Dýrari vörur og stærri körfur fyrir jólin í ár Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2017 18:32 Frá miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu þar sem margir hafa eflaust verslað síðustu jólagjafirnar. Vísir/Eyþór Forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, segir hin umtöluðu sous vide-tæki og þráðlaus heyrnartól hafa verið vinsælustu jólagjafirnar í ár. Neyslumynstur Íslendinga sé greinilega að breytast og þá virðast dýrari vörur hafa leynst undir trénu þessi jól en árin á undan. Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi jólaverslunina í ár. Hann segir kaupmenn hafa búist við vinsældum sous vide-tækja, sem seldust upp á mörgum stöðum fyrir jólin – en þó ekki öllum - og því birgt sig vel upp af tækjunum sjálfum. Aukahlutir, sem notaðir eru við sous vide-matargerð, lofttæmingarvélar og sérstakir pokar til matreiðslunnar, hafi hins vegar selst nær alveg upp. Þráðlaus heyrnartól slógu einnig í gegn hjá Íslendingum í ár en mikil sala var á raftækjum fyrir jólin, eins og síðustu ár. Þá segir Árni neytendur hafa keypt fleiri og dýrari vörur nú en árin á undan. „Það sem menn sáu helst var að það var stækkun á vörukörfum hjá einhverjum, menn voru kannski að kaupa meira, dýrari vörur mögulega. Dýrari útgáfu af samskonar vörum og áður, og þar var helst að nefna heyrnartól og slíkt,“ segir Árni. „Svo var töluvert af fatnaði líka sem seldist sem var mögulega klassa ofar en hefur verið áður, en í sömu búðunum.Sjá einnig: Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréfKoma Costco hafði sömu áhrif og Bónus á sínum tíma Þá segir Árni að breytingar á því hvar fólk verslar, og hvernig, hafi verið sérstaklega áberandi í ár. Netverslun sé þar stærsti þátturinn, og þá samverkun netverslunar og verslananna sjálfra. Mikið sé til að mynda um það að viðskiptavinir kaupi vörur á netinu og sæki þær svo í beint í búðirnar, eða þá að fólk skoði vörur á netinu og kaupi svo í búðinni. Stærstu viðbætur í íslenska verslun á árinu voru án alls vafa risarnir Costco og H&M. Árni segir verslanirnar hafa verkað hvetjandi á íslenska verslun en fordæmi eru spark í rassinn á íslenskri verslun? –costco og h&m bæði til landsins í ár „Það virðist vera eins og það komi reglulega atburður í íslenskri verslun þar sem pressan verður meiri, bæði frá samkeppnisaðilum og neytendum sem verða þá duglegri í einhvern tíma að bera saman,“ segir Árni sem líkir innspýtingunni sem varð við komu verslunarrisanna við komu Bónuss á sínum tíma. „Koma Costco er um margt líkt komu Bónus fyrir einverju síðan og Hagkaups þar á undan. Þá er í raun og veru eitthvað sem breytist og menn fara að fá ástæðu til að fara og reyna að vera skilvirkari og gera betur og endursemja við birgja og slíkt.“Hlusta má á viðtalið við Árna í heild í spilaranum hér að neðan. Neytendur Tengdar fréttir Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00 Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00 Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, segir hin umtöluðu sous vide-tæki og þráðlaus heyrnartól hafa verið vinsælustu jólagjafirnar í ár. Neyslumynstur Íslendinga sé greinilega að breytast og þá virðast dýrari vörur hafa leynst undir trénu þessi jól en árin á undan. Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi jólaverslunina í ár. Hann segir kaupmenn hafa búist við vinsældum sous vide-tækja, sem seldust upp á mörgum stöðum fyrir jólin – en þó ekki öllum - og því birgt sig vel upp af tækjunum sjálfum. Aukahlutir, sem notaðir eru við sous vide-matargerð, lofttæmingarvélar og sérstakir pokar til matreiðslunnar, hafi hins vegar selst nær alveg upp. Þráðlaus heyrnartól slógu einnig í gegn hjá Íslendingum í ár en mikil sala var á raftækjum fyrir jólin, eins og síðustu ár. Þá segir Árni neytendur hafa keypt fleiri og dýrari vörur nú en árin á undan. „Það sem menn sáu helst var að það var stækkun á vörukörfum hjá einhverjum, menn voru kannski að kaupa meira, dýrari vörur mögulega. Dýrari útgáfu af samskonar vörum og áður, og þar var helst að nefna heyrnartól og slíkt,“ segir Árni. „Svo var töluvert af fatnaði líka sem seldist sem var mögulega klassa ofar en hefur verið áður, en í sömu búðunum.Sjá einnig: Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréfKoma Costco hafði sömu áhrif og Bónus á sínum tíma Þá segir Árni að breytingar á því hvar fólk verslar, og hvernig, hafi verið sérstaklega áberandi í ár. Netverslun sé þar stærsti þátturinn, og þá samverkun netverslunar og verslananna sjálfra. Mikið sé til að mynda um það að viðskiptavinir kaupi vörur á netinu og sæki þær svo í beint í búðirnar, eða þá að fólk skoði vörur á netinu og kaupi svo í búðinni. Stærstu viðbætur í íslenska verslun á árinu voru án alls vafa risarnir Costco og H&M. Árni segir verslanirnar hafa verkað hvetjandi á íslenska verslun en fordæmi eru spark í rassinn á íslenskri verslun? –costco og h&m bæði til landsins í ár „Það virðist vera eins og það komi reglulega atburður í íslenskri verslun þar sem pressan verður meiri, bæði frá samkeppnisaðilum og neytendum sem verða þá duglegri í einhvern tíma að bera saman,“ segir Árni sem líkir innspýtingunni sem varð við komu verslunarrisanna við komu Bónuss á sínum tíma. „Koma Costco er um margt líkt komu Bónus fyrir einverju síðan og Hagkaups þar á undan. Þá er í raun og veru eitthvað sem breytist og menn fara að fá ástæðu til að fara og reyna að vera skilvirkari og gera betur og endursemja við birgja og slíkt.“Hlusta má á viðtalið við Árna í heild í spilaranum hér að neðan.
Neytendur Tengdar fréttir Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00 Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00 Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00
Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30
Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00
Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30