Æfingar skiptu sköpum á slysstað Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2017 22:30 Alls þrjár þyrlur voru notaðar til að ferja slasaða af vettvangi í dag. Landsbjörg Allt tiltækt lið sjúkraliða, lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita á Suðurlandi var kallað út þegar tilkynning barst um rútuslys á Suðurlandsvegi á tólfta tímanum í morgun. Rúmlega 60 félagar úr Slysavarnafélaginu Landsbjörg komu á einn eða annan hátt að aðgerðum vegna slyssins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitarmennirnir sinntu m.a. verkefnum við aðgerðarstjórnun, samhæfingu, aðhlynningu á vettvangi, flutning á slösuðum og lokunum á Þjóðvegi 1.Frá aðgerðum viðbragðsaðila í dag.LandsbjörgSuðurlandsvegur við slysstað var opnaður aftur eftir lokanir dagsins rétt upp úr níu í kvöld en um það leyti luku síðustu hópar björgunarsveitanna jafnframt verkefnum sínum. Þá voru björgunarsveitarhópar enn að sinna verkefnum við flutning slasaðra um klukkan sjö í kvöld, að því er segir í tilkynningu. „Allir viðbragðsaðilar hafa unnið frábærlega vel saman og augljóst að æfingar sem haldnar hafi verið hafa skipt sköpum, því hinir fjölmörgu viðbragðsaðilar sem komu að aðgerðinni í dag náðu að vinna sem einn,“ segir Ármann Ingi Sigurðsson úr svæðisstjórn Landsbjargar. Hann var í björgunarmiðstöðinni á Selfossi í dag þegar vinna við slysið stóð sem hæst. Kínversk kona á þrítugsaldri lést í rútuslysinu á Suðurlandsvegi í morgun. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir. Slysið varð á Þjóðvegi 1 um Eldhraun, skammt frá Kirkjubæjarklaustri, er rúta lenti aftan á fólksbíl og valt á hliðina. Um borð í rútunni voru 44 kínverskir ferðamenn auk leiðsögumanns og bílstjóra. Tekið var á móti óslösuðum og minna slösuðum í fjöldahjálparstöðinni á Kirkjubæjarklaustri. Lögreglan á Suðurlandi virkjaði hópslysaáætlun sína og var aðgerðum stjórnað úr björgunarmiðstöðinni á Selfossi, sem og samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20 Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44 Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Allt tiltækt lið sjúkraliða, lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita á Suðurlandi var kallað út þegar tilkynning barst um rútuslys á Suðurlandsvegi á tólfta tímanum í morgun. Rúmlega 60 félagar úr Slysavarnafélaginu Landsbjörg komu á einn eða annan hátt að aðgerðum vegna slyssins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitarmennirnir sinntu m.a. verkefnum við aðgerðarstjórnun, samhæfingu, aðhlynningu á vettvangi, flutning á slösuðum og lokunum á Þjóðvegi 1.Frá aðgerðum viðbragðsaðila í dag.LandsbjörgSuðurlandsvegur við slysstað var opnaður aftur eftir lokanir dagsins rétt upp úr níu í kvöld en um það leyti luku síðustu hópar björgunarsveitanna jafnframt verkefnum sínum. Þá voru björgunarsveitarhópar enn að sinna verkefnum við flutning slasaðra um klukkan sjö í kvöld, að því er segir í tilkynningu. „Allir viðbragðsaðilar hafa unnið frábærlega vel saman og augljóst að æfingar sem haldnar hafi verið hafa skipt sköpum, því hinir fjölmörgu viðbragðsaðilar sem komu að aðgerðinni í dag náðu að vinna sem einn,“ segir Ármann Ingi Sigurðsson úr svæðisstjórn Landsbjargar. Hann var í björgunarmiðstöðinni á Selfossi í dag þegar vinna við slysið stóð sem hæst. Kínversk kona á þrítugsaldri lést í rútuslysinu á Suðurlandsvegi í morgun. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir. Slysið varð á Þjóðvegi 1 um Eldhraun, skammt frá Kirkjubæjarklaustri, er rúta lenti aftan á fólksbíl og valt á hliðina. Um borð í rútunni voru 44 kínverskir ferðamenn auk leiðsögumanns og bílstjóra. Tekið var á móti óslösuðum og minna slösuðum í fjöldahjálparstöðinni á Kirkjubæjarklaustri. Lögreglan á Suðurlandi virkjaði hópslysaáætlun sína og var aðgerðum stjórnað úr björgunarmiðstöðinni á Selfossi, sem og samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð.
Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20 Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44 Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01
Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11
Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20
Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44
Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00