Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rútan sem fór út af í Eldhrauni í gær var vel búin til vetrarferða og uppfyllti öryggisskilyrði, að sögn talsmanns rútufyrirtækisins. Rætt verður við hann og fjallað nánar um slysið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þar ræðum við líka við formann björgunarsveitarinnar Kjalar, en sveitin ætlar að hætta að selja flugelda vegna álags og meira krefjandi verkefna.

Í fréttatímanum hittum við líka Unu Sighvatsdóttur, sem starfar sem upplýsingafulltrúi NATO í Afganistan og ræðum ástandið þar í landi, en minnst fjörutíu létust og tugir særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl í morgun.

Loks skoðum við hæsta Legó-turn í heimi og kíkjum á piparkökukeppni í Hörpu. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×