Innlent

RÚV braut gegn verðandi móður

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
RÚV sendi konunni afsökunarbeiðni vegna málsins.
RÚV sendi konunni afsökunarbeiðni vegna málsins. vísir/pjetur
Ríkisútvarpið braut gegn lögum um persónuvernd þegar fullt nafn barnshafandi konu birtist í sjónvarpsfrétt sem fjallaði um verðandi mæður í neyslu.

Konan kvartaði til Persónuverndar í janúar síðastliðnum en hún hafði verið á kvennadeild í ómskoðun þegar ljósmóðir spurði hvort hún væri samþykk því að RÚV tæki myndskeið af skoðuninni. Konan var fullvissuð um að hún myndi ekki þekkjast. Í vefútgáfu fréttarinnar fylgdi myndskeið þar sem fullt nafn konunnar sást.

RÚV viðurkenndi í svari við erindi Persónuverndar að mistök hefðu orðið við vinnslu fréttarinnar og að konan hefði verið beðin afsökunar. Í því fælist að RÚV liti svo á að vinnslan hefði ekki samrýmst persónuverndarlögum, líkt og Persónuvernd síðan úrskurðaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×