum Ólínu ábendinguna og biðjum hana, sem og lesendur, afsökunar á ónákvæmninni. Kjararáð Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00 Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25. desember 2017 19:00 Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Tveir fyrrverandi Alþingismenn, þau Kristinn H. Gunnarsson og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, hafa stigið fram og halda því nú fram að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup yfir Íslandi, megi sæta einelti og þá að undirlagi fjölmiðla. En, öll þrjú eru þau að vestan. Launakjör biskups hafa verið til umfjöllunar í kjölfar þess að Kjaradómur endurskoðaði laun hans og mat það sem svo að rétt væri að biskup yrði hækkaður um 25 prósent í launum, ætti nú að fá tæpar 1,6 milljónir í laun á mánuði. Úrskurðurinn er afturvirkur sem þýðir að Agnes biskup fær að auki eingreiðslu sem nemur 3,3 milljónum króna.Þrálátt og yfirgengilegt einelti gegn konuKristinn H. Gunnarsson vill setja sérstakan merkimiða á fjölmiðlamenn, sérstaklega þá á Fréttablaðinu: „#youtoo“. „Sem dögum saman hafa lagt biskup Íslands – konu – í þrálátt og yfirgengilegt einelti.“ Þetta segir Kristinn á Facebooksíðu sinni. Ólína Kjerúlf Þorvaldsdóttir setur þá athugasemd við pistil Séra Gunnlaugs Stefánssonar sem birtist á Vísi í dag og ber yfirskriftina „Hræsnin um launin“. Séra Gunnlaugur beinir spjótum sínum einkum að forseta ASÍ en honum þykir skjóta skökku við að hann sé að býsnast yfir launum biskups. Ólína segir hræsni rétta orðið. „Einelti er líka nothæft orð yfir það hvernig látið er við biskupinn þessa dagana. Auðvitað er það engin goðgá þó að biskup Íslands hafi sæmilegan hásetahlut í laun fyrir sitt starf. Og fáránlegast af öllu er að hlusta á menn með sömu laun og hennar fárast yfir þessu,“ segir Ólína.Blysför að húsi Agnesar?Þá segir Ólína einnig að mikið sé úr því gert að Agnes búi í embættisbústað og greiði málamyndaleigu fyrir. „Embættisbústaða-fyrirkomulagið er auðvitað orðið úrelt og nær væri að fjalla um það í heild sinni heldur en að hundelta biskupinn, sem ræður litlu um það hvernig því er háttað. Læknar, skólameistarar, jafnvel kennarar á landsbyggðinni búa víða í ríkisbústöðum sem lítil leiga kemur fyrir og fólk á auk þess í sumum tilvikum rétt á að kaupa fyrir fjórðung verðs ef það hefur búið þar nógu lengi. Yfirlæknir úti á landi (karl) nýtti sér slík kjarakaup á 300 m2 einbýlishúsi fyrir fáum árum. Engin frétt var gerð um það,“ segir Ólína. Hún lýkur svo ádrepu sinni á eftirfarandi hátt: „Ætli það sé tilviljun að biskupinn sem verður fyrir þessum að hrópum núna er kona? Verður kannski blysför að heimili hennar það næsta sem við fréttum? Mér finnst nóg komið af þessari hræsni og tek undir hvert orð í pistli Gunnlaugs Stefánssonar.“Uppfært 2. janúar 2018, klukkan 07:00 Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir hefur sent Vísi ábendingu meðal annars þess efnis að það sé orðum aukið að hún megi heita að vestan: „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og hef búið þar lengst af minni ævi, er þar búsett núna til dæmis þó ég hafi um árabil búið á Ísafirði og verið þingaður NV-kjördæmis um tíma. Það er önnur saga. Mín skoðun á þessu máli helgast mun frekar af metoo-bylgjunni og þeirri staðreynd að konur fá önnur efnistök en karlar þegar verið er að gagnrýna eitthvað sem tengist þeim. Launamál biskups eru ekki á biskupsins ábyrgð.“ Við þökkum Ólínu ábendinguna og biðjum hana, sem og lesendur, afsökunar á ónákvæmninni.
Kjararáð Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00 Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25. desember 2017 19:00 Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00
Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25. desember 2017 19:00
Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00