Enn lengist bið eftir afplánun Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. desember 2017 06:00 Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar. vísir/anton brink Þrátt fyrir að nýtt fangelsi hafi verið tekið í notkun í lok síðasta árs og að skilyrði til afplánunar utan fangelsa hafi verið rýmkuð umtalsvert í nýjum lögum um fullnustu refsinga, hefur þeim sem bíða eftir að hefja afplánun óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fjölgað um tæplega fimmtíu milli ára. 570 manns bíða nú eftir að hefja afplánun en 525 voru á boðunarlistanum á sama tíma í fyrra. Með lagabreytingum síðla árs 2015 var bæði mælt fyrir um aukna notkun rafræns eftirlits og rýmkuð skilyrði reynslulausnar og til afplánunar með samfélagsþjónustu. Með þessum breytingum og byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði stóðu vonir til þess að bið eftir afplánun styttist. Enda getur löng bið eftir afplánun haft í för með sér að refsingar fyrnist. „Við þurftum að loka fangelsinu í Kópavogi ári fyrr en áætlað var og við lokuðum svo Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg um mitt ár 2016 en nýja fangelsið var ekki tilbúið til notkunar fyrr en í árslok 2016. Þannig að tímabundið vorum við með allt of fá pláss,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hann bendir einnig á að um 30 fangar séu vistaðir á Hólmsheiði að meðaltali þrátt fyrir að fangelsið geti tekið allt að 56 fanga. Starfsmannafjöldinn í fangelsinu ræður ekki við fleiri fanga og segir Páll að fjölga þurfi um fjögur stöðugildi að lágmarki til að taka megi fangelsið í fulla nýtingu. „Miðað við þróun refsinga myndum við ná að halda í horfinu ef nýtingin á Hólmsheiði væri eins og best verður á kosið,“ segir Páll. Hann segir það geta tekið áratug að áhrif lagabreytinganna komi að fullu fram. „En við finnum líka að það er harðari kjarni sem þarf að afplána í fangelsunum sjálfum og það kallar á auknar öryggisráðstafanir,“ segir Páll. Hann segir forgangsröðunina inn í fangelsin valda því að í fangelsunum eru nánast eingöngu síbrotamenn og fangar sem afplána fyrir alvarlegustu brotin. Eins og Fréttablaðið greindi frá skömmu fyrir jól er ekki gert ráð fyrir auknum fjárframlögum til fangelsismála í frumvarpi til fjárlaga næsta árs. Þrátt fyrir það leggur dómsmálaráðherra áherslu á að Hólmsheiðinni verði komið í fulla nýtingu sem fyrst. „Það þarf bara að hagræða í rekstri fangelsanna og það er fangelsismálayfirvalda að ákveða hvernig peningunum er best fyrir komið í samráði við mig,“ segir ráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þrátt fyrir að nýtt fangelsi hafi verið tekið í notkun í lok síðasta árs og að skilyrði til afplánunar utan fangelsa hafi verið rýmkuð umtalsvert í nýjum lögum um fullnustu refsinga, hefur þeim sem bíða eftir að hefja afplánun óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fjölgað um tæplega fimmtíu milli ára. 570 manns bíða nú eftir að hefja afplánun en 525 voru á boðunarlistanum á sama tíma í fyrra. Með lagabreytingum síðla árs 2015 var bæði mælt fyrir um aukna notkun rafræns eftirlits og rýmkuð skilyrði reynslulausnar og til afplánunar með samfélagsþjónustu. Með þessum breytingum og byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði stóðu vonir til þess að bið eftir afplánun styttist. Enda getur löng bið eftir afplánun haft í för með sér að refsingar fyrnist. „Við þurftum að loka fangelsinu í Kópavogi ári fyrr en áætlað var og við lokuðum svo Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg um mitt ár 2016 en nýja fangelsið var ekki tilbúið til notkunar fyrr en í árslok 2016. Þannig að tímabundið vorum við með allt of fá pláss,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hann bendir einnig á að um 30 fangar séu vistaðir á Hólmsheiði að meðaltali þrátt fyrir að fangelsið geti tekið allt að 56 fanga. Starfsmannafjöldinn í fangelsinu ræður ekki við fleiri fanga og segir Páll að fjölga þurfi um fjögur stöðugildi að lágmarki til að taka megi fangelsið í fulla nýtingu. „Miðað við þróun refsinga myndum við ná að halda í horfinu ef nýtingin á Hólmsheiði væri eins og best verður á kosið,“ segir Páll. Hann segir það geta tekið áratug að áhrif lagabreytinganna komi að fullu fram. „En við finnum líka að það er harðari kjarni sem þarf að afplána í fangelsunum sjálfum og það kallar á auknar öryggisráðstafanir,“ segir Páll. Hann segir forgangsröðunina inn í fangelsin valda því að í fangelsunum eru nánast eingöngu síbrotamenn og fangar sem afplána fyrir alvarlegustu brotin. Eins og Fréttablaðið greindi frá skömmu fyrir jól er ekki gert ráð fyrir auknum fjárframlögum til fangelsismála í frumvarpi til fjárlaga næsta árs. Þrátt fyrir það leggur dómsmálaráðherra áherslu á að Hólmsheiðinni verði komið í fulla nýtingu sem fyrst. „Það þarf bara að hagræða í rekstri fangelsanna og það er fangelsismálayfirvalda að ákveða hvernig peningunum er best fyrir komið í samráði við mig,“ segir ráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira